Hermaður lifði af sjö kílómetra fall

Í síðari heimsstyrjöld þóttust þeir heppnir sem lifðu af árásarleiðangra í sprengjuflugvélum yfir þýsku yfirráðasvæði. Ung skytta að nafni Alan Magee hafði svo sannarlega heppnina með sér.

BIRT: 02/09/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Á árunum milli 1939 og 1945 fórust yfir 100.000 bandamannaáhafnir í bardögum í loftrými yfir Evrópu. Alan Magee frá New Jersey, 24 ára að aldri, hefði mæta vel getað verið í hópi hinna látnu ef lánið hefði ekki leikið alveg ótrúlega vel við hann.

 

Hinn 3. janúar 1943 var hann um borð í B-17 Fljúgandi virki með stefnuna á Saint-Nazaire í Frakklandi. Þar var Bandaríkjamönnum ætlað að sprengja upp þýskt vopnabúr. Magee var skytta og sat í hnipri í plexíglerkúpli sínum undir búk vélarinnar þegar allt í einu var skotið á flugvélina úr loftvarnarbyssum.

Magee sat í plexíglerkúpli sínum þegar skot hæfðu flugvélina. Franskt glerþak varð honum til bjargar. Einungis tveir af níu manna áhöfn héldu lífi.

Hann flýtti sér að skáskjóta sér út úr kúplinum og komst upp í búk flugvélarinnar sem logarnir sleiktu. Skyttan unga hugðist setja á sig fallhlíf en komst að raun um að sprengjubrot hefðu tætt hana í sundur.

 

Þegar enn ein sprengjan hæfði flugvélina missti Magee meðvitund. Í 6.700 metra hæð fór flugvélin í spuna með Magee og tvær þriggja tonna sprengjur innanborðs. Meðvitundarlaus skyttan hefur sennilega kastast út úr skrokk vélarinnar í gegnum gat á búknum. Ferskt loftið vakti hann og Magee fylltist ofsahræðslu þegar hann áttaði sig á að hann var í frjálsu falli.

 

„Góði guð, láttu mig ekki deyja“, bað hann áður en hann missti aftur meðvitund.

 

Glerþak dró úr fallinu

Örfáum andartökum síðar heyrðist hrikalegur hávaði í gjörvöllum bænum Saint-Nazaire þegar glerþakið á lestarstöð bæjarins mölbrotnaði. Sjónarvottar komu auga á ungan hermann hangandi uppi í þaksperrunum. Öllum til mikillar undrunar var ungi maðurinn með lífsmarki.

Saint-Nazaire lestarstöðin tók á móti þýskum vöruflutningalestum með skotfæri í stríðinu. Því var byggingin með glerþakinu síðar sprengd.

Magee var fluttur til setuliðslæknisins í snarhasti og sá annaðist hann. Hægri handleggur Bandaríkjamannsins hékk hálfvegis laus frá búknum, hann var með innri blæðingar, hafði fengið í sig alls 28 sprengjubrot og var með nokkur beinbrot.

 

Þýska lækninum tókst að bjarga lífi Bandaríkjamannsins sem varði því sem eftir lifði styrjaldarinnar sem stríðsfangi. Alan Magee lést 84 ára gamall árið 2003.

BIRT: 02/09/2023

HÖFUNDUR: SØREN FLOTT

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Library of Congress. © USAAF/Wikimedia Commons. © Léopold Verger & Cie (L.V. & Cie) Paris/Wikimedia Commons

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is