Lifandi saga
Menning – list
Lestími 2 mínútur
5: Number 17A, Pollock
Seldist fyrir tæpa 26 milljarða íslenskra króna árið 2015.

Jackson Pollock (1912 – 1956) var expressionisti og er þetta verk frá árinu 1948.
4. Nafea Faa Ipoipo, Gauguin
Seldist fyrir tæpa 30 milljarða króna árið 2014

Franski málarinn og myndhöggvarinn Paul Gauguin (1848 -1903) málaði Nafea Faa Ipoipo á Tahítí árið 1892. Enski titill verksins er When Will You Marry?
3. Les Joueurs De Cartes
Seldist fyrir 36 milljarða árið 2011

Franski málarinn Paul Cézanne (1839-1906) málaði á árunum 1892-1895 fimm málverk þar sem bændur spiluðu á spil. Eitt þeirra seldist árið 2011
2: Interchange, de Kooning
Seldist fyrir rúma 40 milljarða króna árið 2015

Hollensk-bandaríski málarinn Willem de Kooning (1904-1997) lauk við Interchange árið 1955.
1: Salvator Mundi, da Vinci
Dýrasta, selda málverk sögunnar er Salvator Mundi.
Verkið er talið vera eftir Leonardo Da Vinci og seldist árið 2017 á um 60 milljarða íslenskra króna af sádiarabískum kaupsýslumanni.
12 árum áður- árið 2005 – seldist Salvator Mundi fyrir um 1,6 milljónir króna.
Málverkið er sagt vera hjá sádiarabíska krónprinsinum Mohammed bin Salman.

Leonardo da Vinci málaði Salvator Mundi um aldamótin 1500.
21.02.21
Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen