Grikkland brennur: Þess vegna verða skógareldir svona ógurlegir

59 manns þurfti að flytja af Nissakiströnd á Korfu. Einkaaðilar lögðu til báta, grísku strandgæslunni til hjálpar. Myndin er tekin af reykjarþykkninu frá gróðureldum á Korfu sunnudaginn 23. júlí 2023.

BIRT: 25/07/2023

LESTÍMI:

4 mínútur

Gróðureldar eru nú lausir á enn einni grískri paradísareyju ferðamanna, að þessu sinni á Korfu, en fyrir stuttu þurfti að flytja fólk frá Ródos.

 

Á Korfu geisa eldarnir á norðurhluta eyjarinnar og fólk hefur verið beðið að yfirgefa staðina Peritheia, Santa, Megkoula, Porta, Palia Peritheia og Sinies og þiggja flutning til Kassiopi.

 

Frá þessu segir breski miðillinn The Independent mánudaginn 24. júlí.

 

Óvíst er hversu margt fólk þetta er. Á heimasíðu Sky News segir að 59 hafi verið flutt á bátum frá Nissakiströnd á norðvesturströnd eyjarinnar.

 

Sex þessara báta voru frá grísku strandgæslunni en níu bátar voru í einkaeigu.

 

Þessar fréttir berast eftir að margar ferðaskrifstofur aflýstu ferðum til Rhodos á sunnudag vegna gróðurelda sem þar herja.

 

Boðskapur norrænu ferðaskrifstofunnar Tui var sá að öllum flugferðum til Rhodos fram til föstudags væri aflýst vegna eldanna.

 

Skýringin: Þess vegna geta skógareldar orðið svona ógnvænlegir.

Glóðarmolar flytja framlínuna

Í venjulegu báli stíga eldtungur og hiti upp á við. Glóðarmolar eru yfirleitt svo litlir að þeir brenna upp áður þeir berast aftur til jarðar. Vegna þess hve skógareldar eru umfangsmiklir  geta logarnir borið t.d. logandi trjábörk eða kvisti upp í meiri hæð þar sem vindur feykir þeim áfram, kannski 500 metra, en jafnvel allt að 24 kílómetra, þar sem þessir glóðarmolar valda nýrri íkveikju.

Eldsúlur auka ákefð brunans

Heitt loft á uppleið myndar logandi hvirfilvindasúlur í útjaðri eldsins. Þessar eldsúlur draga inn bæði loft og laust efni neðan frá og geta þannig margfaldað kraft og ákefð brunans 3-8 sinnum. Eldsúla af þessu tagi teygir sig oft 10-50 metra í loft upp og viðhelst í fáeinar mínútur.

Ofsahiti myndar eldstorma

Í hlutfalli við aukinn styrk brunans myndast svonefnd reykháfsáhrif. Þegar heitt loft stígur upp á við dregur uppstreymið inn nýtt loft neðst. Bruninn hitnar, verður sjálfstyrkjandi og ófyrirsjáanlegur. Eldstormar herjuðu t.d. í borgum eftir stórfelldar loftárásir í seinni heimsstyrjöld.

Reykjarsúla breytist í ský

Þegar skógareldur nær yfir nógu stórt landsvæði, blandast reykurinn svalara lofti í meiri hæð, þar sem kalda loftið kælir reykinn og dreifir úr honum. Enn hærra uppi tekur vatnsgufa í reyknum að þéttast í ský sem á fagmáli kallast „flammagenitus“. Í sjaldséðum tilvikum valda slík ský kröftugri rigningu sem þá getur slökkt eldinn.

Dómsdagsský valda þurru þrumuveðri

Stærstu eldskýin nefnast „cumulomnibus flammgenitus“ og geta rétt eins öskuský frá eldgosi  valdið eldingum. Ekki er nákvæmlega þekkt hvað veldur slíkum eldingum, en talið er að hiti á uppleið, vatnsgufa og ókyrrð myndi spennumun í skýinu og þurru eldingarnar jafni þann mun út. Ef slíkum eldingum lýstur niður, geta þær kveikt nýja skógarelda.

Heitt loft kallar fram sannkallaða vítisstróka

Í þremur tilvikum hafa skógareldar valdið skýstrókum sem teygja sig frá jörðu upp í eldskýið og viðhaldast í um hálfa klukkustund. Eldskýstrókar myndast þegar gríðarmikið heitt loft stígur upp og vindhraðinn getur orðið allt að 260 km/klst. Það er þriðja efsta stig skýstróka og slíkur þyrilvindur hefur afl til að lyfta þungum brunabílum upp í loftið.

Svifryksmagnið getur leitt af sér kjarnorkuvetur

Mælingar í eldskýjum sýna að reykjarsúlan dreifir svifryksörðum hátt uppi yfir skýjahulunni, alveg uppi í heiðhvolfinu. Þar hitar sólskinið svifryksörðurnar þannig að þær haldast á lofti og dreifast yfir hnöttinn. Þetta svifryksteppi lokar að hluta fyrir sólarljósið og getur þannig dregið úr hitanum sem berst til yfirborðsins í allt að átta mánuði, alveg á sama hátt og svonefndur kjarnorkuvetur myndi gera.

