Náttúran

Hversu þunnt er grafín?

Grafín hefur verið lofað sem sannkallað undraefni því það getur verið ákaflega sterkt og á sama tíma ótrúlega þunnt. En hversu þunnt er það eiginlega og hvers vegna er það svona sterkt?

BIRT: 13/11/2022

 

Grafín er eitt atóm á þykkt. Það samanstendur af lagi af kolefnisatómum sem mynda tvívítt net með jafngildum efnatengjum í sexköntuðu formi.

 

Það myndi þurfa um þrjú milljón lög hvert ofan á annað til að búa til eins millimetra þykka grafínplötu.

 

Grafín var skapað árið 2004 þegar eðlisfræðingarnir Andre Gaim og Konstantin Novoselov notuðu límband til að ná upp örsmáum flögum úr grafíti – efninu sem er í broddi blýanta.

 

Þessu næst leystu þau upp límbandið í vökva og eftir varð að lokum lag sem var einungis eitt kolefnisatóm á þykkt.

 

Köttur gæti legið á grafíni

Efnatengingarnar milli kolefnisatómanna í grafíni eru afar stöðugar, sem gerir efnið að því sterkasta sem vísindamenn vita um – um 200 sinnum sterkara en stál.

 

Andre Gaim og Konsantin Novoselov hlutu árið 2010 Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir tilraunir sínar með grafín og Nóbelakademían lýsti styrki efnisins þannig:

 

„Eins fermetra stórt hengirúm, ekki þyngra en eitt veiðihár kattar, getur borið þungan af meðalþungum ketti án þess að brotna.“ Meðalþyngd katta er um 4 kg og veiðihár vegur einungis 0,77 mg.

 

1- Grafín samanstendur af kolefnisatómum sem tengjast saman í svonefndum samgildum tengjum því atómin deila rafeindum hvert með öðru. Það þarf gríðarlega orku til að rjúfa tengin og þess vegna er grafín t.d. sterkara en demantur, þrátt fyrir að það sé á sama tíma létt og hægt að beygja það án þess að það brotni.

 

2 – Hvert kolefnisatóm í grafíni er með rafeind á ytri braut sinni sem tekur ekki þátt í tengingum með öðrum atómum. Rafeindirnar geta farið frjálst um í efninu sem gerir grafínið að fyrirtaks rafmagnsleiðara – allt að 70% skilvirkari en kopar, sem er algengur í rafmagnsleiðslum.

 

3 – Grafín væri mögulega hægt að nýta í margs konar tækni. En vísindamenn horfa einkum til möguleikanna sem tengjast nýrri gerð sólarsella sem með skilvirkum hætti umbreyta sólarljósi í straum og eru á sama tíma afar þunnar og sveigjanlegar svo hægt sé að nýta þær í hvaðeina, allt frá gluggum yfir í síma.

Vísindamenn vinna nú að því að þróa grafín í fjölmörg tól og tæki. Í rafeindabúnaði varðar það t.d. sveigjanlega skjái og ofurþunnar og skilvirkar sólarsellur.

 

Aðrir vísindamenn telja að með grafíni megi sía sjó þannig að hann verði drykkjarhæfur, sem væri í sjálfu sér stórkostlegur áfangi.

LESTU EINNIG

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is