Hver átti hugmyndina að síonisma?

Árið 1896 gaf ungur blaðamaður af ættum gyðinga út bók sem átti eftir að hrista upp í öllum miðausturlöndum. Í bókinni var því haldið fram að gyðingar gætu forðast ofsóknir ef þeir fengju sitt eigið ríki í Palestínu.

BIRT: 02/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Síonismi sem stjórnmálaleg hugmyndafræði leit dagsins ljós fyrir 125 árum. Árið 1896 gaf blaðamaðurinn Theodor Herzl sem var af austurrískum gyðingaættum, út bókina „Der Judenstaat“ þar sem hann færir rök fyrir því að gyðingar geti sloppið við ofsóknir ef þeir eignist eigið ríki.

 

Herzl var ekki þeirrar skoðunar að nýja gyðingaríkið skyldi grundvallast á trúarbrögðum, heldur byggja á evrópskri hugmyndafræði upplýsingaaldarinnar. Árið 1902 gaf Herzl svo aftur út bók sem mælti fyrir sósíalísku ríki í Landinu helga.

 

Hugmyndir Herzls vöktu einkum hrifningu meðal gyðinga í Austur-Evrópu sem á 19. öld höfðu ítrekað orðið fórnarlömb grimmilegra ofsókna.

Heimshreyfing síonista var stofnuð árið 1897 í því skyni að berjast fyrir stofnun gyðingaríkis.

Vildu sameinast valdafólkinu

Árið 1897 gengu fylgjendur Herzls til liðs við Heimshreyfingu síonista sem hafði það að markmiði að stofna gyðingaríki í Ísrael. Starf hreyfingarinnar beindist einkum að valdamiklum stjórnmálaleiðtogum sem síonistarnir reyndu að fá til liðs við sig.

 

Tilraunir þeirra báru ávöxt því í kjölfarið á fyrri heimsstyrjöld tóku Bretar yfir Palestínu og í leynilegu skjali sem fundist hefur lýstu Bretar yfir stuðningi við stofnun gyðingaríkis í Palestínu.

Mikill fjöldi gyðinga sigldi ólöglega til Palestínu í gömlum, löskuðum döllum.

Næstu árin á eftir fluttu hundruð þúsunda gyðinga búferlum til Palestínu, oftar en ekki um borð í stórum, hálfónýtum skipum. Árið 1948 tókst síonistum loks að uppfylla markmið sitt með því að lýsa yfir stofnun Ísraels eftir að Bretar höfðu sig á brott frá Palestínu.

BIRT: 02/10/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Golf Bravo,© Palmach Archive

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is