Lifandi Saga

Heilsuveila kostaði soldáninn krúnuna

Árið 1876 óttaðist soldán Ottómanveldisins að sér yrði steypt af stóli og skar sig þess vegna á púls með skærum. Sjálfsmorðið var upphafið að endi Ottómanveldisins en fyrri heimsstyrjöld greiddi ríkinu náðarhöggið.

BIRT: 28/01/2024

Þúsundir fagna þegar andlegur leiðtogi Ottómana, Mustafa Hayri, lýsir yfir heilögu stríði gegn Samúðarsambandinu, Frakklandi, Rússlandi og Bretlandi, hinn 14. nóvember árið 1914.

 

Fyrri heimsstyrjöld er nýlega hafin og hermenn Ottómana berjast við hlið Þjóðverja og Austurríkismanna.

 

Táknfræðin lætur ekki að sér hæða: Mustafa Hayri heldur ræðu á svölunum fyrir framan Fatih-moskuna. Helgidómurinn í Konstantínópel heitir í höfuðið á Mehmet Fatih (Mehmet sigurvegara), soldáninum sem hreppti Konstantínópel úr höndum Býsansbúa árið 1453 og lagði undir sig.

 

Heilagt stríð táknaði að öllum körlum í Ottómanveldinu á aldrinum 20 til 45 ára bar skylda til að skrá sig í herinn til þess að standa vörð um íslam. Allir fallnir hermenn yrðu gerðir að píslarvottum, lofaði Mustafa Hayri.

 

Her soldánsins sem eitt sinn hafði vakið ugg allra, var hins vegar ekki svipur hjá sjón árið 1914. Hermennina vantaði einkennisbúninga og vopn, svo og allt þar á milli.

Árið 1915 hafði Ottoman-herinn engar loftvarnarbyssur.

Leiðtogi ríkisins, soldáninn Mehmed 5., hafði heldur ekki yfir að ráða þeim styrk sem ýmsir fyrirrennarar hans höfðu búið yfir. Soldánar Ottómanveldisins höfðu öldum saman verið álitnir með valdamestu mönnum heims en Mehmed hafði ekkert nema titilinn til að guma af árið 1914 og varð að breyta eins og stjórnmálamenn landsins boðuðu.

 

Þegnar soldánsins vissu það raunar ekki á þessari stundu en stríðsyfirlýsingin jafngilti í raun dauðadómi þeirra sjálfra.

 

Umbætur ollu reiði

Ottómanveldið fór að staðna undir lok 17. aldar og á öndverðri 18. öld fór að halla undan fæti hjá soldáninum sem réð yfir 26 milljón þegnum í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku.

 

Eftir að hafa beðið fleiri ósigra en sigra í rösklega eina öld gerði soldáninn sér loks grein fyrir að stórveldi hans þyrfti nauðsynlega að nútímavæðast á öllum sviðum. Þessi framsýni leiðtogi nefndist Mahmud 2. og í 31 árs valdatíð hans (1808-1839) áttu sér stað verulegar breytingar í stórveldinu.

 

Bannað var að bera vefjarhött sem tíðkast hafði í flestöllum Mið-Austurlöndum. Þess í stað skyldi notuð svokölluð tyrkjahúfa (fez). Mahmud kom einnig á miðstýringu valdsins sem gerði það að verkum að einstök héruð höfðu ekki lengur frjálsar hendur.

Fez er nafnið á tyrkjahúfunni en það er talið koma frá Marokkóborginni Fez, þaðan sem einkennandi rauði liturinn kom frá.

Eftirmaður hans, Abdülmecid 1., fyrirskipaði að allir þegnar soldánsins skyldu verða jafnir sem táknaði að kristnir menn og gyðingar öðluðust sömu réttindi og múslímar. Ekki leið á löngu áður en Ottómanveldið hafði yfir að ráða eigin peningaseðlum og járnbrautum.

 

Hinn íhaldssami leiðtogi múslíma í landinu var hoppandi reiður yfir að verða að beygja sig undir hugmyndir hinna trúlausu Evrópubúa en nútímavæðingin hélt engu að síður áfram, jafnvel eftir að Abdülmecid lést úr berklum.

