Hvernig æxlast marglyttur?

Hvernig í ósköpunum æxlast marglyttur?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Marglyttur eru ekki sérlega færar sundskepnur og blási öflugur vindur eða straumar eru sterkir, eiga þær ekki annars kost en láta berast með. En í kyrru vatni geta þær þó vel flutt sig til af eigin rammleik.

 

Vegna takmarkaðrar sundgetu ásamt þeim vana að synda í sömu stefnu með tilliti til ljóss, vinds og straums, hafa marglyttur tilhneigingu til að safnast fyrir á sama svæði. Mökunin gerist við slíkar aðstæður og eðlilega aukast líkur á æxlun eftir því sem fleiri marglyttur eru saman komnar.

 

Karldýrin sleppa frjóum sínum lausum í sjóinn á samhangandi strengjum. Eggin frjógvast í maga kvendýrsins. Lirfurnar sem til verða, synda út og setja sig fastar á arma móðurinnar þangað til að því kemur að þær losna frá og verða að sjá um sig sjálfar. Í fyrstunni leita lirfurnar nú niður á botninn og setja sig þar fastar. Hér þróast þær í svokallaða holsepa, lítið langvaxið dýr með langa arma en ennþá fast við botninn.

 

Holsepinn getur lifað í þessu formi í mörg ár áður en næsta stig þróunarinnar tekur við. Armarnir dragast nú saman og lóðréttur líkaminn skiptist margoft þversum þar til hann að lokum minnir helst á stafla af diskum. Að lokum losna þessir diskar hver frá öðrum og hver um sig vex upp í fullvaxna marglyttu.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is