Sníkjudýr sem ráðast á heilann eru mörg í náttúrunni. Sum leggjast aðeins á dýr en önnur víla ekki fyrir sér að ráðast á menn.
Sníkjudýrin taka völdin í heila fórnarlambanna og ráðskast með líkama þeirra þannig að fórnarlambið hjálpi sníklinum sem best á ævihringferð sinni. Sníklar eru margs konar; sveppir, ormar eða smásæjar amöbur og geta sýkt dýr, ráðskast með þau og drepið á mjög marga vegu.
Myndskeið: Heilayfirráð
Hér að neðan eru tvö óhugnanleg dæmi um heilayfirráð í heimi dýranna. Í fyrra myndbandinu kemst flatormur í snigil og umbreytir þreifurum hans í ormalíki sem laðar að þá fugla sem ormurinn vill komast í. Seinna myndbandið sýnir maura og önnur dýr sýkt með gróum sníkjusveppsins Ophiocordyceps unilateralis. Sveppurinn fær maurinn til að leita upp á við og bíta sig fastan. Að því loknu drepst maurinn en sveppurinn brýst út um höfuðið og úðar nýjum gróum yfir aðra maura.