Jörðin

Golfstraumurinn tapar styrk 

Heimsins stærsta varmadæla er við það að bresta. Golfstraumurinn sem sendir hlýtt vatn í gegnum Atlantshaf er að missa kraft vegna hnattrænnar hlýnunar og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hitastig í Norður-Evrópu. 

BIRT: 18/06/2023

Hvað er Golfstraumurinn?

Golfstraumurinn er öflugasti hafstraumur jarðar og rétt eins og neðansjávarflutningalest fer hann í gegnum Atlantshaf með hraða sem nemur allt að 9 km/klst.

 

Golfstraumurinn flytur 250 km3 hlýjan sjó frá Mexíkóflóa upp til Norður-Evrópu.

 

Uppgufun á hlýjum sjónum sér til þess að hér á Íslandi eru vetur mildir miðað við hversu norðarlega við erum stödd.

 

Endastöð golfstraumsins er við Austur-Grænland. Þar kólnar hlýr sjórinn niður og sekkur til botns. Eins og risavaxinn neðansjávarfoss rennur þetta kaldara vatn suður á bóginn á ný. 

 

MYNDBAND: Sjáðu hreyfingar Golfstraumsins

NASA hefur útbúið myndband um hvernig Golfstraumurinn og aðrir hafstraumar hreyfa sig í höfum heimsins.

En hnattræn hlýnun hefur orðið til þess að styrkur golfstraumsins hefur minnkað.

Samkvæmt einni rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Nature árið 2018, hefur bráðnun innlandsíssins orðið til þess að styrkur Golfstraumsins hefur minnkað og hefur ekki verið minni í 1.600 ár.

 

Fræðimenn telja að hafstraumurinn gæti misst allt að helmingi styrk síns fram til ársins 2100. Gerist það gæti Golfstraumurinn minnkað svo mikið að það kólni verulega í allri Norður-Evrópu.

 

Golfstraumurinn hitar Norður-Evrópu

Golfstraumurinn er hluti af samhangandi kerfi hafstrauma sem er að finna í öllum úthöfum – einnig nefnt „thermohaline circulation“ eða AMOC á ensku (Atlantic Meridional Overturning Circulation).

 

AMOC-færibandið sér meðal annars um að hlýr sjór og veður er flutt til norðausturhluta BNA og norðvesturhluta Evrópu.

 

Hið hnattræna kerfi hafstrauma (AMOC) flytur hlýtt (rautt) og kalt vatn (blátt). Sá öflugasti er Golfstraumurinn, sem flytur hlýtt yfirborðsvatn frá Mexíkóflóa til Norður-Evrópu.

Golfstraumurinn fær einkum varma sinn frá Mexíkóflóa nærri miðbaug við ameríska meginlandið. Þaðan streymir hann norður á bóginn meðfram austurströnd BNA.

 

Við Nýfundnaland mætir Golfstraumurinn hinum kalda Labradorstraumi. Hann þrýstir Golfstrauminum frá landi og fær hann til að renna saman við Norður-Atlantshafsstrauminn sem framlengir ferð Golfstraumsins í átt til Evrópu og Grænlands.

 

Á leiðinni losnar varminn úr Golfstrauminum smám saman út í lofthjúpinn. Þetta ferli veitir okkur milt loftslag á okkar breiddargráðu.

 

Ísland er t.d. staðsett álíka norðarlega og norðurhluti Hudsonflóa í Kanada þar sem loftslag er langtum kaldara. 

Svona virkar Golfstraumurinn

Golfstraumurinn flytur hlýrri sjó frá miðbaugi og upp í gegnum Atlantshaf til Norður-Evrópu þar sem hann skapar milt loftslag. 

 

Golfstraumurinn er heittempraður hafstraumur sem meðal annars er knúinn áfram af staðvindum. Sjávarmassinn sem sendir strauminn af stað er kominn frá vesturströnd Afríku. 

Straumurinn fer í gegnum hringrás í Mexíkóflóa og heldur upp eftir austurströnd BNA áður en hann rennur út í Atlantshaf sem Norður-Atlantshafsstraumurinn. 

 

Haf og loft í Norður-Evrópu hlýna vegna Golfstraumsins. Við austurströnd Grænlands sekkur niðurkælt vatn til botns og flýtur í suðurátt sem kaldur hafstraumur. 

