Sveiflur háloftastrauma gætu drekkt Skandinavíu

Hnattræn hlýnun þrýstir þessum háloftastraumi til norðurs. Það getur leitt af sér aukna úrkomu á Norðurlöndum.

BIRT: 08/07/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Loftslagsbreytingar Norðlægi þotustraumurinn er kröftugur vestanvindur sem þýtur umhverfis hnöttinn. 

 

Það er þó nokkuð breytilegt milli ára á hvaða breiddargráðum þessi háloftastraumur heldur sig en á næstu áratugum munu loftslagsbreytingar þrýsta þessu veðurfyrirbrigði til norðurs. Og það getur haft alvarleg áhrif á loftslag á Norðurlöndum.

 

Fram að þessu hafa vísindamenn haft takmarkaða þekkingu á samhengi þotustraumsins og veðurfars niðri við yfirborð jarðar. Nú hafa loftslagsfræðingar borað djúpt niður í Grænlandsjökul til að finna svör. 

Loftslagsfræðingurinn Matthew Osman tók þátt í söfnun og greiningu á grænlensku ískjarnaborholunum.

Úr borkjörnum teknum úr jöklum er hægt að lesa magn úrkomu ár fyrir ár margar aldir aftur í tímann. 

 

Loftslagsfræðingarnir tóku 50 borkjarna úr Grænlandsjökli á mismunandi stöðum og greindu bæði magn úrkomu og samsetningu vatnssameinda ár fyrir ár í öllum sýnunum. 

 

Á grundvelli þekkingar á legu þotustraumsins síðustu áratugi og greininga á ískjörnunum 50, gátu vísindamennirnir sett saman mynd af legu þotustraumsins síðustu 1.250 ár. 

 

Að því loknu rannsökuðu þeir samhengi milli þotustraumsins og veðurfars niðri við jörð.

Útreikningarnir sýndu að þotustraumurinn var afar veikburða yfir Bretlandseyjum árin 1728 og 1740 sem ætti að þýða lægra hitastig og minni úrkomu. Og einmitt þessi ár var kalt á Bretlandseyjum með þurrkum og uppskerubresti. Hundruð þúsunda dóu úr sulti. 

 

Árið 1374 var þotustraumurinn óvenju norðarlega og það ár ríktu miklir þurrkar og hungursneyð á Íberíuskaga – Spáni og Portúgal.

 

Vísindamenn eru sammála um að hnattræn hlýnun muni hafa í för með sér að þotustraumurinn verði að jafnaði norðar en nú og með grænlensku borkjarnana að vopni er nú gerlegt að segja fyrir um afleiðingarnar.

 

Haldi hnattræn hlýnun áfram getur ný slóð þotustraumsins haft alvarleg áhrif á loftslagið strax á næstu áratugum.

 

Árið 2060 gæti loftslag í Suður-Evrópu verið orðið svo þurrt að þar verði ekki lengur unnt að stunda sams konar landbúnað og nú er rekinn þar. Norðar í Evrópu, svo sem í Skandinavíu, þar sem nú þegar er mikil úrkoma, gætu rigningar orðið svo miklar að við því verði að bregðast með mikilli aðlögun.

BIRT: 08/07/2022

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Sarah Das/Woods Hole Oceanographic Institution. © NASA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is