 

Bróðir hans, Abdülaziz, hafði miklar mætur á öllu því sem vestrænt var og hreifst sérstaklega af herskipaflota Breta sem gagnaðist þeirri þjóð til að ráðskast með hálfan hnöttinn.

 

Á meðan þegnar hans sultu heilu hungri pantaði Abdülaziz þess vegna 27 brynvarin, gufuknúin herskip, allt fyrir fé sem fengið var að láni í evrópskum bönkum. Skipakaupin taldi hann myndu sjá Ottómönum fyrir þriðja stærsta herskipaflota heims en einungis Bretar og Frakkar höfðu yfir að ráða stærri sjóher.

 

Árið 1875 skuldaði ríkið meira en 12 tonn af gulli og bankarnir í Evrópu settu Ottómönum stólinn fyrir dyrnar. Ottómanveldið var tekið til gjaldþrotaskipta.

 

Skömmin yfir því hvernig komið væri fyrir stórveldinu hrinti af stað mótmælum gegn soldáninum og voru margir þeirra sem þátt tóku fyrrum ráðherrar í löggjafarþingi landsins. Í maí árið 1876 ákváðu þeir svo að steypa Abdülaziz af stóli.

 

Uppreisnarsinnarnir komu af stað orðrómi um að útsendarar erkióvinarins í Rússlandi hygðust ræna soldáninum og nema hann á brott.

Osmaniye var eitt af fyrstu brynvörðu skipum Ottómanveldisins. Herskipið var smíðað í Bretlandi og er búið 25 byssum.

Orðrómurinn gerði það að verkum að varðmenn hallarinnar fluttu á brott frá höllinni allar eiginkonur soldánsins, hjákonur hans, svo og alla geldinga. Síðan læstu þeir soldáninn inni í höllinni, öryggi hans sjálfs vegna, sögðu þeir. Nú gafst ráðherrunum kostur á að steypa soldáninum af stóli. Þessi valdamesti maður Ottómanveldisins fyrirfór sér svo nokkrum dögum síðar með því að skera sig á púls með skærum.

 

Byltingarsinnarnir völdu strax nýjan soldán, náfrænda Abdülaziz en sá ríkti aðeins í 93 daga áður en hann fékk taugaáfall af tilhugsuninni um skelfileg örlög frænda síns.

 

Hálfbróðir hans, Abdülhamid 2., tók þess vegna við stjórnartaumunum og var hann beittur þrýstingi af hálfu byltingarsinnanna til að undirrita fyrstu stjórnarskrá Ottómanveldisins. Stjórnarskráin fól í sér prentfrelsi, auk þess sem sett var á laggirnar þing með efri og neðri deild sem skyldi samþykkja fjárlög ríkisins.

 

Soldán afnam lýðræðið

Í fyrstu neðri deildinni árið 1877 áttu sæti 71 múslími, 44 kristnir og fjórir gyðingar sem beitt gátu neitunarvaldi gegn ákvörðunum sem samþykktar voru í öldungaráðinu sem einnig var nýstofnað en þess ber að geta að soldáninn tilnefndi meðlimi ráðsins.

Trúin átti undir högg að sækja

Einkennisorð frönsku byltingarinnar um jafnrétti, frelsi og bræðralag náði einnig fótfestu í Ottómanveldinu og gróf undan trúnni á að soldáninn ríkti samkvæmt vilja Allah. Stjórnmálamenn gripu völdin og steyptu hverjum soldáninum á fætur öðrum af stóli.

Steypt af stóli og fyrirfór sér

Nafn: Abdülaziz

 

Valdatíð: 1861-1876

 

Völd: Síðasti valdamikli soldán ríkisins en ríkisgjaldþrot gróf undan völdum hans.

Steypt af stóli

Nafn: Murad 5.

 

Valdatíð: 1876-1876

 

Völd: Fékk taugaáfall og var settur í stofufangelsi.

Steypt af stóli

Nafn: Abdülhamid 2.

 

Valdatíð: 1876-1909

 

Völd: Gerði síðustu tilraunina til að ráðskast með stjórnmálamenn landsins.

Ríkti allan tímann

 

Nafn: Mehmed 5.

