Hvernig hélt fólk á sér hita í gamla daga? 

Hitapönnur, húsdýr og þróaður gólfhiti. Í gegnum söguna hefur manneskjan neyðst til að finna upp ýmsar leiðir til að halda á sér hita á köldum vetrarmánuðum.

BIRT: 17/09/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Á tímum án náttúrugass, rafmagns og miðstöðvar þurftu forfeður okkar að vera bæði úrræðagóðir og skapandi til að halda á sér hita á köldum vetrardögum.

 

Fyrst og fremst reyndi fólkið að innrétta heimili sín þannig að þörf fyrir hita yrði sem minnst. Það fól í sér að húsin voru oft lítil og með þykkum veggjum, það var lágt til lofts í þeim og aðeins fáeinir gluggar með þykkum gardínum. Þannig var hægt að einangra húsið sem best frá utanaðsteðjandi kulda.

 

Um nætur sveipuðu íbúar hússins sig mörgum lögum af teppum og toguðu nátthúfuna niður fyrir eyrun. Væri þeim engu að síður ennþá kalt gátu þeir haldið rúminu og fótum heitum með hitapönnum – málmíláti með löngu skafti sem var fyllt með ösku eða glóandi kolum og strokið yfir dýnuna undir sænginni.

MYNDBAND: 10 leiðir til að halda hita á 19. öld

Ríkir Rómverjar voru með gólfhita í heimilum sínum

Á víkingatímanum bjuggu íbúarnir í norrænum löndum í húsum með húsdýrum sínum á köldum vetrum. Dýrin áttu sér fastan stað í langhúsum víkinganna og líkamshiti þeirra átti drjúgan þátt í að hita upp húsin þannig að þægilegra væri að dvelja í þeim.

 

Í Rómarríki hituðu flestir Rómverjar hús sín með litlum ofnum úr ýmist málmi eða leir. Í þeim var kveikt í kolum eða eldiviði en oft voru ofnarnir svo lélegir að þeir ultu um koll og ekki var óvanalegt að í borg eins og Róm væru allt að 100 eldsvoðar á hverjum degi.

 

En yfirstéttin þurfti ekki að kljást við þetta vandamál. Húsakynni þeirra voru búin svokölluðum hypokaustum, eins konar miðstöð sem samanstóð af holrými og rörum undir gólfinu sem leiddi varma frá stóru eldstæði í gólfin og veggina í húsakynnum þeirra.

BIRT: 17/09/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Sothebys

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is