Lifandi Saga

Hermannaklæðnaður komst í tísku

Bandarískir sjómenn gengu í stuttermabolum á undan öllum öðrum, rykfrakkar voru fyrst ætlaðir til nota í skotgröfunum og króatískir málaliðar fundu upp hálsbindið – í raun er mikið af þeim fatnaði sem við notum í dag ætlaður til nota á vígvellinum.

BIRT: 19/01/2023

1. Uppreisnarseggir gengu í stuttermabol

Þegar Marlon Brando kom fram í stuttermabol í kvikmyndinn A Streetcar Named Desire varð bolurinn ekki lengur bara nærfatnaður.

Stuttermabolir voru ætlaðir sem nærbolir í Bandaríkjaher en frjálslegir ungir karlmenn í Bandaríkjunum fóru að nota boli á 6. áratugnum án þess að klæðast skyrtu yfir.

 

Árið 1913 var farið að sjá hermönnum bandaríska sjóhersins fyrir einföldum, þægilegum og fljótþornandi bómullarbolum með stuttum ermum – því sem seinna var farið að kalla stuttermaboli.

 

Það var þó ekki fyrr en á framanverðum sjötta áratug sem slíkur fatnaður fór að sjást á óbreyttum borgurum. Þetta var þegar ungir uppreisnarseggir í líkingu við Marlon Brando og James Dean íklæddust stuttermabolum einum fata og sýndu um leið á sér vöðvana, í þekktum kvikmyndum á borð við „A Streetcar Named Desire“ og „Rebel Without a Cause“.

 

Allar götur frá því á 7. áratugnum hefur stuttermabolurinn verið boðberi alls konar boðskapar – hvort heldur af stjórnmálalegum toga eða viðskiptalegs eðlis. Þetta hófst með því að hippar á 7. áratugnum tileinkuðu sér stuttermabolinn og hófu að skreyta hann með textum, listrænum batíklitum eða áprentuðu myndefni.

2. Hertogi fann upp margnotastígvél

Þröng leðurstígvél Wellingtons þróuðust yfir í gúmmístígvél.

Arthur Wellesley, fyrsti hertoginn af Wellington, var ekki einungis framúrskarandi hermaður og stjórnmálamaður í Bretlandi á 19. öld, heldur fylgdist hann einnig grannt með tískunni.

 

Wellesley fékk skósmið sinn til að smíða fyrir sig stígvél sem voru nægilega harðger til nota á vígvellinum og nógu glæsileg til að ganga mætti í þeim á kvöldin. Niðurstaðan varð stígvél úr kálfskinni sem voru þröng yfir kálfann og með lágum hæl og ekki leið á löngu áður en allir yfirstéttarmenn höfðu eignast slíkan fótabúnað. Árið 1853 fékk kaupmaðurinn Hiram Hutchinson einkaleyfi fyrir skófatnað úr gúmmíi og notaði það efni til að líkja að öðru leyti eftir stígvélum Wellesleys. Stígvéin slógu í gegn samstundis.

3.Léreftsbuxur í felulitum

Evrópskir ferðalangar og landkönnuðir sem ferðuðust til ókunnra svæða, gengu oft í léreftsbuxum eða kakíbuxum.

Í upphafi 19. aldar voru einkennisbúningar hermanna enn hafðir í skærum litum til þess að unnt væri að greina þá frá óvinahernum á vígvellinum. Breski liðsforinginn Harry Lumsden sem gegndi herþjónustu í Indlandi árið 1846, gerði sér fljótt grein fyrir að engin leið væri að dyljast fyrir óvininum í hvítum einkennisbuxum.

 

Hann notaði því blöndu af kaffi, karrí og mórberjum til að lita buxurnar í ljósbrúnum lit sem kallaður var „kakí“ en það orð táknaði ryk á tungumálinu úrdú. Töluvert erfiðara var að koma auga á þann lit en þann hvíta á svæðum sem þakin voru sandi og haft var eftir breska höfuðsmanninum Robert Napier að hermenn Lumsdens væru „einu hermennirnir á Indlandi sem væru almennilega klæddir“ ”.

 

Margar aðrar þjóðir tileinkuðu sér hugmyndina, m.a. spænsku hersveitirnar sem sendar höfðu verið til spænsku nýlendunnar á Filippseyjum. Þar var farið að kalla buxurnar „chinos“ en vefnaðurinn átti rætur að rekja til Kína og Kínverjar eru einmitt kallaðir „chinos“ á spænsku.

 

Síðan komst almenningur í kynni við þessar þægilegu léreftsbuxur og þær nutu sérlega mikilla vinsælda þegar ferðast var í heitum nýlendunum.

