Maðurinn

Hvers vegna þolir sumt fólk ekki glúten?

Einn af hverjum hundrað bregst neikvætt við prótíninu glúteni. Sjúkdómurinn nefnist glútenóþol en af hverju skyldi hann stafa?

BIRT: 21/01/2024

Glúten er prótínflóki sem samanstendur af mörg hundruð prótínum sem myndast í deigi úr forðaprótínunum glíadíni og glúteníni.

 

Glúten er mikilvægt í þeim tilgangi að fá deig til að loða saman og þannig öðlast brauð þann teygjanleika sem einkennir það.

 

Hveiti, spelt, rúgmjöl og bygg mynda öll glúten og eru hluti af mjög mörgum fæðutegundum en hins vegar eru t.d. hrísgrjón og maís án glútens.

Glúten ertir bifhár í smáþörmunum

Glúten ræðst til atlögu við milljónir bifhára sem leynast á innanverðum smáþörmunum. Afleiðingarnar geta orðið býsna alvarlegar því mestöll upptaka fæðunnar á sér einmitt stað í smáþörmunum.

1. Glútenóþol skaðar smáþarmana

Glútenóþol veldur skemmdum í smáþörmunum. Smáþarmarnir eru um sex metra langir en um er að ræða vöðvaklædd göng.

2. Smáþarmarnir eru þaktir bifhárum að innan

Að innanverðu eru smáþarmarnir þaktir slímhúð sem hefur gríðarstórt yfirborð, sökum milljóna bifhára sem nefnast þarmatotur.

3. Ónæmiskerfið ræðst til atlögu við bifhár smáþarmanna

Þarmatotur þeirra sem þjást af glútenóþoli verða fyrir skemmdum af völdum ónæmiskerfisins. Þannig rýrnar innra yfirborð þarmanna og sömu sögu er að segja af getu þeirra til upptöku mikilvægra næringarefna, svo og vítamína og steinefna, úr fæðunni.

Varnir líkamans ráðast til atlögu

Á bilinu hálft til eitt prósent mannkyns bregst neikvætt við glúteni og fær sjúkdómsgreininguna glútenóþol.

 

Kvillinn gerir vart við sig sökum þess að ónæmiskerfi líkamans skynjar að glútenið sé óæskilegt og ræðst fyrir vikið til atlögu við það.

 

Viðbrögð þessi valda bólgum í slímhúð smáþarmanna og starfsemi þeirra rýrnar.

Hver er munurinn á glútenóþoli og glútenofnæmi?

Glútenóþol er sjálfsofnæmissjúkdómur og í rauninni ekki hefðbundið ofnæmi. Sjúkdómurinn kallast þó iðulega „glútenofnæmi“ í daglegu tali. Að auki fyrirfinnst í raun einnig ofnæmi fyrir tilteknum tegundum glútens en þessir tveir kvillar lýsa sér með ólíkum hætti. Þegar um er að ræða glútenóþol örvar glútenið ónæmiskerfið til að framleiða mótefni gegn frumum sjálfs líkamans í þarmaslímhúðinni. Fyrir bragðið er um að ræða sjálfsofnæmissjúkdóm. Þegar ofnæmi fyrir glúteni á í hlut hefur líkaminn þegar framleitt mótefni gegn glúteni sem veldur svo bólgum. Meðhöndlun beggja þessara kvilla er afar svipuð en með því er átt við að taka út fæðutegundirnar sem einkennunum valda.

Afleiðingin er sú að frásog næringarefna, vítamíns og steinefna verður lélegra.

 

Þegar til lengdar lætur getur kvillinn þess vegna haft í för með sér næringarskort, beinþynningu og aukna hættu á tilteknum tegundum krabbameins.

 

Glútenóþol er ólæknanlegt en glútensnauð fæða getur eytt flestöllum sjúkdómseinkennunum.

Nýtt hveiti hlífir þeim sem þjást af glútenóþoli

Með því að beita CRISPR/Cas9-erfðatækni hefur vísindamönnum við háskólann í Kordóba á Spáni tekist að fjarlægja alls 35 þeirra 45 erfðavísa í hveiti sem valda myndun glíadíns. Glíadín er mikilvægur hluti glútens og á þátt í að láta brauðdeig lyftast. Tilraunir hafa leitt í ljós að nýja hveitið veldur 85% síður ofnæmi en annað hveiti. Hveiti þetta er þó ekki unnt að nota í bakstri stórra brauða en hentar vel til að baka úr snittubrauð og smábrauð.

Vísindamenn hyggjast þróa nýtt bóluefni

Hvers vegna fólk þróar með sér glútenóþol var til skamms tíma hulin ráðgáta. Vísindamenn hölluðust helst að því að um væri að ræða arfgengan kvilla.

 

Árið 2017 tókst hins vegar að leysa ráðgátuna þegar vísindamenn við háskólann í Chicago sýndu fram á að venjuleg veira gat orsakað glútenóþol þegar hún breytti viðbrögðum ónæmiskerfisins gegn glúteni.

 

Vísindamennirnir róa nú að því öllum árum að þróa bóluefni sem ætlað er að koma í veg fyrir að veirusýkingar geti valdið glútenóþoli í framtíðinni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

Shutterstock,© Ken Ikeda madsen & Shutterstock,© Miriam Dalsgaard/Politiken/Ritzau Scanpix

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

4

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

5

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

6

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Tækni

Brennandi gas gaf vélinni ofurkrafta

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Vísindamenn hafa skapað níðsterkt silki sem með seiglu og sveigjanleika gæti orðið valkostur við gerviefni á borð við pólýester og nælon.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is