Hvað er dýrasta málverk sem selt hefur verið?

Árið 2017 greiddi óþekktur kaupandi óheyrilega hátt verð fyrir 500 ára gamalt málverk. En sérfræðingar eru enn ekki á sama máli um hver listamaðurinn sem málaði verkið er.

BIRT: 07/06/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Málverkið Salvator Mundi er dýrasta – og kannski líka umdeildasta – listaverk sögunnar.

 

Verkið var selt í nóvember árið 2017 hjá uppboðshúsinu Christie’s í New York fyrir 450 milljónir dollara sem samsvarar rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna.

 

Ekki var vitað hver keypti málverkið en aðeins nokkrum mánuðum eftir kaupin fullyrtu bandarískir fjölmiðlar að nýr eigandi málverksins væri sádi-arabíski krónprinsinn, Mohammed bin Salman.

Málverk á milljarða

Málverk Leonardo da Vinci, Salvator Mundi, var selt á rúmlega 60 milljarða íslenskra króna árið 2017 – og málverkið varð þar með dýrasta listaverk sögunnar. Dýrustu verkin þar á eftir máluðu nokkrir af frægustu listamönnum sögunnar.

Interchange

Listamaður: Willem de Kooning.

 

Söluár: 2015 

 

Verð: 52 milljarðar kr.

 

Eigandi: Kenneth C. Griffin, bandarískur kaupsýslumaður.

Spilararnir – Les Joueurs De Cartes

Listamaður: Paul Cézanne.

 

Söluár: 2011

 

Verð: 46 milljarðar kr.

 

Eigandi: Ríkið Katar

Nafea Faa ipoipo

Listamaður: Paul Gauguin.

 

Söluár: 2014

 

Verð: 36 milljarðar kr.

 

Eigandi: Ríkið Katar

Number 17A

Listamaður: Jackson Pollock.

 

Söluár: 2015

 

Verð: 30 milljarðar kr.

 

Eigandi: Kenneth C. Griffin, bandarískur kaupsýslumaður.

Að sögn stjórnmálaskýrenda gætu kaupin verið tilraun til að staðsetja Sádi-Arabíu sem listaland og hlúa að pólitískum hagsmunum landsins.

 

Til að undirstrika þetta var ákveðið að sýna Salvator Mundi í nýju listasafni nágrannaríkisins Sameinuðu arabísku furstadæmunum – landi sem sádi-arabíski krónprinsinn vildi eiga náin samband við.

 

Þessi sýning á málverkinu varð hins vegar aldrei að veruleika og núverandi staðsetning Salvator Mundi er óþekkt.

 

Deilt er um uppruna Salvator Mundi

Talið er að Salvator Mundi hafi verið málað af sjálfum Leonardo da Vinci í byrjun 16. aldar og var verkið talið hafa eyðilagst þar til það fannst aftur árið 2005.

 

Upphaflega var talið að málverkið væri afrit af upprunalegu Salvator Mundi málverki Leonardo. Sérfræðingarnir töldu að málverkið sem fannst hafi verið málað af einum lærlingum meistarans.

 

En þegar verið var að laga verkið árið 2006 komu í ljós nokkrar aðferðir sem eru einkennandi fyrir Leonardo. Málverkið var eftir það eignað honum.

Varð dýrasta listaverk sögunnar, Salvator Mundi, málað af Leonardo da Vinci? Listfræðingar deila enn um það.

Samt efast margir listfræðingar um uppruna málverksins og Salvator Mundi er enn mjög umdeilt í hinum alþjóðlega listaheimi.

 

Samkvæmt bandaríska listsögufræðingnum Robert B. Simon var hið upprunalega Salvator Mundi málað yfir 30 sinnum af nemendum og fylgjendum Leonardo.

BIRT: 07/06/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Andrew Cho, © The Yorck Project,© Kunstmuseum Basel, © Getty Images/Wikimedia,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.