Ef börn fá virka og örvandi kennslu fyrstu fimm æviárin sést árangurinn greinilega í heilaskanna á fullorðinsárum.
Þessari niðurstöðu komust vísindamenn að eftir að hafa rannsakað heila í hópi þátttakenda sem höfðu tekið þátt í The Abecedarian Project í 50 ár.
Árið 1971 völdu vísindamenn hóp barna úr brothættum fjölskyldum í verkefnið. Allar fjölskyldurnar hlutu sérlega heilsuvernd, fengu holla fæðu og fjölskylduráðgjöf, en aðeins hluti barnanna fékk kennslu í því sem kalla mætti örvandi kennsluumhverfi.
Þessi sérstaka kennsla átti sér stað frá því að börnin voru örfárra vikna gömul og upp í fimm ára aldur, fimm daga vikunnar í 50 vikur á ári.
LESTU EINNIG
Vísindamennirnir hafa fylgst með þorska barnanna allar götur síðan og í dag, hálfri öld seinna, kemur heilmikill munur meðal barnanna verulega á óvart.
Einstaklingarnir í þeim hópnum sem fékk sérlega kennslu á árunum upp úr 1970 eru í dag með 10 prósent stærri heila en viðmiðunarhópurinn. Við þetta má bæta að þær heilastöðvar sem tengjast máli og vitrænni getu eru allt að 30 prósent stærri í þeim einstaklingum sem tóku þátt í sérlega náminu.
Þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að færa sönnur á samhengi milli þess að kenna börnum í „örvandi umhverfi“, annars vegar, og þroska heilans, hins vegar. Vísindamennirnir að baki uppgötvuninni telja þetta marka tímamót í skilningi á því hvernig heilinn starfar.
Fyrst birt: 28.09.2021