Hvaðan kom heitið bóluefni?

Af hverju er það kallað „bóluefni“ og hver gerði það fyrsta?

BIRT: 04/11/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Ein af stærstu uppgötvunum læknavísindanna heitir eftir sjúkdómi.

 

Bólusótt var afar skæður sjúkdómur og lagði marga í gröfina.

 

Í Englandi tóku menn eftir því að mjaltastúlkur sem smitast höfðu af skyldum en vægari sjúkdómi, kúabólu, sýktust ekki.

 

Þetta varð til þess að enski læknirinn Edward Jenner prófaði að sprauta átta ára dreng með vilsu úr sári mjaltastúlku með kúabólu.

Þegar drengurinn fékk síðar bólusótt sýndi hann engin alvarleg einkenni.

 

Til að vera viss í sinni sök gerði Jenner tilraunir á fleira fólki og 1798 gat hann fullyrt að kúabólan verndaði gegn bólusótt.

 

Vacca er latneska orðið fyrir kú

Þessi nýja aðferð fékk heiti eftir kúabólunni. Latneska orðið yfir kýr er „vacca“ og alþjóðlega heitið „vaccine“ er dregið af því. Okkar íslensku heiti, bóluefni og bólusetning“ eru hins vegar dregin af heiti sjúkdómsins sjálfs. Bóluefni var fyrst notað við bólusótt.

 

Þótt sögubækurnar eigni Edward Jenner heiðurinn af uppfinningu fyrsta bóluefnisins voru eins konar bólusetningar þekktar í Asíu miklu fyrr. Í 3.000 ára gömlum kínverskum og indverskum ritum má sjá hvernig fólk var gert ónæmt með litlu magni af veirum.

 

Sú þekking barst til Evrópu á 18. öld og hér á landi var sumum „sett bóla“ árið 1786. Aðgerðin fólst í því að skera lítið sár í hörund og setja í það vilsu úr sári sjúklings.

 

Fyrsta bóluefnið var gegn bólusótt og þá var bólusett með kúabóluveirum sem ollu mun vægari sjúkdómi.

BIRT: 04/11/2023

HÖFUNDUR: JONAS MELDAL

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is