Reykteppi litar himininn blóðrauðan

Skógareldarnir í Kaliforníu árið 2020 lituðu himininn yfir San Francisco rauðan um miðjan dag. Svifryksagnir í gufuhvolfinu dreifa sólarljósi á lengstu bylgjulengdunum, þeim rauðu og rauðgulu. Þessir litir yfirgnæfa þá hinn heiðbláa lit sem yfirleitt einkennir himininn og stafar af ljósbroti í öðrum eindum gufuhvolfsins, svo sem vatnsgufu og köfnunarefni.

Glóðarmolar flytja framlínuna

Í venjulegu báli stíga eldtungur og hiti upp á við. Glóðarmolar eru yfirleitt svo litlir að þeir brenna upp áður þeir berast aftur til jarðar. Vegna þess hve skógareldar eru umfangsmiklir  geta logarnir borið t.d. logandi trjábörk eða kvisti upp í meiri hæð þar sem vindur feykir þeim áfram, kannski 500 metra, en jafnvel allt að 24 kílómetra, þar sem þessir glóðarmolar valda nýrri íkveikju.

Eldsúlur auka ákefð brunans

Heitt loft á uppleið myndar logandi hvirfilvindasúlur í útjaðri eldsins. Þessar eldsúlur draga inn bæði loft og laust efni neðan frá og geta þannig margfaldað kraft og ákefð brunans 3-8 sinnum. Eldsúla af þessu tagi teygir sig oft 10-50 metra í loft upp og viðhelst í fáeinar mínútur.

Ofsahiti myndar eldstorma

Í hlutfalli við aukinn styrk brunans myndast svonefnd reykháfsáhrif. Þegar heitt loft stígur upp á við dregur uppstreymið inn nýtt loft neðst. Bruninn hitnar, verður sjálfstyrkjandi og ófyrirsjáanlegur. Eldstormar herjuðu t.d. í borgum eftir stórfelldar loftárásir í seinni heimsstyrjöld.

Reykjarsúla breytist í ský

Þegar skógareldur nær yfir nógu stórt landsvæði, blandast reykurinn svalara lofti í meiri hæð, þar sem kalda loftið kælir reykinn og dreifir úr honum. Enn hærra uppi tekur vatnsgufa í reyknum að þéttast í ský sem á fagmáli kallast „flammagenitus“. Í sjaldséðum tilvikum valda slík ský kröftugri rigningu sem þá getur slökkt eldinn.

Dómsdagsský valda þurru þrumuveðri

Stærstu eldskýin nefnast „cumulomnibus flammgenitus“ og geta rétt eins öskuský frá eldgosi  valdið eldingum. Ekki er nákvæmlega þekkt hvað veldur slíkum eldingum, en talið er að hiti á uppleið, vatnsgufa og ókyrrð myndi spennumun í skýinu og þurru eldingarnar jafni þann mun út. Ef slíkum eldingum lýstur niður, geta þær kveikt nýja skógarelda.

Heitt loft kallar fram sannkallaða vítisstróka

Í þremur tilvikum hafa skógareldar valdið skýstrókum sem teygja sig frá jörðu upp í eldskýið og viðhaldast í um hálfa klukkustund. Eldskýstrókar myndast þegar gríðarmikið heitt loft stígur upp og vindhraðinn getur orðið allt að 260 km/klst. Það er þriðja efsta stig skýstróka og slíkur þyrilvindur hefur afl til að lyfta þungum brunabílum upp í loftið.

Svifryksmagnið getur leitt af sér kjarnorkuvetur

Mælingar í eldskýjum sýna að reykjarsúlan dreifir svifryksörðum hátt uppi yfir skýjahulunni, alveg uppi í heiðhvolfinu. Þar hitar sólskinið svifryksörðurnar þannig að þær haldast á lofti og dreifast yfir hnöttinn. Þetta svifryksteppi lokar að hluta fyrir sólarljósið og getur þannig dregið úr hitanum sem berst til yfirborðsins í allt að átta mánuði, alveg á sama hátt og svonefndur kjarnorkuvetur myndi gera.

Reykteppi litar himininn blóðrauðan

Skógareldarnir í Kaliforníu árið 2020 lituðu himininn yfir San Francisco rauðan um miðjan dag. Svifryksagnir í gufuhvolfinu dreifa sólarljósi á lengstu bylgjulengdunum, þeim rauðu og rauðgulu. Þessir litir yfirgnæfa þá hinn heiðbláa lit sem yfirleitt einkennir himininn og stafar af ljósbroti í öðrum eindum gufuhvolfsins, svo sem vatnsgufu og köfnunarefni.

BIRT: 25/07/2023

HÖFUNDUR: RITZAU/Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Julia Dzhyzhevska/Reuters,Noah Berger/AP/Ritzau Scanpix,Thomson Brook Vbfb/Ritzau Scanpix ,Josh Edelson/AFP/Ritzau Scanpix ,Jeff Schmaltz, LANCE/EOSDIS Rapid Response/NASA ,Nic Leister/Getty Images,Katelynn Hewlett//Reuters/Ritzau Scanpix ,James Haseltine and the Oregon Air National Guard 173rd Fighter Wing/NASA,Stephen Lam/Reuters/Ritzau Scanpix

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is