Þann 21. júlí 1935 varð ægileg sprenging í Besiktas-hverfinu í Konstantínóbel (núna Istanbúl) þegar götur milljónaborgarinnar urðu vettvangur pólitísks banatilræðis.
Skotmarkið var hinn ósmaníski soldán Abdülhamid 2. sem samkvæmt venju sinni heimsótti Hamidiye-moskuna til að fara með bænir sínar. Að þeim loknum var hann á leið að bíl sínum þegar hann var stöðvaður af háttsettum embættismanni sem vildi spyrja hann einhverra spurninga.
Abdülhamid 2. reyndist vera síðasti soldáninn í ríki Ósmanna sem var með raunveruleg pólitísk völd.
Soldáni steypt af stóli
Stórveldistími Ósmannaríkisins var löngu liðinn þegar Abdülhamid 2. soldán kemst til valda í þessu stóra landi. Hann reynir að stuðla að endurbótum en endar með því að vera steypt af stóli.
1842
Þann 21. september fæðist Abdülhamid í Konstantínóbel (núna Istanbúl).
1876
Hann kemst til valda í Ósmannaríkinu sem Abdülhamid 2. Í byrjun reiðir hann sig á endurbótasinnann Midhad Pasa sem innleiðir nýja og frjálslyndari stjórnarskrá. Soldáninn tekur síðar afstöðu gegn Midhad Pasa og afnemur síðan nýju stjórnarskrána.
1909
Eftir þetta stýrir Abdülhamid 2. Ósmannaríkinu sem einvaldur. Hann bætir stjórnsýslu ríkisins og stendur meðal annars að stækkun lestakerfis landsins. Árið 1908 veikist stjórn hans eftir uppreisn og ári síðar er hann settur af.
1918
Þessi fyrrum soldán deyr þann 10. febrúar í Konstantínóbel og er grafinn í fæðingarbæ sínum.
Meðan mennirnir tveir ræddu saman varð ægileg sprenging. Reykur og púðurlykt dreifðist um svæðið þar sem bíll soldánsins hafði beðið. Ef Abdülhamid 2. annar hefði ekki verið stöðvaður af embættismanninum hefði hann sjálfur setið í vagni sínum – og þá hefði soldán ríkisins verið sprengdur í tætlur.
Soldáninn lifði af
Að sprengjutilræðinu stóð hópur úr Byltingarsamtökum Armena sem barðist fyrir sjálfstæðu armensku ríki.
Samtökin voru stofnuð árið 1890 til að bregðast við sífelldum fjöldamorðum sem Armenar máttu þola í Ósmannaríkinu.
Helsti fjandmaður samtakanna var Abdülhamid 2. sem hafði staðið fyrir fjöldamorðunum. Armenar tóku því að skipuleggja launmorð á þessum hataða soldán.
Talat Pasha stjórnaði Tyrkjaveldi á bak við tjöldin í fyrri heimsstyrjöldinni og lagði blessun sína yfir þjóðarmorð á Armenum.
Armenar hefndu sín eftir þjóðarmorðið
Um 1,5 millj Armenar voru fórnarlömb þjóðarmorðs sem Ottómanaveldi framdi í fyrri heimsstyrjöldinni. Armensku skæruliðasamtökin (ARF) – sem hafði mistekist að drepa Abdülhamid II soldán árið 1905 – ákvað eftir stríðið að hefna fyrir þjóðarmorðið. Þetta átti að gera með því að myrða æðstu stjórnmálamenn Ottómana sem höfðu skipulagt fjöldamorðin.
Á árunum 1920-1922 drápu meðlimir ARF sjö manns. Einna þekktastur var Talat Pasha, sem var hinn raunverulegi stjórnandi Tyrkjaveldis í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann var skotinn í Berlín þar sem hann hafði flúið.
Réttarhöldin í kjölfarið vöktu mikla alþjóðlega athygli og enduðu með því að tilræðismaðurinn var sýknaður sökum mikillar geðshræringar.
Á þessum örlagaríka degi var vagni með um 21 kg af sprengiefni með tímastilli lagt fyrir framan moskuna nærri bíl soldánsins. Þrátt fyrir allan þennan undirbúning slapp soldáninn lifandi en fyrsta bílasprenging sögunnar endaði með að kosta 26 aðra nærstadda lífið.