Hver hringdi í fyrsta sinn úr farsíma?

Árið 1973 hóf bandaríski uppfinningamaðurinn og verkfræðingurinn Martin Cooper nýtt tímabil þegar hann hringdi í vinnustað sinn úr nýjustu uppfinningunni.

BIRT: 25/03/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

 

Fyrsta símtalið frá færanlegum síma var 17. júní árið 1946 þegar bandaríska símafyrirtækið Bell System sýndi önnum köfnum kaupsýslumönnum nýjustu uppfinningu sína. Uppfinningin var u.þ.b. 35 kg þungur sími sem hægt var að geyma í skottinu á bíl.

 

Þegar notandinn vildi hringja, lyfti hann símtólinu og fékk aðgang að skiptiborði sem áframsendi símtalið til  rétts viðtakanda. Þjónustan var aðeins fáanleg í helstu borgum Bandaríkjanna og þjónustaði u.þ.b. 5.000 viðskiptavini árið 1948. Kerfið var í notkun í Bandaríkjunum allt fram á níunda áratuginn.

 

Myndband: Sjáðu sjónvarpsauglýsingu um fyrsta farsímann

Verkfræðingur notaði fyrsta farsímann

Fyrsta símtalið frá nútímalegri, handheldum farsíma fór ekki fram fyrr en þremur áratugum síðar – 3. apríl 1973 – þegar Martin Cooper, verkfræðingur hjá fjarskiptafyrirtækinu Motorola, hringdi frá miðbæ New York til höfuðstöðva fyrirtækisins í New Jersey .

 

Símtalið var framkvæmt með byltingakenndri tækni sem Cooper sjálfur hafði aðstoðað við að þróa: Motorola DynaTAC 8000X, sem árið 1984 varð fyrsti almenni farsíminn sögunnar. Þegar síminn kom á markað kostaði hann sem samsvaraði 1,3 milljónum núvirðis krónum.

BIRT: 25/03/2023

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is