Grænlandsdælan kælir Golfstrauminn

Í íshafinu við austurströnd Grænlands kólnar vatnið í hafstrauminum niður. Þar sem kaldur sjór er þyngri en hlýr sekkur hann niður til botns við Grænland og rennur síðan aftur í átt að miðbaugi.

 

Þessi mekanismi er einnig nefndur „Grænlandsdælan“ eða „Hið kalda hjarta úthafanna“ og er mikilvægur þáttur í því að viðhalda hafstraumum úthafanna – þar með talið Golfstrauminum.

 

Það er samt hér sem samkvæmt rannsóknum er birtust í tímaritinu Nature sem útlit er fyrir að Golfstraumurinn lendi í vanda. 

Bandaríski uppfinningamaðurinn og stjórnmálamaðurinn Benjamín Franklín var fyrstur til að birta kort af Golfstraumnum árið 1769.

Hrun yrði afdrifaríkt

Grænlandsdælan pumpar ekki kalda vatninu til baka með sama krafti og áður. Þetta sýna rannsóknir sem fræðimenn hafa gert á djúphafsseti í hafinu.

 

Grófkornað set bendir til hraðari hafstrauma meðan fínkornað set bendir til veikari hafstrauma. Greiningar fræðimanna benda til þess að styrkur Golfstraumsins hafi minnkað um 15 til 20% frá árinu 1850.

 

Orsökin er einkum sú að hnattræn hlýnun hefur aukið magn bráðnandi innlandsíss í kringum Grænland.

 

Ferska vatnið frá innlandsísnum þynnir út seltuna í Golfstraumnum og gerir kalda vatnið eðlisléttara þannig að það getur verið liggjandi á yfirborðinu og sekkur ekki jafn djúpt og áður.

 

Það að vatnið sekkur niður virkar eins og öflug „dæla“ sem viðheldur stórum hafstraumum með hlýjum yfirborðsstraumi til norðurs og kaldari og dýpri straumi til suðurs. 

 

Þar sem hnattræn hlýnun leiðir til meiri bráðnunar á innlandsís dregur aukið magn af fersku leysingarvatni úr krafti dælunnar og dregur þannig úr hringrás hafstrauma eins og til dæmis Golfstraumsins.

 

„Núverandi loftslagslíkön segja ekki fyrir um að Golfstraumurinn muni alveg hverfa. Vandinn er bara að við vitum ekki heldur með vissu að slíkt gerist ekki. Hættan er tiltölulega lítil en afleiðingarnar af því yrðu gríðarlegar“, sagði dr. David Thornalley við University College London í samtali við The Guardian árið 2018.

 

Ef Golfstraumurinn mun alveg bresta gæti hitastig í norðurhluta Noregs og Svíþjóðar og hér á Íslandi, fallið niður um allt að tólf gráður um vetur.

 

Í suðurhluta Skandinavíu ásamt Írlandi og Skotlandi gæti hitastigið fallið um allt að 5 og 10 gráður um vetur.

 

Það er þó eitt sem má ylja sér við ef þessar hamfarir verða að raunveruleika. Samkvæmt líkani fræðimanna yfir loftslag í Skandinavíu eftir hrun Golfstraumsins munum við fá mun meiri sól og umtalsvert minni rigningu.

 

Grænlandsdælan er stærsti foss heims

Þegar Golfstraumurinn berst yfir Atlantshafið og upp í gegnum kaldara vatn Norður-Evrópu gefur hafstraumurinn frá sér hluta af hita sínum.

 

Við Grænland í Danmerkursundi milli Íslands og Grænlands hefur straumurinn kólnað svo mikið að hafís myndast.

 

Þar sem vatnið í hafstraumnum er kaldara og saltara en vatnið í kring er það þyngra og steypist úr Golfstraumnum 3505 metra niður á botn Norður-Atlantshafsins.

 

Grænlandsdælan er því einnig þekkt sem stærsti foss heims.

 

Neðansjávarfossinn er 15 kílómetra breiður og 4 kílómetra djúpur og flytur 37,5 milljónir rúmmetra af vatni á sekúndu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

© Robert Simmon/NASA,© Ken Ikeda Madsen, © NOAA,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is