Search

Hver var fyrsti heimsmeistarinn í skák?

Árið 1886 settust tveir menn niður við taflborð til að skera úr um hvor þeirra yrði fyrsti heimsmeistarinn í skák. Annar maðurinn skráði sig í sögubækurnar – en afleiðingar urðu hörmulegar fyrir hinn.

BIRT: 06/08/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Fyrsta opinbera heimsmeistaramótið í skák átti sér stað árið 1886 og stóð milli hins austurríska Wilhelm Steinitz og hins pólsk-breska Johannes Zukertort.

 

Steinitz hafði verið allsráðandi í skák um áratugi sem besti skákmaðurinn en hafði nýverið tapað fyrir hinum upprennandi Zukertort í tvígang.

Skákmenn höfðu þegar keppt í margar aldir áður en fyrsta opinbera heimsmeistaramótið var haldið árið 1886

Það voru því tveir af bestu skákmönnum heims sem settust andspænis hvor öðrum þann 13. janúar 1886 í New York. 

 

Þeir áttu að tefla þar til annar hvor næði 10 vinningum. Einvígið fór fram á næstum þremur mánuðum í borgunum New York, St. Louis og New Orleans þar sem áhorfendur fengu að fylgjast með keppninni um heimsmeistaratitilinn.

 

Ósigur var banvænn fyrir þann sem tapaði

Jafnteflin voru fjölmörg, hvor þeirra var kominn með fjóra vinninga eftir margar skákir. Þá vann Steinitz nokkrar skákir, meðan öllum var ljóst að verulega var dregið af Zukertort sem virtist örmagna og á barmi taugaáfalls vegna álagsins. 

Einvígið um HM-titilinn í skák árið 1886 stóð í næstum þrjá mánuði og fór fram í þremur borgum.

Þann 29. mars 1886 náði Steinitz 10 vinningum gegn 5 og varð þannig fyrsti opinberi heimsmeistarinn í skák.

 

Meðan Steinitz naut frægðarinnar á næstu árum, þá náði Zukertort sér aldrei eftir ósigurinn. Heilsu hans fór sífellt hrakandi og hann lést tveimur árum seinna eftir að hafa fengið heilablóðfall, aðeins 45 ára gamall.

BIRT: 06/08/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © National Portrait Gallery. © Granger/Shutterstock/Ritzau Scanpix

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is