Search

Hver er ástkona Pútíns?

Árið 2008 birti rússneskt dagblað fréttir um að Pútín væri konu sinni ótrúr með ungri fimleikakonu. Dagblaðinu var fljótt lokað en orðrómur um hina ungu ástkonu Pútíns lifði góðu lífi.

BIRT: 15/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Þann 12. apríl 2008 birti rússneska dagblaðið „Moskovsky Korrespondent“ frétt sem olli miklu uppnámi meðal Rússa. Samkvæmt dagblaðinu var forseti Rússlands, Vladimir Pútín, skilinn frá konu sinni til 25 ára og hugðist nú kvænast hinni 24 ára gömlu ástkonu sinni, Alinu Kapaevu.

 

„Innsti hringur hans veit, að Pútín – rétt eins og allir heilbrigðir menn – er móttækilegur fyrir fallegum konum“, stóð í dagblaðinu.

 

Bæði Pútín og Kapaeva vísuðu þessu strax á bug og skömmu síðar voru skrifstofur ritstjórnarinnar rannskaðar hátt og lágt af rússnesku leyniþjónustunni. Einungis viku eftir birtingu fréttarinnar var dagblaðinu lokað. En kötturinn var þegar kominn út úr sekknum – og vangaveltur um samband Pútíns við Kapaevu ágerðust. Sérstaklega eftir skilnað Pútíns árið 2013.

Á sínum yngri árum var Alina Kabaeva oft sögð vera „liðugasta kona Rússlands“.

Ástkonan býr í Sviss

Pútín hefur aldrei staðfest samband sitt við Kapaevu og er enda þekktur fyrir að halda einkalífi sínu leyndu.

 

Rússneski leiðtoginn er sagður hafa sagt að hann hafi alltaf „brugðist illa við þeim sem með kynórum sínum blanda sér inn í einkalíf annarra“.

 

Samkvæmt ónafngreindum rússneskum heimildum innan fjölmiðla hafa Pútín og Kapaeva þó eignast fjögur börn saman og giftust mögulega í leynilegri athöfn. Núna búa börnin og Kapaeva í Sviss, meðan Pútín leiðir stríð í Úkraínu.

 

Konan sem um er rætt, Alina Kapaeva, er sigursæl fimleikastjarna með tvenn ólympíuverðlaun, 14 heimsmeistaraverðlaun og 21 evrópumeistaraverðlaun í safni sínu. Eftir að hafa hætt í íþróttinni einungis 24 ára gömul sneri Kapaeva sér að pólitík og sat í átta ár á þingi fyrir hönd flokks Pútíns.

 

Jafnframt hefur hún verið mynduð léttklædd í tímaritum, tekið þátt í samurai-kvikmynd og reynt fyrir sér sem söngkona. Eftir að stjórnmálaferlinum lauk varð hún yfirmaður fjölmiðlaveldis í eigu ríkisins þar sem hún hlaut laun sem nema um 10 milljón dölum á ári.

BIRT: 15/12/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: kremlin.ru, © Karol Otero from Madrid

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is