Hvaðan stafar saltið í Dauðahafinu?

Dauðahafið er þekkt fyrir gríðarlegt saltinnihald og einnig fyrir að vera ríkt af heilsubætandi steinefnum. En hvaðan kemur allt þetta salt?

BIRT: 19/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hvar er Dauðahafið?

Dauðahafið er 750 ferkílómetra vatn staðsett á landamærum Ísraels, Jórdaníu og hinum palestínska Vesturbakka.

 

Dauðahafið er lægsti staður jarðar. Vatnið er um 400 m undir sjávarmáli og um 400 metra djúpt.

 

Af hverju er Dauðahafið svona salt?

Saltið í Dauðahafinu berst með ánni Jórdan sem rennur út í hafið. Þó svo að vatnið í ánni sé ferskvatn felur það engu að síður í sér örlítið af salti.

 

Þar sem Dauðahafið hefur ekkert frárennsli en glatar einungis vatni úr sér gegnum uppgufun, safnast saltið smátt og smátt fyrir. Það vatn sem gufar upp er nánast hreint vatn og skilur saltið eftir sig í hafinu.

 

Ástæða þess að salt er að finna í ánni Jórdan er að finna í veðrun.

 

Veðrun er efnafræðilegt ferli sem brýtur niður steina og framleiðir uppleyst efni í formi jóna, svo sem Na+ (natríum) og Cl- (klór), sem saman mynda matarsalt.

Dauðahafið inniheldur gríðarlegt saltmagn. Svo mikið að það er nánast ómögulegt að sökkva.

Efnaferlið sem gerir Dauðahafið salt er það sama og sem gætt hefur heimshöfin seltu í þá 4,5 milljarða ára sem liðnir eru frá því að Jörðin varð til.

 

Úr þeim er heldur ekkert frárennsli en sökum smæðar Dauðahafsins, auk hlýs og þurrs loftslagsins, gengur ferlið miklu hraðar fyrir sig þar.

 

Selta Dauðahafsins er um 33,7 af hundraði en selta úthafanna er að meðaltali einungis 3,9 prósent.

 

Þar sem ekkert frárennsli er úr Dauðahafinu skyldi ætla að hafið flæddi að lokum yfir bakka sína en það gerist hins vegar ekki sökum þess að loftslagið í Jórdandalnum er svo þurrt og hlýtt að yfirleitt gufar upp sama magn vatns og streymir í hafið.

 

Tekur vatn endalaust við salti?

Þetta ferli sem leiðir til þess að sífellt safnast fyrir meira af salti kallast uppgufun. Þegar hlutfall saltsins hefur náð tilteknu gildi kemst vatnið á það stig að það getur ekki tekið við meira salti og vatnið verður mettað.

 

Ef uppgufunin heldur samt sem áður áfram, umfram þetta stig, byrja að myndast saltútfellingar.

 

Ef allt vatnið hverfur fæst „uppskera“ í formi saltkristalla. Ef um er að ræða hreint natríumklóríð, matarsalt, er hægt að nota það í matvælaiðnaði en að öðrum kosti í kemískum iðnaði.

Dauðahafið er staðsett á landamærum Ísraels, Jórdaníu og hins palentínska Vesturbakka.

Hversu mikið salt er í Dauðahafinu?

Saltstyrkur í Dauðahafinu er 33,7 prósent en í sjónum er hann aðeins 3,9 prósent að meðaltali.

 

Hátt hlutfall salts í vatninu gerir það auðvelt að fljóta og ómögulegt fyrir mann að sökkva til botns.

 

Fyrir utan sjaldgæfar örverur er vatnið í Dauðahafinu líflaust. Þessar sjaldgæfu örverur eru einkum notaðar til meðferðar og framleiðslu á vörum sem geta hjálpað gegn húðsjúkdómum eins og unglingabólum, exemi og psoriasis.

BIRT: 19/07/2023

HÖFUNDUR: AF MARIE WIUM

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is