Lifandi Saga

Siðgæðislögga BNA lýsti yfir stríði gegn greddunni 

Djarfar bækur, kynlífsleikföng og magadans voru m.a. skotmörk póstlöggunnar Comstocks. Undir lok 19. aldar leggur siðgæðislögga hans hald á 30.000 dildóa – og knýr margar konur til að fremja sjálfsmorð.

BIRT: 30/07/2023

Anthony Comstock dregur kragann upp yfir þykka og tilkomumikla rauða barta sína þannig að enginn á samkomunni taki eftir honum. Þessi 33 ára gamli fyrrum hermaður úr borgarastríðinu er vel þekktur í bandarísku samfélagi, þar sem hann hefur í bráðum fimm ár barist hatrammlega gegn öllu sem hann kallar „klámfengið, óábyrgt og lostafullt“ atferli.

 

Frá því að svonefnd Comstock-lög voru tekin í gildi árið 1873 hefur verið ólöglegt að senda svonefnt kynferðislegt efni með póstinum og vopnuð þessum lögum getur póstlöggan núna opnað alla pakka og handtekið lögbrjótana.

 

Starfs síns vegna er Comstock mættur til Boston, Massachussetts, þann 2. nóvember 1877, þar sem bókaútgefandinn Esra Haywood heldur fyrirlestur um „kynferðislegan sjálfsákvörðunarrétt“.

 

Comstock hefur um langt skeið óskað þess heitast að geta komið Haywood á bak við lás og slá fyrir syndamlegar hugsanir hans um náttúrulegan losta – og ekki er langt síðan agentinn hefur staðið útgefandann að því að senda frá sér klámfengnar bækur.

„Þetta var of viðurstyggilegt – ég neyddist til þess að yfirgefa samkomuna með hraði“

Anthony Comstock eftir að hann sótti fyrirlestur um ást utan hjónabands.

Vopnaður handtökuheimild kemur Comstock sér fyrir í salnum. Þaðan getur hann séð „lostann lýsa úr hverju andliti“ hjá áheyrendum meðan skammarleg orð eins og „penis“ og „kynferðislegt samneyti“ heyrast úr pontunni.

 

„Þetta var of viðurstyggilegt – ég neyddist til þess að yfirgefa samkomuna með hraði“, skráði agentinn síðar í dagbók sína. Þegar fyrirlesturinn er búinn fylgir Comstock Haywood eftir baksviðs. Útgefandinn er ósáttur og vill ekki fylgja honum en Comstock tekur í hnakkadrambið á honum og dregur hann með sér niður tröppurnar. Póstlöggan kastar fanga sínum inn í hestvagn og sendir syndaselinn í næsta fangelsi borgarinnar.

 

„Flagari djöfulsins er nú loksins í haldi“, segir þessi hugumprúði siðferðisriddari póstþjónustunnar hróðugur.

 

Comstock hefur nú náð enn einum afbrotamanni en hann veit sem er að það eru óendanlega margir aðrir með lostafullar hugsanir þarna úti. Frá 1873 til 1915 er hann vakinn og sofinn í því að leita uppi hneyksanleg skrif og myndir og póstagentinn hyggst ekki hætta þessu starfi sínu fyrr en öllum „kynlífsbrjálæðingum“ verður refsað.

„Herra. dómari, þessi kona fæddi nakið barn!" segir Comstock í þessari ádeiluteiknimynd frá 1915.

Comstock flutti til syndabælið

Anthony Comstock ólst upp á afar trúarheitu bændabýli í New Canaan Connecticut þar sem móðirin las daglega upp úr Biblíunni og á sunnudögum sóttu allir fjölskyldumeðlimir kirkju.

 

Fyrirlitningu á öllu kynferðislegu efni fékk hann með móðurmjólkinni og guðræknin fylgdi Comstock þegar hann skráði sig inn í her sambandssinna í bandarísku borgarastyrjöldinni 1863. Þegar viskíflaskan gekk manna á milli við varðeldinn hellti Comstock skammti sínum á jörðina í stað þess að gefa vínið. Þannig fékk hann brátt marga upp á móti sér en honum var slétt sama.

 

„Get ég fórnað prinsippum mínum og samviskunni fyrir vinsældir? ALDREI!“ skrifaði hann í dagbók sína.

 

Fyrir Comstock var alkóhól rétt eins og kynferðislegar fýsnir, prófraun sem manneskjan varð að standast. Þess vegna fylltist hann hneykslan þegar hann, 22 ára gamall flutti til New York til að leita sér vinnu. Ungir karlmenn í milljónaborginni sóttust í erótískar myndir og bækur og á börunum döðruðu þjónustustúlkurnar sífellt við viðskiptavinina.