 

Valdatíð: 1909-1918

 

Völd: Hafði engin eiginleg völd og undirritaði aðeins þau lög sem stjórnmálamennirnir samþykktu.

Steypt af stóli

Nafn: Mehmed 6.

 

Valdatíð: 1918-1922

 

Völd: Síðasti soldán Ottómanveldisins var einfaldlega puntubrúða.

Stjórnarskráin var í raun fyrsta tilraun Ottómana til að draga úr völdum soldánsins en aðeins var þó unnt að takmarka þau að mjög litlu leyti.

 

Soldáninn gat eftir sem áður lýst yfir stríði án þess svo mikið sem að ráðfæra sig við þingið og gat að sama skapi valið sér nýja ráðherra. Þá þurfti hann jafnframt að samþykkja öll ný lög.

 

Þegar fram liðu stundir fór Abdülhamid að verða leiður á umbótatillögum þingmannanna og árið 1878 gafst honum svo tækifæri til að ógilda stjórnarskrána.

 

Hann notfærði sér þá ástæðu að Ottómanar hefðu tapað enn einni styrjöldinni, að þessu sinni gegn Serbum og Rúmenum sem Rússar studdu eftir að þeir slitu sig lausa frá stórveldinu árið 1878 og óánægjan kraumaði í Konstantínópel.

 

Þeir þingmenn sem settir höfðu verið af mynduðu leynilegar stjórnarandstöðufylkingar sem biðu þess að rétti tíminn kæmi svo þeir gætu komið á lýðræði í Ottómanveldinu.

 

Blóðbað olli reiði í Evrópu

Stórveldið hélt áfram að molna undir einræðisstjórn Abdülhamids. Frakkar lögðu Túnis undir sig árið 1881 og ári síðar náðu Bretar Egyptalandi á sitt vald til þess að tryggja að þeir gætu siglt óhindrað um Súesskurðinn til Indlands.

 

Þá sjaldan þeim tókst sjálfum að halda í hluta af heimsveldi sínu stóð ekki á stórveldunum í Evrópu sem gagnrýndu allt framferði Ottómana.

Árið 1876 í búlgarska Batak-héraðinu voru að minnsta kosti 5.000 óbreyttir borgarar myrtir - þar á meðal konur og ungabörn. Fjöldamorðin áttu að fæla margar þjóðir á Balkanskaga frá því að gera uppreisn.

Árið 1903 lögðu Ottómanar eld að 200 þorpum uppreisnarmanna og brenndu þau til grunna, auk þess sem þeir slátruðu níu þúsund óbreyttum borgurum á hálendi Makedóníu. Blóðsúthellingarnar voru svo skelfilegar að þær hrintu af stað mótmælaöldu meðal Ottómananna sjálfra.

 

Þessi ódæðisverk höfðu þau áhrif að margir liðsforingjar hersins fóru að efast um soldánsstjórnina. Þeir gengu í leynileg stjórnmálasamtök sem kölluðu sig Ungtyrki. Samtökin létu sig dreyma um nútímalegt, lýðræðislegt stórveldi Ottómana.

 

Fimm árum síðar stóðu Ungtyrkirnir fyrir uppreisn innan hersins. Stöðugt fleiri gengu til liðs við þá og í júlí árið 1908 lögðu byltingarsinnarnir Konstantínópel undir sig. Þaðan í frá varð soldáninn Abdülhamid að láta sér nægja að vera puntudúkka í ríkisstjórninni því hið endurheimta þing ríkisins fór með öll völdin.

 

Boðað var til fyrstu lýðræðislegu kosninganna í 600 ára sögu Ottómanveldisins í desember árið 1908.

Byltingu Ungtyrkja var mætt með misheppnuðu valdaráni. Alls 200 af leiðtogum valdaránsins voru hengdir á götum úti í Konstantínópel.

Valdarán Ungtyrkjanna naut einungis stuðnings ungra liðsforingja, embættismanna og menntamanna en var algerlega óásættanlegt í augum margra annarra.

