Hvaða her var grimmlyndastur allra?

Karlar, konur og börn. Allir áttu fótum sínum fjör að launa þegar mongólskir stríðsmenn Gengis Khans á 13. öld réðust til atlögu og myrtu alla sem á vegi þeirra urðu.

BIRT: 22/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Aftökur óbreyttra borgara með hendur bundnar fyrir aftan bak. Pyntingarklefar. Afskræmd og brennd lík. Heimurinn fylgdist í fyrirlitningu með þegar myndir frá úkraínsku borginni Butja fóru að birtast eftir að rússneskar hersveitir hörfuðu frá borginni í mars á síðasta ári.

 

Agndofa fólk víðs vegar um heim varð vitni að grimmdinni sem íbúar þessarar úkraínsku borgar urðu að ganga í gegnum. Hörmungarnar sem rússneski herinn olli, svo og blóðþorsti hans, eru þó ekki það grimmilegasta sem átt hefur sér stað í sögunni – öðru nær.

 

Mongólar drápu milljónir Kínverja

Ef grimmd væri mæld í fjölda veginna þá er engum hnöppum um það að hneppa að her Gengis Khans yrði talinn sá allra grimmúðlegasti.

 

Þó svo að erfitt geti reynst að telja með nákvæmum hætti fórnarlömb mongólskra landvinningaleiðangra þá eru margir sagnfræðingar sammála um að Mongólar hafi drepið um 40 milljón manns á 13. öld. Þessi fjöldi samsvaraði um tíu hundraðshlutum mannkynsins á þessum tíma.

 

Sagnfræðingar geta m.a. séð í kínverskum heimildum frá þessum tíma að íbúum Kína fækkaði um margar milljónir eftir að Mongólar réðust inn í landið. Aðrar heimildir herma að heilu fjöllin af mannabeinum hafi fundist í grennd við þar sem nú er Peking.

Á 13. öld lögðu Mongólar undir sig gífurleg landssvæði og alls 40 milljónir létu lífið.

Loftlagsáhrif fjöldamorða

Mongólar felldu svo marga karla, konur og börn að árið 2014 gátu bandarískir vísindamenn áttað sig á hvenær fjöldamorðin hefðu verið framin, með hliðsjón af loftslagsáhrifunum sem þessi fækkun mannkyns hafði í för með sér.

 

Mongólar fækkuðu mannkyninu nefnilega svo gífurlega að stór landbúnaðarsvæði lögðust í eyði og þar uxu upp skógar sem minnkuðu koltvísýringslosunina út í andrúmsloftið um 700 milljón tonn.

 

Um var að ræða meiri loftslagsáhrif en svarti dauði hafði í för með sér en sá sjúkdómur lagði að velli allt að helming allra Evrópubúa á 14. öld.

BIRT: 22/01/2023

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is