Hver var fyrirsæta Mónu Lísu?

Hið óljósa bros er þekkt um heim allan - en konan, sem sat fyrir, fékk aldrei að sjá myndina tilbúna.

BIRT: 15/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Konan sem sat fyrir þegar da Vinci málaði hið heimsfræga málverk Mona Lisa, er Lisa del Giocondo (1479-1542). Hún var gift auðugum ullar- og silkikaupmanni, Francesco del Giocondo sem pantaði málverkið af da Vinci og hugðist færa konu sinni að gjöf.

 

Þrátt fyrir að málverkið sé nefnt eftir henni vita sérfræðingar ekki mikið um líf Lísu del Giocondo – einungis að hún fæddist inn í aðalsfjölskyldu í Flórens sem var á fallanda fæti. Og að hún gekk í hjónaband 15 ára gömul og eignaðist síðar fimm börn. Eftir öllum ummerkjum að dæma lifði hún þægilegu og viðburðasnauðu lífi meðal ítalska aðalsins.

 

Málverkið var pantað árið 1503 en þá átti da Vinci erfitt uppdráttar fjárhagslega. Síðar þetta sama ár vænkaðist hagur hans til muna þegar hann var beðinn um að mála stærðarinnar veggmálverk í ráðhúsinu í Flórens og hann lagði Mónu Lísu á hilluna í bili. 

 

Mona Lisa í nærmynd:

Augabrúnirnar hafa horfið með tímanum samkvæmt rannsókn frá árinu 2007. Sérfræðingar telja að mögulega hafi verið málað yfir augabrúnirnar eða að þær hafi horfið í einhverri viðgerð á málverkinu.

Bros Mónu Lísu er framkallað með sérstakri málunartækni, sfumato sem máir út litaskilin. Fyrir vikið er torvelt að túlka munnsvipinn, því augað á erfitt með að fókusera á tiltekinn punkt.

Bakgrunnurinn er talinn sýna ítalska héraðið Montefeltro. Listfræðingurinn Yukio Yashiro telur bakgrunninn innblásinn af kínverskum málverkum en margir sérfræðingar draga það í efa.

Frönsk lög banna að Móna Lísa verði nokkru sinni seld en árið 1962 var málverkið metið á einhverja 85 milljarða.

Augabrúnirnar hafa horfið með tímanum samkvæmt rannsókn frá árinu 2007. Sérfræðingar telja að mögulega hafi verið málað yfir augabrúnirnar eða að þær hafi horfið í einhverri viðgerð á málverkinu.

Bros Mónu Lísu er framkallað með sérstakri málunartækni, sfumato sem máir út litaskilin. Fyrir vikið er torvelt að túlka munnsvipinn, því augað á erfitt með að fókusera á tiltekinn punkt.

Bakgrunnurinn er talinn sýna ítalska héraðið Montefeltro. Listfræðingurinn Yukio Yashiro telur bakgrunninn innblásinn af kínverskum málverkum en margir sérfræðingar draga það í efa.

Frönsk lög banna að Móna Lísa verði nokkru sinni seld en árið 1962 var málverkið metið á einhverja 85 milljarða.

Ekki er vitað hvenær Leonardo da Vinci lagði lokahönd á verkið en hitt er ljóst að hann færði aldrei fjölskyldunni del Giocondo myndina og fékk því heldur ekki neina borgun fyrir vikið.

 

Hann hélt samt áfram að betrumbæta málverkið á næstu árum og tók jafnvel málverkið með sér þegar hann neyddist til að flýja til Frakklands.

 

Síðan hafa minnst 10 konur verið tilnefndar sem mögulegar fyrirsætur Mónu Lísu. Það var síðan árið 2005 sem sérfræðingar við háskólann í Heidelberg komust að því að konan væri í raun Lisa del Giocondo.

 

Sönnunin fólst í handskrifaðri spássíuglósu í bók frá árinu 1503, þar sem embættismaður frá Flórens staðfestir að da Vinci sé nú hafinn handa við að mála Lísu del Giocondo.

BIRT: 15/10/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, Louvre Museum

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is