Hryllilegar aðferðir til að gera konur eftirsóknarverðari.

Hvað er það sem hefur valdið mestum óþægindum fyrir konur sem þurftu að uppfylla ,,fegurðarskilyrði"?

BIRT: 30/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Í Kína var sú ,,tíska” útbreidd í meira en þúsund ár að reyra fætur ungra stúlkna svo fast að þeir breyttu algerlega um lögun og urðu mjög aflagaðir.

 

Hefðin átti uppruna að rekja til keisarahirðarinnar þar sem reyrðir fætur hirðmeyja neyddu þær til að dansa í litlum, tiplandi skrefum – sem yfirstéttinni fannst eggjandi.

 

Brotin bein og rotnir vöðvar

Til að ná hinum ,,eftirsóttu” „lótusfótum“ voru tær stúlkna, oft strax þriggja eða fjögurra ára, sveigðar inn undir fótinn, allar nema stóratáin og reyrðar fastar.

 

Með þessu móti tókst að stytta fótinn um næstum því þriðjung. Til að hraða ferlinu voru stúlkurnar píndar til að ganga á þessum reyrðu fótum þannig að beinin brotnuðu alveg sundur og vöðvar rotnuðu.

 

Eftir um tveggja ára samfellda bindingu mættust tær og hæll og fóturinn fékk hina æskilegu lengd, um 8-10 cm.

 

Þótt fæstar konur fengju hina fullkomnu lótusfætur var þeim skylt að sýna þolinmæði og sjálfsaga. Silkiskór voru notaðir til að hylja hina smáu og afmynduðu fætur og konurnar voru alveg ófærar um að ganga án öflugra umbúða um fæturna.

 

En í Kína þessa tíma voru smáir fætur taldir geisla frá sér kvenlegum þokka.

 

Aðrar sársaukafullar fegrunaraðgerðir

M.a. í Sara-djinge-ættbálknum í Mið-Afríku nota konur sístækkandi leir- eða tréskífur til að þenja út neðri vörina.

 

Bæði í Afríku og suðaustur-Asíu tíðkaðist gíraffaháls. Háls kvenna var lengdur með hálshringjum sem fjölgað var eftir því sem hálsinn lengdist. Ef eiginmaður gíraffakonu grunaði hana um hjúskaparbrot, gat hann fjarlægt af henni hálshringana og þá var óhjákvæmilegt að hinir veikluðu hálsliðir gæfu sig og brotnuðu.

BIRT: 30/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Scanpix & Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is