Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Á miðöldum þróuðust riddararbrynjur þannig að erfiðara var að framkvæma vissar athafnir.

BIRT: 07/06/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Í upphafi miðalda héldu hermenn í bardaga íklæddir hringabrynjum og einfalt var að lyfta þeim upp ef náttúran kallaði.

 

En það gat verið erfiðara að ganga örna sinna þegar þýskir og ítalskir járnsmiðir tóku á 15. öld að smíða heilsteyptar brynjur úr járnplötum.

 

Til allrar lukku voru engar plötur yfir rassi og klofi.

Þessi svæði voru varin með hreyfanlegum málmþynnum um mjaðmir og rass. Auk þess voru riddarar oft klæddir bólstruðum buxum til að koma í veg fyrir núningssár vegna þungrar brynjunnar.

 

Nauðstaddur riddari hefði því látið skjaldsvein sinn losa málþynnurnar og þungar lærahlífarnar svo hann gæti sest á hækjur sér og teflt við páfann.

Brynjan veitti góða vörn en takmarkað athafnafrelsi þegar náttúran kallaði.

Sumar brynjur voru með punghlíf sem var auðvelt að losa þyrftu riddararnir bara að pissa.

 

Ef þörfin kom á óheppilegum tíma varð bara að láta náttúruna hafa sinn gang. Það þótti ekki hneykslanlegt því hermenn þjáðust oft af niðurgangi í herleiðöngrum.

 

Sem betur fer höfðu riddarar einatt skjaldsvein sér til aðstoðar sem sá um að hreinsa brynjuna hátt og lágt eftir bardaga.

BIRT: 07/06/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ & BUE KINDTLER-NIELSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is