Tækni

Hvernig virka gleraugu með nætursjón?

Maður sér þau á þrautþjálfuðum sérsveitarmönnum í hasarmyndum. En eru þessi næturgleraugu til í raunveruleikanum og hvernig virka þau?

BIRT: 05/06/2022

Augu okkar greina ljós frá umhverfinu í formi svonefndra ljóseinda.

 

Inni í auganu eru það ljósnæmar frumur sem kallast stafir sem greina ljósið en líka keilur sem eru ekki jafn ljósnæmar en greina hins vegar betur liti og smáatriði.

 

Í mannsauganu eru tiltölulega fáir stafir, samanborið við t.d. augu katta og þess vegna sjáum við illa í myrkri.

 

Af þessum sökum nota t.d. hermenn næturgleraugu til að sjá eftir að dimmt er orðið.

 

Næturgleraugu magna ljósið

Jafnvel þótt okkur virðist ríkja svartamyrkur rekst þó alltaf ákveðið magn ljóseinda á hluti í grenndinni og endurkastast þaðan inn í augu okkar.

 

Næturgleraugu magna þessar fáu ljóseindir upp í fleiri ljóseindir.

 

Fyrst breyta gleraugun þeim í rafeindir sem verða fyrir áhrifum rafsegulsviðs sem bæði fjölgar rafeindunum og hækkar orkustig þeirra.

 

Næst skella rafeindirnar á plötu með fosfór sem umbreytir þeim í ljóseindir sem augað greinir.

 

Fosfórinn skilar ljóseindum á bylgjulengdum sem samsvara grænum lit og þess vegna sést umhverfið í grænum litbrigðum.

 

Þetta efni varð fyrir valinu einmitt vegna þess að augu okkar eru næmust fyrir grænum litum.

Næturgleraugu magna upp ljós

Gleraugun fanga ljóseindir, magna þær upp og senda áfram til augnanna í grænum litum.

1. Ljóseindir fangaðar

Ljóseindir skella á plötu sem kallast ljósbakskaut. Orka ljóseindanna rífur rafeindir lausar úr bakhlið plötunnar.

2. Rafeindir styrktar

Rafsegulsvið magnar upp orku rafeindanna. Þær berast gegnum smásæ göt og slá þar með fleiri rafeindir lausar, þannig að rafeindunum fjölgar líka.

3. Rafeindir styrktar

Rafsegulsvið magnar upp orku rafeindanna. Þær berast gegnum smásæ göt og slá þar með fleiri rafeindir lausar, þannig að rafeindunum fjölgar líka.

Næturgleraugu magna upp ljós

Gleraugun fanga ljóseindir, magna þær upp og senda áfram til augnanna í grænum litum.

1. Ljóseindir fangaðar

Ljóseindir skella á plötu sem kallast ljósbakskaut. Orka ljóseindanna rífur rafeindir lausar úr bakhlið plötunnar.

2. Rafeindir styrktar

Rafsegulsvið magnar upp orku rafeindanna. Þær berast gegnum smásæ göt og slá þar með fleiri rafeindir lausar, þannig að rafeindunum fjölgar líka.

3. Fosfórljós er grænt

Rafeindirnar skella á fosfórhúðaðri plötu. Orka rafeindanna veldur því að grænu ljósi stafar frá fosfórnum og umhverfið sést skýrt. Ljósmagnið hefur aukist.

Notandi næturgleraugna sér því ekki þær ljóseindir sem berast utan frá, heldur miklu fleiri ljóseindir sem fosfórplatan hefur skilað inn á hinn græna hluta ljósrófsins.

 

Sé allt ljós útilokað og okkur berist engar ljóseindir, virka næturgleraugun ekki, þar eð þau magna bara upp það ljós sem berst augunum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Mikkel Meister,

US Army,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is