Hömlulaus dóttir gerði forsetann æfan

Roosevelt varð að viðurkenna að auðveldara væri að stjórna BNA en dóttur sinni.

BIRT: 20/09/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Theodore Roosevelt var einn harðskeyttasti forseti BNA og mikill ævintýramaður.

Ein manneskja skelfdi hann þó öðrum fremur: Dóttirin Alice.

 

Árið 1901, þegar Roosevelt varð forseti, var Alice aðeins 17 ára en hún varð eitt helsta umtalsefni þjóðarinnar á mettíma.

 

Forsetadóttirin hunsaði nefnilega allar hefðir. Hún sótti stíft í skemmtanir og reykti og tuggði tyggigúmmí opinberlega.

 

Samkvæmt talningu náði hún á 15 mánuðum að taka þátt í 300 skemmtunum, 350 dansleikjum og 407 matarveislum. 

Alice Roosevelt hafnaði hefðum samtímans.

Þegar hún var ekki að skemmta sér, ók hún um á hraðskreiðum bílum eða spilaði póker. Í tösku sinni var hún alltaf með hníf og gæludýr en það var slangan Emely sem hringaði sig oft um handleggi stúlkunnar.

 

Á ferðalagi til Japan stökk Alice eitt sinn alklædd út í sundlaug skipsins og fékk einn þingmann til að leika það eftir. Á fundi einum í Hvíta húsinu greip hún hvað eftir annað fram í fyrir föður sínum sem endaði á að hrópa í örvæntingu: 

 

„Ég get annað hvort stjórnað þessu landi eða Alice en ég get ekki gert hvort tveggja!“

BIRT: 20/09/2022

HÖFUNDUR: Niels-Peter Granzow Busch

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Universal History Archive/Getty Images. © PhotoQuest/Getty images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is