Lifandi Saga

Hundur felldi glæpakónginn í París

Á 18. öld úði og grúði af glæpamönnum í París en enginn var frakkari en glæpaleiðtoginn Cartouche. Hvorki almennir borgarar, prestar né lögreglan sjálf voru óhult þegar ræningjakóngurinn lét til skarar skríða.

BIRT: 05/09/2023

Strangur agi þótti sjálfsagður í jesúítaskólanum College de Clermont í miðborg Parísar en eitt vetrarkvöld árið 1704 ríkti ringulreið í svefnsalnum.

 

28 drengir hlupu fram og aftur og leituðu árangurslaust að nátthúfunum sínum sem voru bráðnauðsynlegur búnaður á köldum vetrarnóttum. Á endanum neyddust drengirnir til að skríða húfulausir undir teppin. Þeim var fullljóst að þeir fengju skömm í hattinn.

 

En þar sem þeir voru lagstir upp í rúmin sín tóku þeir eftir því að einn í hópnum var með sína húfu. Hann dró hana vel niður yfir eyrun áður en hann lagðist til svefns. Þegar kennari var kallaður til upplýsti strákurinn hiklaust að ekki aðeins hefði hann stolið nátthúfum hinna strákanna, heldur hefði hann fleygt þeim.

„Þótt þú verðir jafngamall og Metúsalem, verður þú aldrei sterkari, kjarkmeiri eða snjallari en þú ert núna“.
Parísarþjófur, árið 1711

Nátthúfuþjófnaðurinn markaði upphaf glæpaferils hins 11 ára gamla Louis Dominique Garthausen sem var sonur vínkaupmanns.

 

Undir nafninu Cartouche sem var frönsk aðlögun Garthausen-nafnsins, átti hann eftir að verða óumdeildur ræningjakóngur í París.

 

Paradís þjófanna

Skömmu eftir nátthúfustuldinn yfirgaf Cartouche skólann og tók að leggja lag sitt við brotamenn í undirheimum Parísar. Hann ávann sér fljótlega virðingu fyrir hugrekki og kænsku.

 

„Þótt þú verðir jafngamall og Metúsalem, verður þú aldrei sterkari, kjarkmeiri eða snjallari en þú ert núna,“ sagði aldraður þjófur við Cartouche þegar hann var 18 ára.

 

Skömmu síðar var Cartouche orðinn leiðtogi eigin ræningjaflokks með um 200 meðlimi.

„Annars sting ég þessum eitraða rýtingi inn milli rifja þér, svo sannarlega sem ég er Cartouche.“
Louis Dominique Garthausen (Cartouche) um 1720.

Ræningjaflokkurinn hafði í nógu að snúast. Á tíma sólkonungsins, Loðvíks 14. var Frakkland öflugasta stórveldi Evrópu og París var næststærsta borg álfunnar.

 

Borgarastéttin rakaði saman peningum og það veitti Cartouche og kumpánum hans gullin tækifæri. Hvað eftir annað brutust þeir inn hjá einhverjum hinna nýríku borgara og rændi hvers kyns verðmætum. Þeir víluðu heldur ekki fyrir sér manndráp í þessu samhengi og jafnvel kirkjunnar menn voru ekki öruggir.

 


Dag nokkurn rændi Cartouche ábóta nokkurn og notaði tækifærið til að ginna lögregluna. Henni barst nafnlaust bréf, þar sem sagði að Cartouche hefði myrt ábótann og væri nú sjálfur í gervi hans.

 

Lögreglan kokgleypti þessa beitu og þegar ábótinn kom til að tilkynna ránið var honum umsvifalaust stungið í fangelsi. Það liðu margir dagar þar til lögreglan áttaði sig á mistökunum.

 

Krafðist verðlaunanna sjálfur

Þegar lögreglan hét verðlaunum hverjum þeim sem gæti haft hendur í hári Cartouches, vakti það honum síður en svo nokkurn ugg. Hann birtist sjálfur á lögreglustöðinni til að sækja verðlaunaféð.

 


Þegar lögreglustjórinn reyndist ófús til að reiða peningana af hendi, dró Cartouche upp rýting sinn og skipaði lögreglustjóranum að borga: „Annars sting ég þessum eitraða rýtingi inn milli rifja þér, svo sannarlega sem ég er Cartouche.“

 


Lögreglustjórinn greiddi nú verðlaunaféð án frekari andmæla.

 

Þegar lögreglunni tókst svo loksins að hafa hendur í hári Cartouches, tókst honum að flýja úr fangelsinu með því að komast niður í víðfeðmt holræsakerfi borgarinnar. En nú var lukkan ekki lengur með honum í liði.

 


Þegar hann gróf sig upp og lenti í stofu kistilsmiðsins tók geltandi hundur á móti honum. Húsráðandi lét kalla lögregluna til og Cartouche var lagður í hlekki.

Sverð stöðvar flóttann

1. Flótti endar í stofunni

Cartouche hefur sloppið úr klefanum með því að grafa sig niður í holræsakerfið. Þegar hann grefur sig upp, lendir hann í stofu kistlasmiðs.

 

2. Þjónustustúlka kemur að honum

Hávært gelt fjölskylduhundsins vekur stofustúlkuna sem strax fer á vettvang. Skelfingu lostin horfist hún í augu við strokufangann.

 

3. Cartouche haldið í ógn

Óp þjónustustúlkunnar vekja húsbóndann sem stekkur fram úr rúminu. Hann grípur sverð sitt og ógnar Cartouche með því þar til lögreglan kemur.

Að þessu sinni slapp hann ekki. Þann 26. nóvember 1721 var hann dæmdur til dauða fyrir glæpaverk sín. Daginn eftir var hann færður á aftökustaðinn klukkan 17.

 

En Cartouche átti enn eitt tromp uppi í erminni. Á aftökupallinum krafðist hann þess að fá að gefa upp nöfn allra meðsekra samstarfsmanna sinna. Listinn yfir þá reyndist svo langur að aftökunni var á endanum frestað til næsta dags.

Hundruð Parísarbúa söfnuðust saman til að sjá Cartouche þjást á hjóli og steglum.

Og síðdegis þann dag var Cartouche tekinn af lífi. Um leið og hann var dauður, dró böðullinn líkið burtu. Næstu daga hafði hann líkið til sýnis hverjum þeim sem reiddi fram nokkra skildinga fyrir að sjá frægasta þjóf Parísar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN

© The Holborn Archive/Bridgeman Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

Maðurinn

Sex mýtur um hjartað

Maðurinn

Þannig má forðast gular tennur

Heilsa

Dánardagur þinn er skrifaður í blóð þitt 

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is