 

Ungmenni stunduðu kynlíf utan hjónabands á meðan vafasamar týpur seldu í leyni „sárasóttarpoka“ – smokka – og svokallaðar dömuhlífar (hettuna) og sprautur til að koma í veg fyrir sjúkdóma og þungun.

19. aldar getnaðarvörn samanstóð venjulega af svampi eða leðurhettu.

Í kristnu ungmennasamtökunum Young Men´s Christian Association (YMCA) fann Comstock ríkan stuðning til að berjast gegn þessum ósóma í New York. Samtökin tengdust mörgum valdamiklum manneskjum, einkum stjórnmálamönnum.

 

Þegar árið 1868 tókst Comstock og YMCA að þvinga lög í gegn í borginni sem bönnuðu útstillingar, sölu og auglýsingar á „sérhverri klámfenginni og óábyrgri bók“ sem náði einnig til bæklinga og djarfra mynda. Bækur um viðfangsefni eins og fóstureyðingar og getnaðarvarnir voru þannig taldar óásættanlegar.

 

Eftir mikla baráttu samþykkti bandaríska öldungadeildin árið 1873, löggjöfina „Act of Obscene Litterature and Articles of Immoral Youths“ sem síðan gekk undir nafninu Comstock-lögin. Nú skyldu allir landsmenn finna leiðina aftur til sómakærs lífs.

New York Society for the Suppression of Wives (NYSSW) var stofnað af Comstock árið 1873 og lifði allt fram til 1950, löngu eftir andlát hans.

Póstsendingar vaktaðar

Ulysses S. Grant hafði varla undirritað þessi nýju lög þegar Comstock var mættur í fararbroddi til að viðhalda þessum nýju lögum. Hann var með heilan her í liði með sér til þess að rannsaka, leggja hald á og jafnvel handtaka menn fyrir ósómann. Fyrir sérhvern handtekinn mann fékk viðkomandi helming af sektargreiðslunni.

 

Comstock var einkum ánægður með að hann hafði nú vald til að lesa póstsendingar landsmanna sinna því þeir gátu jú með póstinum sent frá sér klámfengið efni „með leynd“.

 

Í hvert sinn sem snuðrarar Comstock gáfu honum vísbendingu um manneskju sem sendi klámfengið efni eða óábyrgar bækur með póstinum reif hann upp bréfið eða pakkann til að fella afbrotamanninn. Allar slíkar myndir og bækur voru jafnan brenndar.

„Hann var með viðurstyggilega klámfengna fígúru – risastórt typpi inni í símaklefa.“

Comstock um skelfilega innsetningu sem hann sá á bar í Brooklyn.

Hann og siðferðislögregla hans fóru jafnan að blaðsölustöndum til að kanna nánar hvort tímarit og dagblöð væru að prenta eitthvað óviðurkvæmilegt. Þegar vorið 1873 var dagblöðum eins og The New York Herald og The Sun fyrirskipað að fjarlægja auglýsingar fyrir ljósmæður, því að mati Comstock voru þær klúrar.

 

Barir og hótel voru einnig vöktuð og hald lagt á ósiðsama hluti. Ef hlutur minnti á typpi var hann fjarlægður og hjá einum bareiganda í Brooklyn mætti Comstock óhugnanleg sýn.

 

„Hann var með viðurstyggilega klámfengna fígúru – risastórt typpi inni í símaklefa. Hann vildi stilla þessu ógeðslega fyrirbæri út til að draga að sér viðskipti eða tiltekna viðskiptavini“, sagði agentinn.

 

Verslun með djarfar myndir fór þó fram í leynum milli manna til þess að forðast sektir. Comstock og hans menn þurftu nú að nýta sér lævíslegri aðferðir til að lokka lögbrjótana úr felum. Þeir fóru inn í sjoppur og til rakara sem oft stóðu fyrir slíkri ólöglegri sölu og spurðu eftir nektarmyndum. Ef t.d. sjoppueigandinn bauð þeim sígarettupakka með djörfum myndum inni í var syndaselurinn snimmhendis handtekinn.

LESTU EINNIG

Sömu taktík nýtti Comstock árið 1877 þegar hann handtók bókaútgefandann Esra Haywood. Agentinn hafði undir fölsku nafni sent honum bréf og hrósað vinnu hans sem talsmanns kynferðislegs frelsis. Við sama tækifæri bað Comstock um að fá sendar tvær bækur með póstinum – klámfengnar bækur.