 

Í trúarlegum hópum var litið á valdaránið sem „umbreytingar trúleysingja“ og ári síðar gengu íslamskir menntamenn, ásamt þúsundum reiðra múslíma, um göturnar í Konstantínópel og hrópuðu slagorð á borð við „Við viljum lög íslams!“

 

Soldáninn studdi mótmælendurna en svo fór að herinn barði niður nýja valdaránið. Alls 200 þeirra andstæðinga sem höfðu haft sig mest í frammi voru dæmdir til dauða. Herinn lét reisa gálga hingað og þangað á götum höfuðborgarinnar, almenningi til viðvörunar og þar voru þeir dauðadæmdu hengdir fyrir augum áhangenda sinna.

 

Ríkið glataði Balkanskaga

Ungtyrkirnir steyptu uppreisnargjarna soldáninum af stóli og settu á valdastól hálfbróður hans, Mehmed 5.

 Lýðræðisvæðing Ottómanveldisins hafði hvorki í för með sér frið né aukna velmegun, líkt og hin nýja ríkisstjórn hafði bundið vonir við. Stjórnmálaflokkur Ungtyrkjanna, CUP, laut í lægra haldi í kosningunum og varð að láta sér nægja að vera í stjórnarandstöðu.

 

Ottómanar biðu aftur lægri hlut í stríði sem var háð árið 1912 þegar bandalag Balkanskagalanda (Búlgaría, Serbía, Grikkland og Montenegró) lagði undir sig síðustu landareignir Ottómana í Evrópu auk Krítar og niðurlægingin olli því að blóðið kraumaði í æðum Ungtyrkjanna.

 

Þeir réðust til atlögu við stjórnarbyggingarnar og skutu varnarmálaráðherrann.

LESTU EINNIG

Eftir valdaránið leystu Ungtyrkirnir sjálfir upp það lýðræði sem þeir höfðu barist fyrir. Þess í stað varð CUP eini leyfilegi stjórnmálaflokkur landsins og stjórnarandstöðunni var allri varpað í fangelsi eða hún send í útlegð.

 

Heimsstyrjöld markaði endalok stórveldisins

Ungtyrkir lýstu því yfir að Ottómanveldið væri einungis ætlað múslímum og að kristnir mættu hvorki kaupa þar fasteignir né heldur eiga skotvopn.

 

Enginn þorði því að hreyfa við mótmælum þegar CUP tók þá ákvörðun árið 1914 að eina leiðin til að endurheimta stórveldið væri að taka þátt í fyrri heimsstyrjöld og berjast með Þjóðverjum, Austurríki-Ungverjalandi og Búlgaríu.

 

Her Ottómana var einfaldlega í molum. Með því að fórna 250.000 hermönnum tókst her þeirra að bera sigur úr býtum í orrustunni um Gallipoli árið 1915 og koma þannig í veg fyrir að Bretum tækist að koma her sínum á land og komast landleiðina til Konstantínópel.

 

Þessi sigur nægði þó ekki til að leyna þeirri staðreynd að Ottómanar höfðu neyðst til að hörfa frá Kákasus og Mið-Austurlöndum.

Síðasti sultan Tyrkjaveldis fór í útlegð í nóvember 1922.

Þegar heimsstyrjöldinni lauk árið 1918 höfðu Bretar, Frakkar og Grikkir lagt undir sig Ottómanveldið og hernumið Konstantínópel. Ottómanar neyddust til að undirrita hinn svokallaða Sèvres-sáttmála sem skipti heimsveldinu á milli sigurvegara styrjaldarinnar og hjuggu meira að segja vænan skerf af Litlu-Asíu, upprunalandi Ottómana.

 

Ákveðið var að strandlengjan frá Bospórussundi til Miðjarðarhafs skyldi vera alþjóðlegt svæði sem lyti stjórn sigurvegara stríðsins. Smyrna (Izmir í dag) og heilmikið upplendi féllu Grikkjum í skaut en þeir hinir sömu notuðu tækifærið til að leggja undir sig vesturströnd Litlu-Asíu, þar sem grísku borgríkin hafði verið að finna einum 2.500 árum áður.

 

Evrópubúar voru örmagna eftir fjögurra ára blóðuga heimsstyrjöld og þegar leifarnar af her Ottómana gripu til vopna til að hrekja Grikki á brott árið 1919, hreyfði umheimurinn hvorki legg né lið. Svokölluð bráðabirgðastjórn barðist fyrir því frá Ankara að tyrkneskumælandi hluti Ottómanveldisins eignaðist landsvæði sem þeir kölluðu Tyrkland.

