Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Gauksklukkur eru í dag menningartákn hins þýskumælandi heims. En hve lengi hafa þessar fallegu, útskornu klukkur gefið frá sér hljóð?

BIRT: 07/11/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

 

Sagnfræðingar eru ekki á einu máli um upphaf gauksklukknanna en margt bendir til að þær hafi farið að tifa á 17. öld í Þýskalandi.

 

Yfirleitt er gauksklukkan sögð vera verk þýska úrsmiðsins Franz Anton Ketterer sem á að hafa smíðað fyrstu klukkuna upp úr 1730 í suðurþýska bænum Schönwald.

 

Núverandi sérfræðingar eru þó ósammála þessu og benda á að frumstæðar gauksklukkur hafi þegar verið smíðaðar af skógarhöggsmönnum á sama svæði um 100 árum fyrir uppfinningu Ketterers. 

 

Síðan hafa gauksklukkur komið fram í margvíslegum gerðum. En tvær greina sig frá þeim flestum og eru ríkjandi á markaði.

 

Bahnhäusleuhr 

Jagdstück

 

Önnur þeirra – Bahnhäusleuhr – líkist litlu skreyttu húsi meðan hin sem er algengari, Jagdstück, er með fagurlega útskornar náttúrulífsmyndir. Báðar gerðirnar eiga það sameiginlegt að lítill fugl stekkur út á heilum tíma og kvakar. Í hefðbundnum klukkum er kvakið búið til úr belgjum sem þrýsta lofti milli tveggja tréflauta. 

 

Á miðri 19. öld varð gauksklukkan algeng um alla Evrópu og síðar flutt til annarra heimshluta. 

 

SÖGULEG ÚR:

Sólarúrið var notað í Egyptalandi um 1500 f.Kr. sýna fornleifafundir en úrið er líklega mun eldra. 

Stundaglasið kom fram í Evrópu á 9. öld og var þróað út frá vatnsúri sem var þekkt frá því í fornöld. 

Armbandsúrið var vinsælt í fyrri heimsstyrjöld þegar hermenn í skotgröfum þurftu á góðri klukku að halda. 

BIRT: 07/11/2022

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is