 

Þegar Comstock tók á móti bókunum gat hann sjálfur handtekið Haywood í Boston. Dómstóll dæmdi útgefandann í tveggja ára fangelsi og sektaði hann um hundrað dali.

Comstock óttaðist gínur og bækur um læknisfræði

Í næstum 50 ár hataðist Anthony Comstock við allt sem hann taldi ósiðlegt. Jafnvel gínur og kennslubækur í læknisfræði og líffræði voru klúrar í hans huga.

Dildó eitraði sálina

Comstock sagði „gúmmífyrirbærið með ósiðlegu endamiði“ vera einn lið í „sjálfseitrun kvenna“. Dómstólar töldu hann hafa á réttu að standa og dæmdu dildóasala í sektir. Hann lagði alls hald á 30.000 slíka.

Læknabækur undir smásjá

„Leiðin að vændishúsum liggur í gegnum bækur“, sagði Comstock. Hann leitaði ekki aðeins eftir djörfum sögum heldur einnig námsbókum. Jafnvel bækur um líffærafræði fengu ekki náð hjá póstþjónustunni.

Magadans var úrkynjun

Við heimssýninguna í Chicago 1893 sá Comstock „skammarlegt dæmi um siðferðilega úrkynjun“ þegar hann horfði á magadans. Ákveðið var að dansarar mættu ekki vera í hálfgagnsæjum klæðum.

Engin typpi á akademíunni

Árið 1906 reyndi Comstock að láta banna nektarmyndir við listaháskóla. Honum fannst það óhugnanlegt að nemendur væru að teikna nakta líkama – einkum ef ungar konur þyrftu að horfa á typpi. Dómstóll vísaði þó málinu frá.

Gínur leiða menn í ógöngur

Á síðustu tíu árunum blés Comstock til sóknar gegn gínum sem voru með korselett og magabelti í búðargluggum. Hann vildi láta banna allt þetta í öllu landinu en mistókst ætlunarverk sitt.

Konur lenda í klóm Comstock

Meðan Comstock leitaði helst uppi karlmenn á fyrstu árunum beindist athygli hans eftir handtöku Esra Haywood nú að svonefndum free lovers sem töldu, rétt eins og Haywood, að ríkið ætti ekki að vera að skipta sér að kynferðislegu lífi fólks.

 

„Þetta eru veikgeðja, latar, duglausar og spilltar týpur, lausar við allt almennilegt siðferði,“ lýsti Comstock yfir sem taldi jafnframt að slíkt fólk „ætti heima í svínastíu“.

 

Kvenréttindaforkólfurinn Sara Chase sem hélt fyrirlestur um kynhneigð var ein þeirra. Árið 1878 handtók agentinn hana fyrir að selja sprautu sem auk þess að hindra sjúkdóma mátti nýta sem getnaðarvörn. Chase slapp þó við refsingu þar sem ekki tókst að sanna að hún hefði selt slíka sprautu til lauslátra kvenna. Til þess að hæðast að þessum alræmda laganna verði markaðssetti Chase eftir þetta sprautuna undir nafninu „Comstock-sprautan“.

Ann Trow Lohman, betur þekkt sem Madame Restell, var þekkt fyrir að framkvæma fóstureyðingar í Bandaríkjunum. Hún var handtekin nokkrum sinnum og sögð vera morðingi í blöðum.

Konur með minni myndugleika en Chase létu þó oft bugast undan heiftúðugum árásum Comstocks. Hin 65 ára gamla Ann Trow Lohman sem hjálpaði konum við fóstureyðingar fékk árið 1878 heimsókn af ábúðarfullum manni sem hún þekkti ekki. Herrann – Comstock í dulargervi – óskaði eftir getnaðarvörn til þess að eiginkona hans yrði ekki ólétt. Konan varð við þessari bón og seldi honum nokkrar pillur og mixtúru.

 

Viku síðar dúkkaði maðurinn aftur upp í fylgd tveggja lögregluþjóna og tveggja blaðamanna til að handtaka Lohman.

 

„Það sem ég kvíði fyrir morgundeginum“ sagði hún við tengdason sinn daginn áður en hún átti að mæta fyrir rétti.

 

Ótti Lohmans við að eyða síðustu ævidögum sínum í fangelsi var svo mikill að hún svipti sig lífi þessa sömu nótt.

 

Sjálfsmorð þetta skipti engu máli fyrir heittrúaða bandamenn Comstocks á hægri væng stjórnmálanna. Vissulega voru aðferðir hans óheflaðar en árangurinn talaði sjálfur fyrir máli sínu.

 

Árið 1893 hafði hann látið dæma meira en 1.000 Bandaríkjamenn, hald var lagt á 800.000 klámfengnar myndir og um 100.000 fyrirbæri af vafasömum karakter voru eyðilögð.