 

Í forsvari fyrir ríkisstjórn þess var stríðshetjan frá Gallipoli, Mustafa Kemal hershöfðingi (sem síðar varð þekktur undir heitinu Atatürk).

Mustafa Kemal Atatürk, í gráum jakkafötum, tók völdin eftir fall soldánsins.

Atatürk stjórnaði Tyrklandi með harðri hendi

Stríðshetjan Atatürk sameinaði Tyrkland nútímans. Sem stjórnarleiðtogi hugðist hann breyta landinu í evrópskt nútímaríki en hann hélt raunar aleinn um stjórnartaumana.

 

Mustafa Kemal hófst handa við að skapa nútímaríki í Tyrklandi frá og með árinu 1923. Hann hrinti í framkvæmd ýmsum umbótum sem fyrsti forseti landsins og leiðtogi „lýðræðislega þjóðarflokksins“.

 

Konum var veittur kosningaréttur og öðluðust rétt til að stunda nám. Metrakerfið var innleitt og latneskir bókstafir leystu af hólmi arabíska letrið. Veraldlegir dómstólar komu í stað trúarlegra, bannað var að ganga með slæðu, auk þess sem fjölkvæni var bannað og refsað fyrir það með fangelsisdómi.

 

Forsetinn bannaði svokallaðar tyrkjahúfur sem hann sagði ekki hæfa vestrænu ríki. Íhaldssamir borgarar urðu lítt hrifnir en skattalækkanir til handa fátækum bændum gerðu það engu að síður að verkum að margir aðhylltust forsetann. Árið 1934 heiðraði þing landsins Kemal og veitti honum titilinn „Atatürk“, sem þýðir „faðir Tyrkjanna“.

 

Kemal var í raun réttri einráður allt til dauðadags árið 1938, því forsetinn var þeirrar skoðunar að Tyrkir væru ekki tilbúnir fyrir lýðræði. Það var svo ekki fyrr en árið 1946 sem flokkurinn fór að slaka á taumunum í því skyni að vesturlandavæðast og þá voru einnig leyfðir fleiri en einn stjórnmálaflokkur.

Næstu þrjú árin tókst Ottómönum að sigra gríska herinn og þvinga Breta, Frakka og Ítali til að sleppa tökunum á Konstantínópel.

 

Soldáninn fór með geldinga sína

Bráðabirgðastjórnin leysti Ottómanveldið upp opinberlega hinn 1. nóvember árið 1922 og sendi þar með síðasta soldáninn, af þeim alls 36 sem þar höfðu ríkt, í útlegð.

 

Hann yfirgaf Konstantínópel ásamt fimm eiginkonum sínum, tveimur geldingum og rakara sínum. Ári síðar kunngjörði Mustafa Kemal Atatürk stofnun hins tyrkneska lýðveldis en um var að ræða einsflokksríki sem hann sjálfur var forseti yfir.

Lesið meira um fall Ottómanveldisins

Erik J. Zürcher: The Young Turk Legacy and Nation Building: From the Ottoman Empire to Atatürk’s Turkey, I.B. Tauris, 2010

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NATASJA BROSTRÖM & JANNIK PETERSEN

© CCI/Bridgeman Images & Shutterstock. © Turkish General Staff/Wikimedia Commons. © Édouard Hue/Wikimedia Commons & Shutterstock. © Personal Archive of Abdulhamid II/Wikimedia Commons. © W. & D. Downey/Wikimedia Commons & Shutterstock. © Library of Congress/Wikimedia Commons & Shutterstock. © Antoni Piotrowski/Wikimedia Commons. © Resimli Kitab Dergisi/Wikimedia Commons.

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Vinsælast

1

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

6

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

1

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

2

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

3

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

6

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Tækni

Allir vildu eiga pýramída

Maðurinn

Svo hættuleg er loftmengun fyrir lungun

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Þegar ég skoða laufblöð trjáa tek ég eftir því hversu ólík þau eru í raun og veru. Er það tilviljun eða hefur lögun blaðsins hlutverk?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is