4. Heimsókn drottningarinnar leiddi af sér nýja tísku

Blazer-jakkar eru iðulega notaðir sem hluti af skólabúningi og einkennisbúningi flugmanna.

Ekki er vitað alveg fyrir víst hver var upphafsmaður blazer-jakkans en í því sambandi er þó iðulega bent á John Middleton Waugh, kaftein á breska herskipinu „HMS Blazer“. Þegar honum var tjáð árið 1837 að Viktoría drottning væri væntanleg í eftirlitsferð á skip hans, áttaði hann sig á að útgangurinn á sjómönnum hans var vægast sagt hörmulegur. Waugh var ekki lengi að ákveða sig og lét sauma bláa og hvíta einkennisjakka með koparhnöppum á alla áhöfnina.

 

Drottningin varð yfir sig hrifin og brátt var farið að nota sams konar fatnað á öðrum skipum. Blazer-jakkinn komst einnig í tísku í landi og var jafnframt notaður sem hluti af skólabúningum.

5. Frá málaliðum yfir í hirð sólkonungsins

Þegar Loðvík 14. fór að binda klút um hálsinn á sér, hermdi öll hirðin eftir honum.

Þegar talið berst að tísku 17. aldar komst enginn með tærnar þar sem franski konungurinn Loðvík 14. var með hælana.

 

Konungurinn ungi hreifst af litríkum hálsklútum sem króatískir málaliðar báru um hálsinn eftir að þeir höfðu farið með sigur af hólmi í þrjátíuárastríðinu og ekki leið á löngu áður en allir menn sem meðvitaðir voru um tísku voru farnir að ganga með litríka hálsklúta, fagurlega skreytta kniplingum sem þeir bundu í slaufu um hálsinn eftir kúnstarinnar reglum.

 

Þetta uppátæki tískukóngsins hefur haldist nokkuð óbreytt allt fram á okkar daga, með örlitlum breytingum þó, því hálsklúturinn þróaðist næstu aldirnar yfir í bæði hálsbindi og þverslaufu.

 

Hálsbindið, líkt og við þekkjum það í dag, er uppfinning klæðskerans Jesse Langsdorf frá New York. Árið 1924 fékk hann einkaleyfi fyrir nýrri tegund hálsbinda þar sem efninu var skipt í þrjá hluta og það klippt þvert á vefnaðinn.

6. Rykfrakki komst í tísku

Langir einkennisfrakkarnir sem Burberry hannaði urðu að rykfrökkum og komust brátt í tísku í London.

Árið 1901 hannaði fataframleiðandinn Thomas Burberry nýjan rykfrakka fyrir liðsforingja í breska hernum. Vind- og vatnsþéttur frakkinn leysti af hólmi þunga ullarfrakkana sem áður höfðu verið notaðir og gerði hermönnum kleift að hreyfa sig betur.

 

Frakkinn öðlaðist mikla útbreiðslu í skotgröfunum í fyrri heimsstyrjöld og þar fékk hann jafnframt heiti sitt en á ensku nefnist frakkinn „trenchcoat“ eða skotgrafafrakki. Margir fyrrum hermenn notuðu frakkana sína einnig eftir að stríðinu lauk og þökk sé „skotgrafafrakkanum“ varð Thomas Burberry einn fremsti tískukonungur gjörvallrar 20. aldarinnar.

 

Rykfrakkinn reyndist vera svo haldgóður að hann var enn fremur notaður af Bretum, Frökkum og Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni. Síðar meir var svo farið að framleiða styttri hermannajakka sem hermennirnir gátu hreyft sig enn betur í en rykfrakkinn lifir enn mjög góðu lífi utan vígvallarins.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Stine Grynberg, Bue Kindtler-Nielsen

© World History Archive/Imageselect,© Hermitage State Museum,© Science & Society Picture Library/Getty Images,© George Marks/Getty Images,© Musée de l’Histoire de France,© Bettmann/Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Nýtt lyf við getuleysi: Eitruð könguló getur bjargað kynlífi þínu 

Alheimurinn

Ofurleiðaraefni að finna í loftsteinum

Lifandi Saga

Krossferðaherinn sigraður með timburvögnum

Lifandi Saga

Kína verður aldrei aftur auðmýkt

Tækni

Hvers vegna sofum við?

Heilsa

Létt þjálfun er áhrifaríkari

Maðurinn

Fimm hollráð vísindamanna: Þannig má breyta leiða í styrk

Tækni

Sólarsellur flytja út í geim 

Heilsa

Algengt meðferðarúrræði fyrir konur á breytingaskeiði er talið hafa í för með sér alvarlegar aukaverkanir

Maðurinn

Er skaðlegt að halda sér vakandi alla nóttina?

Heilsa

Yfirsýn: Svona bjargar blóðið þér

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is