Heilasníklar breyta fórnarlömbum í viljalausa uppvakninga

Myndböndin hér að neðan sýna grimmileg örlög snigils og maurs. Þarna sést greinilega hvernig sníkjudýr geta náð fullkomnu valdi yfir fórnarlambi sínu.

BIRT: 07/07/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Sníkjudýr sem ráðast á heilann eru mörg í náttúrunni. Sum leggjast aðeins á dýr en önnur víla ekki fyrir sér að ráðast á menn.

 

Sníkjudýrin taka völdin í heila fórnarlambanna og ráðskast með líkama þeirra þannig að fórnarlambið hjálpi sníklinum sem best á ævihringferð sinni. Sníklar eru margs konar; sveppir, ormar eða smásæjar amöbur og geta sýkt dýr, ráðskast með þau og drepið á mjög marga vegu.

 

Myndskeið: Heilayfirráð

Hér að neðan eru tvö óhugnanleg dæmi um heilayfirráð í heimi dýranna. Í fyrra myndbandinu kemst flatormur í snigil og umbreytir þreifurum hans í ormalíki sem laðar að þá fugla sem ormurinn vill komast í. Seinna myndbandið sýnir maura og önnur dýr sýkt með gróum sníkjusveppsins Ophiocordyceps unilateralis. Sveppurinn fær maurinn til að leita upp á við og bíta sig fastan. Að því loknu drepst maurinn en sveppurinn brýst út um höfuðið og úðar nýjum gróum yfir aðra maura.

 

Snigill:
Maur:

BIRT: 07/07/2023

HÖFUNDUR: ANDERS PRIEMÉ

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is