Hve margir fórust í eldskírn breskra borgara?

Mánuðum saman lét flugher nasista, Luftwaffe, sprengjum rigna yfir borgir í suður Englandi. Það var ekki fyrr en Hitler réðst inn í Sovétríkin að Bretar gátu andað léttar.

BIRT: 22/08/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þann 7. september 1940 hóf Luftwaffe, flugher nasista, kerfisbundnar loftárásir á borgaraleg skotmörk í Bretlandi sem kostaði á endanum um 43.000 manns lífið á næstu átta mánuðum.

 

Sprengjuregnið – sem Bretar kenndu við blitz eða leiftur – kom í kjölfarið á loftbardögum sem höfðu staðið sumarlangt og fram á haust, þegar Þjóðverjar og Bretar börðust um yfirráðin í loftinu yfir Bretlandi.

 

Þjóverjar höfðu þá árangurslaust herjað á breska flugherinn Royal Air Force (RAF), til að undirbúa innrás Hitlers á Bretland.

Þegar það gekk ekki eftir ákvað Hitler að brjóta niður viðnámsþrótt Breta með því að ráðast á borgaraleg skotmörk í von um að sá algerum glundroða meðal þjóðarinnar og knýja Breta að samningaborðinu.

 

London varð sérlega illa útleikin og fékk að kenna á 76 næturloftárásum í beit. Á einni nóttu milli 10. og 11. maí vörpuðu Þjóðverjar heilum 711 tonnum af sprengiefni yfir stórborgina.

 

Eldskírninni lauk í maí 1941, þegar Hitler ákvað að ráðast inn í Sovétríkin. Flugherinn sendi flestar flugvélar sínar austur á bóginn en loftárásir á Breta héldu áfram og kostuðu Breta á endanum einhver 61.000 mannslíf.

BIRT: 22/08/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is