Rómverjinn Plinius eldri lýsti því árið74 hvernig Gallar, þar sem nú er Belgía, notuðu fyrst svonefnda vallus til að skera upp kornið.
„Stórum ramma með tönnum meðfram fremsta kantinum er ekið á tveimur hjólum. Asni ýtir honum áfram í gegnum akurinn. Öxin rifna af og falla niður í rammann“.

Skurðþreskivélar eru innblásnar af vallus Rómverja
1. Asninn ýtir vagninum áfram meðan kúskur stýrir stefnunni
2. Kornið safnast upp milli tannanna og endar í skóflunni
3. Bóndi notar staf til þess að öll öxin falli niður í skófluna
Rómverjar notuðu þræla við uppskeruna og nýttu sér því ekki uppfinningu Gallanna.
Það gerði hins vegar Bretinn John Ridley þegar hann um 1.700 árum síðar sá skissu af hinum gallíska vallusi í alfræðibók.
Þetta var honum innblástur til að þróa árið 1843 skurðþreskivél sem hestar drógu: Ridleys Stripper.
