Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Frá 8.000 fórnarlömbum niður í einungis átta. Svo mikill var mismunurinn þegar fárviðri geisaði í borginni Galveston á árinu 1900 annars vegar og 1915 hins vegar. Borginni hafði verið lyft upp.

BIRT: 22/02/2024

Dag einn í september árið 1900 reið fellibylur af fullum styrk yfir borgina Galveston sem er að finna á lágu sandrifi í Mexíkóflóa.

 

Vindmælar borgarinnar þoldu ekki álagið og brotnuðu fljótlega í spað en veðurfræðingar í dag álíta að um hafi verið að ræða 4. stigs fellibyl og að vindhraðinn hafi komist upp í u.þ.b. 210 km/klst.

 

Afleiðingarnar voru skelfilegar. Jörðin gekk í bylgjum í borginni, það grófst undan húsunum og mörg þeirra brotnuðu í spað.

 

Alls 8.000 manns létu lífið. Margir lentu úti í sjó en aðrir fórust þegar hús þeirra hrundu. Rösklega 3.600 hús eyðilögðust og um 30.000 manns misstu heimili sín.

 

Þrátt fyrir hörmungarnar héldu íbúarnir fjöldafund strax daginn eftir, þar sem sett var á laggirnar nefnd sem hafði það verkefni að liðsinna fólki í neyð og að gera áætlun sem komið gæti í veg fyrir viðlíka hörmungar í framtíðinni.

 

Nefndarvinnan leiddi af sér tvær djarfar tillögur þriggja verkfræðinga: að reisa steinsteypuvegg niðri við sjó og að lyfta borginni sem stóð svo lágt. Báðar þessar tillögur voru samþykktar og árið 1902 var hafist handa við byggingu múrsins.

Blautum sandinum var dælt með stórum rörum gegnum bæinn. Þegar sandurinn hafði þornað mátti nota hann sem nýjan jarðveg.

Ári síðar réðust verkfræðingar og heill her verkamanna í það erfiða verkefni að lyfta upp borginni. Fyrst var grafinn skurður sem gerði kleift að sigla pramma með sand lengst inn í borgina.

 

Sandinum var dælt af hafsbotni milli hafnargarðanna og inni í sjálfum bænum var honum dælt áfram út í einn af alls 16 hlutum. Umhverfis hvern hluta voru reistir varnargarðar sem héldu sandinum á sínum stað.

 

Sandurinn var rennblautur þegar honum var dælt upp en sjórinn lak fljótt af honum og eftir stóð þurrt undirlag. Með aðstoð stórra tjakka var alls 2.000 húsum lyft upp á nýja sandbotninn.

 

Nota þurfti alls 700 tjakka til að lyfta upp 3.000 tonna þungri kirkjunni. Á götunum varð að flytja til vatnsrör, leiðslur og sporvagnateina á meðan íbúunum var bent á að notast við tímabundnar gangstéttar hátt uppi.

 

Lægsta hluta borgarinnar var lyft upp um alls fimm metra og borgarbúar höfðu einnig upp úr krafsinu betrumbætt frárennsliskerfi því nú fékkst meiri halli á lagnirnar. Við þetta bættist að höfnin dýpkaði til muna og varð mun betri en áður.

 

Verkinu var lokið árið 1910 og árið 1915 reið yfir nýr fellibylur sem borgin stóðst með glans. Raunar flæddi einnig í þetta sinn en þess ber þó að geta að einungis átta manns misstu lífið.

 

Myndskeið: Sjáðu fleiri myndir af þessu ótrúlega afreki

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Bue Kindtler-Nielsen

© Dolph Briscoe Center for American History/UTA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is