Search

Hvar er aðventukransinn upprunninn?

Notkun aðventukransa er falleg hefð en hvert eiga þeir rætur að rekja?

BIRT: 22/12/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Aðventukransinn á rætur að rekja til ársins 1839 en það ár kynnti þýski guðfræðingurinn Johann Hinrich Wichern hann til sögunnar í trúboðsstarfi sínu.

 

Krans hans var eilítið frábrugðinn krönsum í dag að því leyti að á kransi Wicherns voru fjögur stór kerti, eitt fyrir hvern sunnudag í aðventu en einnig nokkur minni rauð kerti.

 

Fjöldi litlu kertanna var breytilegur, allt eftir því hversu margir virkir dagar liðu frá fyrsta sunnudegi í aðventu fram á aðfangadagskvöld.

Vagnhjól sem aðventukrans

Wichern notaði gamalt vagnhjól sem fyrsta aðventukransinn sem gefur til kynna að hann hafi kynnt sér gamlar hefðir þegar hann innleiddi sið þennan.

 

Kransahefðin kemur nefnilega fyrir í gömlum heimildum þar sem fjallað er um táknfræði hjólsins.

 

Á miðöldum var aðventukransinn látinn tákna hjól ársins sem snúist hafði heilan hring þegar stysti dagur ársins var í nánd og var í þann veg að færa okkur sól og bjartari tíma.

 

Ljósahefðin stafar aftan úr heiðni þegar haldin var sólhvarfahátíð á dimmasta tíma ársins sem skyldi færa okkur birtuna aftur.

Og svo var þakið með greni …

Wichern léði aðventukransinum nútímamerkingu, þó svo að það kæmi ekki strax.

 

Á árunum upp úr 1860 þakti hann hjólið með greni og var oddhvössum barrnálunum ætlað að minna á þyrnikórónu Krists þegar hann var krossfestur.

Rauð eða hvít aðventukerti?

Wichern lagði enn fremur mikla merkingu í lit kertanna. Hann valdi hvítan lit sem tákn sakleysis og rautt sem tákna skyldi kærleikann. Þá fóru málin að flækjast.

 

Kirkjunnar menn voru nefnilega þeirrar skoðunar að kertin ættu að vera fjólublá á lit en sá litur er einmitt liturinn sem kirkjan lætur tákna aðventu.

 

Allar götur síðan hafa aðventuhefðir skipst í tvær fylkingar. 

BIRT: 22/12/2022

HÖFUNDUR: Hans Henrik Fafner

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is