Undir stjórn J. Edgar Hoover (t.h.) rannsakaði FBI Hollywood kvikmyndir í leit að vafasömu efni.

Lögin hrelldu í 100 ár

Þrátt fyrir að Comstock hafi dáið árið 1915 tók hann ekki lögin með sér í gröfina. Ritskoðunarstefna hans lifði áfram í hálfa öld og ekki minni maður en forstjóri FBI, J. Edgar Hoover nýtti sér aðferðir hans.

 

Þegar Anthony Comstock lést hafði hann glatað hluta af völdum sínum í bandarísku samfélagi. Engu að síður tók það meira en hálfa öld fyrir ritskoðun hans að líða undir lok.

 

Ekki einungis lifðu Comstock-lögin í áratugi með ákaflega litlum tilslökunum – forstjóri FBI, J. Edgar Hoover, nýtti sér einnig aðferðir Comstocks. Sem ungur laganemi hafði Hoover fengið innblástur hjá póstmeistaranum og þegar hann var forstjóri FBI sá hann í hendi sér að vöktun samskipta væri mikilvægt verkefni til að stjórna landinu. Hoover styrkti þessa aðferðafræði þegar hann tók að hlera samtöl manna.

 

Með tímanum jókst andstaða gegn Comstock-lögunum. Upp úr 1950 kom Hugh Hefner fram með Playboy tímarit sitt en þrátt fyrir að póstþjónustan hafi í fyrstu lagt hald á blöðin vegna klámfengins innihalds, kærði Hefner póstþjónustuna og vann. Dómurinn varð náðarhöggið fyrir ritskoðunarstefnu póstsins.

 

Það var þó fyrst árið 1972 sem lög Comstocks voru afnumin þegar síðustu takmarkanir á getnaðarvörnum þóttu stríða gegn stjórnarskránni af bandaríska hæstaréttinum.

Comstock felldur af stalli

Meðan Comstock hafði í upphafi leitað uppi fólk á botni samfélagsins stigu völdin honum smám saman til höfuðs og frá lokum 19. aldar gat yfirstéttin einnig fundið fyrir andardrætti hans á hnakkanum. Jafnvel fínustu listagalleríin voru ekki örugg fyrir heimsóknum Comstock sem reif niður óábyrgar myndir af veggjunum. En þessi framganga hans átti eftir að verða honum að falli. Yfirstéttin – sem lifði eftir sínum eigin siðareglum – kærði hann og þessi varðmaður siðgæðisins missti nú pólitískan stuðning margra manna.

 

Árið 1913 staðhæfði Passiac Daily News dagblaðið í New Jersey að Comstock „hefði gert sig svo oft að atlægi í borginni að þessir herleiðangrar hans vekja enga athygli lengur. Skopmyndateiknarar stilltu honum upp sem munki og fólk skemmti sér við að uppnefna hann „heilagan Anthony“.

Þessi stöðuga bannstefna Comstocks gerði hann að athlægi í pressunni. Hér er hann sýndur sem munkur sem er hræddur við gínur.

Árið 1915 lét hinn 71 árs gamli Comstock loks af störfum og þremur mánuðum síðar dó hann úr lungnabólgu. Samkvæmt honum sjálfum hafði hann eftir 42 ára starf á póstinum lagt hald á meira en 160 tonn af klámfengnum bókum og öðru efni og látið dæma 2.740 manns í samanlagt 566 ára fangelsi.

 

Það að 15 þeirra sem handteknir voru hafi framið sjálfsmorð snerti Comstock ekki neitt – í einni ársskýrslu skrifaði hann að þegar hann hafi heyrt um andlát þeirra var það eins og að „lesa klámsögu“.

Lesið meira um Anthony Comstock

  • Amy Sohn: The Man Who Hated Women, Farrar, Straus and Giroux, 2021

 

  • Amy Werbel: Lust on Trial, Columbia University Press, 2018

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: TROELS USSING , BUE KINDTLER-NIELSEN

© Charles Gallaudet Trumbull & Shutterstock. © Granger/Shutterstock/Ritzau Scanpix. © Wellcome Images & Shutterstock. © New York Society for the Suppression of Vice & Shutterstock. © Science & Society Picture Library/Getty Images. © Faneuil Dunkin Weisse & Shutterstock. © University og Washington. © Granger/Shutterstock/Ritzau Scanpix. © Pinterest.co.kr/Michelle T. © Amcaja/Wikimedia Commons. © Bettmann/Getty Images. © Louis M. Glackens. © Édouard-Henri Avril.

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.