Hversu margir hafa verið í Ku Klux Klan?

Samtökin Kú Klúx Klan sem voru stofnuð til að endurheimta yfirráð hvítra í Suðurríkjum Bandaríkjanna, hafa löngum sveiflast hvað félagafjölda snertir.

BIRT: 07/04/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hægriöfgahópurinn Ku Klux Klan (KKK) var stofnaður árið 1865 af fyrrum Suðurríkjahermönnum eftir borgarastríðið í Bandaríkjunum.

 

Markmiðið með samtökunum var að endurheimta yfirráð hvítra í Suðurríkjunum og svipta blökkumenn réttindum þeirra. Aðferðin við að ná þessu fram fólst í ofbeldi og morðum á svörtum, svo og hvítu fólki sem KKK álitu vera svikara.

 

Settar voru á laggirnar deildir í öllum ríkjum suðursins og eru félagarnir taldir hafa verið um 550.000 þegar samtökin voru leyst upp með lögum árið 1871.

 

Árið 1915 risu samtökin aftur upp úr öskustónni og töldust þá innflytjendur, gyðingar og kaþólikkar einnig meðal óvina þeirra.

 

Endurfæðingin átti ekki hvað síst rætur að rekja til kvikmyndarinnar „The Birth of a Nation“ (1915), þar sem upprunalegu samtökin voru vegsömuð og þaðan sem hugmyndin um hvítu hetturnar og brennandi krossinn einnig er sprottin en þetta hvort tveggja áttu KKK eftir að verða þekkt fyrir.

 

Nýju samtökin höfðuðu til breiðari hóps en þau fyrri og þeim tókst að laða að sér um fimm milljón félaga áður en samtökin urðu gjaldþrota vegna skattaskuldar árið 1944.

 

Sjálfstæðar deildir héldu hins vegar velli og fengu byr undir báða vængi á sjöunda áratug síðustu aldar sem blóðug andstæða við baráttu þeldökkra fyrir borgararéttindum.

 

Þegar þar var komið sögu skorti KKK eiginlega miðstjórn og hefur síðan starfað sem litlar sjálfstæðar einingar síðan.

 

Sérfræðingar álíta að örfá þúsund félagar tilheyri enn samtökunum í Bandaríkjunum í dag.

BIRT: 07/04/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Image Select

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is