Lifandi Saga

Svartar tennur í tísku

Biksvartar tennur voru tákn um fegurð fram á 19. öld í Japan, þar sem þeir sem eitthvað máttu sín, svo sem eins og samúræjar og geisjur, svertu í sér tennurnar með sérlegri efnablöndu. Þegar svo vestrænna áhrifa fór að gæta í landinu fór þessi hefð að láta undan síga.

BIRT: 23/09/2022

Fnykurinn var ógurlegur þegar þunnum járnflísunum var blandað saman við vínedik í skál og málmurinn látinn leysast hægt upp. Óþefurinn lagaðist ekki þegar svo teblöðum var blandað saman við, ásamt dufti gerðu úr ávextinum mýróbalan sem sútunarefni er unnið úr. Í skálinni varð eftir svart mauk.

 

Í augum margra Japana á miðöldum var þessi illa þefjandi blanda leiðin að fullkomnu útliti. 

„Erfitt að horfa á tennurnar án þess að fyllast viðbjóði“.

Þannig lýsti breski stjórnarfulltrúinn Rutherford Alcock viðbrögðum sínum þegar hann kom auga á svörtu tennurnar.

Svörtu maukinu var smurt á tennurnar þannig að glerungurinn varð kolsvartur á lit. 

 

Þetta var gert nokkrum sinnum í viku en erfiðið var vel þess virði: Útkoman varð nefnilega nokkuð sem alla Japana dreymdi um, glansandi svartar tennur.

 

Svartar tennur komust í tísku

Fornleifar frá Japan hafa leitt í ljós að tískufyrirbærið sem fólst í að sverta í sér tennurnar má rekja allt aftur til Kofún-tímabilsins (250-538). Svartar tennur sem kallaðar voru „óhagúró“, öðluðust þó fyrst víðtæka útbreiðslu í Japan á Heian-tímabilinu (794-1185).

 

Þegar þarna var komið sögu voru svartar tennur orðnar svo algengar að þeirra var getið í þjóðsögum og meira að segja í því sem sumir telja hafa verið fyrstu skáldsögu heims – „Sögunni um Genji“ frá 11. öld.

 

Yfirstéttarfólk hóf að sverta tennur sínar á undan öllum öðrum. Bæði karlar og konur smurðu blöndunni á tennur sínar til þess að tannskemmdir og aðrir tannsjúkdómar sæjust síður. Flestir voru með illa farnar og mislitar tennur á þessum tíma en eftir að „óhagúró“ komst í tísku var engin leið að koma auga á gular né skemmdar tennur. 

Tennur áttu að vera hárbeittar

Hvítar sem krít, leiftrandi líkt demöntum eða oddhvassar eins og tennurnar í Drakúla – tennur hafa þurft að þola sitt lítið af hverju þegar tískusveiflur hafa krafist ólíkra hluta af tönnunum.

Gimsteinar í tísku á fornöld

Litlir, leiftrandi demantar í tönnum þekkjast enn þann dag í dag. Hefð þessa má rekja 2.500 ár aftur í tímann þegar maja-indíánar boruðu lítil göt í tennurnar og komu fyrir í þeim skrautsteinum.

Þvag og mjólk gerðu tennur hvítar

Skjannahvítar tennur voru álíka eftirsóttar á tímum Rómverja og í dag. Fallegur tanngarður var til marks um velmegun og til þess að fá slíkar tennur báru Rómverjar á þær blöndu úr geitamjólk og þvagi sem lýsti tennurnar.

Sorfnar tennur löðuðu að gesti

Öldum saman hefur tíðkast að sverfa tennurnar meðal tiltekinna ættbálka í Afríku en sem dæmi má nefna að slíkt var siður hjá mbuti-ættflokknum í Kongó. Árið 1904 var einn af meðlimum ættbálksins, Ota Benga, hafður til sýnis í dýragarðinum í Bronx í Bandaríkjunum.

Þá var jafnframt talið að svarta lagið á tönnunum verndaði þær gegn sjúkdómum í munnholinu sem valdið gátu skelfilegri tannpínu.

 

Svartir, glansandi hlutir voru til marks um fegurð meðal Japana og andlitið þótti verða fullkomið þegar ekki einvörðungu hár og augabrúnir voru svört á lit, heldur einnig tennurnar.

 

Tískufyrirbæri þetta breiddist út meðal geisjanna, þar sem þessar fögru konur sem kunnu þá list að dansa og spjalla, tóku á móti gestum sínum með geislandi, biksvörtu brosi. Geisjurnar lituðu andlit sín hvít og fyrir vikið urðu gulnaðar tennur þeirra einkar greinilegar en það vandamál var hins vegar leyst með svörtum tönnum. Gestunum til mikillar ánægju.

 

Dökk bros táknuðu dyggð

Á Edo-tímabilinu (1603-1868) öðlaðist „óhagúró“ einnig vinsældir meðal lægri stétta þjóðfélagsins. Ungar konur tóku dökka tannlitnum fagnandi og notuðu hann, líkt og geisjurnar, að fela mislitar tennur sínar, auk þess að bæta líkurnar á að eignast eiginmann. Vændiskonur fóru jafnframt að lita tennur sínar í því skyni að virðast meira aðlaðandi í augum viðskiptavinanna.

 

Meðal giftra kvenna breiddist sá siður út að lita tennurnar áður en farið var út á meðal fólks, á strætum úti og í almenningsgörðum.

Kvenleg fegurð einkenndist af svörtum tönnum fram eftir allri 19. öld í Japan.

Svartur litur táknaði dyggð og sóma og konur lituðu tennurnar til marks um að enginn fengi hlutdeild í hjarta þeirra nema að sjálfsögðu eiginmaðurinn sjálfur.

 

Þessi táknræna merking olli því að sama skapi að samúræjar fóru að lita í sér tennurnar. Í augum stríðsmannanna táknaði svarti liturinn hins vegar ekki tryggð við makann, heldur hollustu og dyggð gagnvart húsbóndanum.

 

Vesturlandabúar fyrirlitu siðinn

Á síðari hluta 19. aldar fóru Vesturlandabúar svo að fá aðgang að þessu einangraða keisararíki og innreið þeirra olli þáttaskilum hvað „óhagúró“-siðinn snerti.

 

Vesturlandabúarnir höfðu megna óbeit á svörtum tönnum Japananna. Í evrópskri menningu þóttu dökkar tennur vera til marks um lélega tannhirðu og útlendingarnir furðuðu sig á því að japanskar konur vildu afskræma sig á þennan hátt.

 

Breski sendifulltrúinn Rutherford Alcock ritaði árið 1863, að sér þætti erfitt „að líta ekki undan sökum viðurstyggðar þegar hann kæmi auga á stóra munnana fulla af svörtum tönnum“.

Einstaka geisjur lita tennurnar svartar enn þann dag í dag.

Síaukin vestræn áhrif gerðu það að verkum að stöðugt fleiri Japanar hættu að lita í sér tennurnar og árið 1870 bannaði japanska Meiji-stjórnin fólki beinlínis að sverta tennurnar í því skyni að vesturlandavæða Japan. Sumt fólk í sveitahéruðum hélt raunar áfram að lita tennurnar en engu að síður dó siðvenja þessi nánast alveg út.

 

Nú á dögum eru svartar tennur afar sjaldséðar og einungis örfáar geisjur lita enn í sér tennurnar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Troels Ussing, Andreas Abildgaard

© Raimund Franken/Imageselect. © The Picture Art Collection/Imageselect, © Luigi Petro/Imageselect. © CPA Media Pte. Ltd./Imageselect. © Shutterstock.

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.