Hvers vegna fáum við náladofa?

Við fáum stundum náladofa þegar við vöknum. Til allrar hamingju eru til nokkur góð ráð til að „vekja“ dofna fætur og dofnar hendur.

BIRT: 16/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Náladofi í höndum og fótum á rætur að rekja til klemmdrar taugar

Þegar við fáum svokallaðan náladofa í hluta líkamans stafar það yfirleitt af því að við erum með klemmda taug.

 

Þetta getur gerst ef við liggjum á handleggnum eða sitjum á fætinum lengi í senn. Taugum berast að öllu jöfnu taugaboð frá skynfærum í húðinni sem gera okkur kleift að skynja hreyfingu, hita og sársauka.

 

Í stöku tilvikum dofna hendurnar vegna þess að taugar í hálsi og hnakka hafa klemmst af völdum vöðvanna. Taugarnar í hálsinum liggja niður í handleggina og ef taugin klemmist milli vöðva og bandvefs getur það leitt af sér náladofa í höndum.

Taugar í handleggjum geta klemmst og leitt af sér náladofa.

Sársaukaboð kvikna í dofnum höndunum

Þegar taug klemmist verður húðin tilfinningalaus á því svæði sem tauginni berast taugaboð frá. Þegar teygt er úr handleggnum eða fætinum á nýjan leik minnkar þrýstingurinn á taugina og ástandið verður eðlilegt á nýjan leik.

 

Fyrstu taugaþræðirnir sem vakna úr doðanum eru þeir sem gefa frá sér sársaukaboð.

 

Einnig er hægt að hreyfa höfuðið hægt og rólega til hliðanna til að losna við náladofa. Þetta kemur blóðrásinni á hreyfingu aftur ef þrýstingur hefur myndast á slagæðar og bláæðar á meðan við sváfum.

Óþægileg stungutilfinning í fótum

Þetta er ástæða þess að við finnum oft fyrir óþægilegri tilfinningu, líkt og verið sé að stinga okkur á meðan náladofinn er ekki horfinn úr höndum og fótum.

 

Skynfærin taka svo smám saman við sér og náladofinn hverfur. Taugum nálægt beinunum hættir einkum og sér í lagi til að klemmast og leiða af sér náladofa í höndum og fótum.

BIRT: 16/02/2023

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is