Spurningar og svör

Hver uppgötvaði gatið í ósonlaginu? 

Árið 1985 gerðu breskir vísindamenn skelfilega uppgötvun: Gat í ósonlaginu. Þessi uppgötvun varð til þess að lönd heims tóku höndum saman á skömmum tíma og gripu til aðgerða.

BIRT: 28/06/2022

Þann 16. maí árið 1985 birti vísindatímaritið Nature grein sem skelfdi lesendur: Þrír vísindamenn við British Antarctic Survey – bresku rannsóknarstofnunina á suðurskautinu –  opinberuðu að þeir hefðu uppgötvað að magn gastegundarinnar óson yfir Suðurskautslandinu væri ógnvænlega lítið. 

 

Þessi uppgötvun – þekkt sem gatið á ósonlaginu – var í fjölmiðlum kynnt sem augljós sönnun þess að mannkyn væri að eyðileggja lofthjúp jarðar. Ósonlagið er hluti af lofthjúpnum í 15-20 km hæð og inniheldur mikið magn af ósóni sem ver jörðina gegn hættulegum útfjólubláum geislum sólar. 

 

Franskir eðlisfræðingar uppgötvuðu ósonlagið árið 1913. Þá greindu þeir að það magn geislunar sem sólin gefur frá sér, samsvaraði ekki því magni sem mátti mæla á jörðu. Frekari rannsóknir sýndu að ósonlagið í lofthjúpnum varði lífverur jarðar fyrir útfjólubláum geislum sólar.

Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu uppgötvaðist fyrst af þremur breskum vísindamönnum árið 1985.

Loka átti gatinu í ósonlaginu

Eftir að breskir vísindamenn sýndu fram á gatið í ósonlaginu undirrituðu fyrst 46 og síðar 197 þjóðir samning hjá SÞ um að hætta að nota þær vörur sem skaða ósonlagið. 

 

Samkvæmt sérfræðingum hefur samkomulagið falið í sér að ósonlagið er nú smám saman að ná sér aftur á strik. Sérfræðingar telja þó að þær gastegundir sem skemma ósonlagið, eins og t.d. gastegundir í ísskápum og úðabrúsum, munu ekki hverfa að fullu úr lofthjúpnum fyrr en upp úr 2060. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Austur-Þýskaland var aðeins lýðræði að nafninu til

Náttúran

Hvernig getur kviknað í af sjálfu sér?

Lifandi Saga

Hreintrúarfólk daðraði gegnum langt rör

Heilsa

Stór rannsókn sýnir fram á einfalda leið til að bæta þarmaheilsuna

Alheimurinn

Hvað gerist ef það slokknar á sólinni?

Menning

Heimsþekktir síamstvíburar

Maðurinn

Er hægt að vera með ofnæmi fyrir kulda?

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.