Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Augu mannfólksins gefa okkur þokkalega sjón við ýmsar aðstæður. En mjög sérhæfð augu dýranna geta haft bæði ílöng, sporöskjulaga og U-laga sjáöldur sem fer allt eftir umhverfi þeirra og staðsetningu í fæðukeðjunni.

BIRT: 27/11/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Öll sjáöldur hafa það einfalda hlutverk að stjórna hversu mikið ljós berst inn í augað og tryggir þannig skarpa mynd á sjónhimnunni.

 

Í heimi dýranna taka augasteinar hins vegar á sig margar mismunandi myndir eftir umhverfi dýrsins og stöðu í fæðukeðjunni.

 

Lóðréttir augasteinar – Til veiði

Lóðréttur augasteinn er kringlóttur þegar hann er útvíkkaður að fullu en getur dregist saman í mjóa, lóðrétta rifu eins og hjá köttum.

 

Þessi eiginleiki gerir þessa tegund augasteina sérstaklega áhrifaríka hjá rándýrum sem veiða bráð á hreyfingu vegna þess að það styrkir fókus augans og hunsar truflun frá hliðum.

 

Láréttir augasteinar – Á varðbergi

Ólíkt lóðréttum augasteinum gefa láréttir augasteinar víðsýni og finnast oft í bráð sem er veidd af rándýrum.

 

Sporöskjulaga, lárétta lögunin veitir mjög breitt sjónsvið og aukið næmi fyrir hreyfingum sem eykur líkurnar á því að greina rándýr í tíma.

 

Hringlaga augasteinar – Fjölhæfir

Hringlaga augasteinninn er sá einfaldasti en hann hentar vel dýrum eins og manneskjum, fuglum og hundum sem þurfa sjón sem getur lagað sig að mjög mismunandi birtuskilyrðum.

 

Önnur sjáöldur – Sérhæft

Aðrar augasteinagerðir ráðast meira af sérstöku umhverfi sumra tegunda.

 

“U-laga sjáaldur smokkfisksins getur stjórnað ljósinntakinu frá mörgum sjónarhornum þannig að hann sér samskonar heildarmynd úr öllum áttum.“

BIRT: 27/11/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is