Augu okkar greina ljós frá umhverfinu í formi svonefndra ljóseinda.
Inni í auganu eru það ljósnæmar frumur sem kallast stafir sem greina ljósið en líka keilur sem eru ekki jafn ljósnæmar en greina hins vegar betur liti og smáatriði.
Í mannsauganu eru tiltölulega fáir stafir, samanborið við t.d. augu katta og þess vegna sjáum við illa í myrkri.
Af þessum sökum nota t.d. hermenn næturgleraugu til að sjá eftir að dimmt er orðið.
Næturgleraugu magna ljósið
Jafnvel þótt okkur virðist ríkja svartamyrkur rekst þó alltaf ákveðið magn ljóseinda á hluti í grenndinni og endurkastast þaðan inn í augu okkar.
Næturgleraugu magna þessar fáu ljóseindir upp í fleiri ljóseindir.
Fyrst breyta gleraugun þeim í rafeindir sem verða fyrir áhrifum rafsegulsviðs sem bæði fjölgar rafeindunum og hækkar orkustig þeirra.
Næst skella rafeindirnar á plötu með fosfór sem umbreytir þeim í ljóseindir sem augað greinir.
Fosfórinn skilar ljóseindum á bylgjulengdum sem samsvara grænum lit og þess vegna sést umhverfið í grænum litbrigðum.
Þetta efni varð fyrir valinu einmitt vegna þess að augu okkar eru næmust fyrir grænum litum.
Næturgleraugu magna upp ljós
Gleraugun fanga ljóseindir, magna þær upp og senda áfram til augnanna í grænum litum.
1. Ljóseindir fangaðar
Ljóseindir skella á plötu sem kallast ljósbakskaut. Orka ljóseindanna rífur rafeindir lausar úr bakhlið plötunnar.
2. Rafeindir styrktar
Rafsegulsvið magnar upp orku rafeindanna. Þær berast gegnum smásæ göt og slá þar með fleiri rafeindir lausar, þannig að rafeindunum fjölgar líka.
3. Rafeindir styrktar
Rafsegulsvið magnar upp orku rafeindanna. Þær berast gegnum smásæ göt og slá þar með fleiri rafeindir lausar, þannig að rafeindunum fjölgar líka.
Næturgleraugu magna upp ljós
Gleraugun fanga ljóseindir, magna þær upp og senda áfram til augnanna í grænum litum.
1. Ljóseindir fangaðar
Ljóseindir skella á plötu sem kallast ljósbakskaut. Orka ljóseindanna rífur rafeindir lausar úr bakhlið plötunnar.
2. Rafeindir styrktar
Rafsegulsvið magnar upp orku rafeindanna. Þær berast gegnum smásæ göt og slá þar með fleiri rafeindir lausar, þannig að rafeindunum fjölgar líka.
3. Fosfórljós er grænt
Rafeindirnar skella á fosfórhúðaðri plötu. Orka rafeindanna veldur því að grænu ljósi stafar frá fosfórnum og umhverfið sést skýrt. Ljósmagnið hefur aukist.
Notandi næturgleraugna sér því ekki þær ljóseindir sem berast utan frá, heldur miklu fleiri ljóseindir sem fosfórplatan hefur skilað inn á hinn græna hluta ljósrófsins.
Sé allt ljós útilokað og okkur berist engar ljóseindir, virka næturgleraugun ekki, þar eð þau magna bara upp það ljós sem berst augunum.