Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Í bernsku sólkerfisins varð Venus fyrir fjölmörgum árekstrum ýmissa himintungla – og hlífði jafnframt jörðinni við árekstrum með þeim hætti.

BIRT: 03/09/2024

Venus er stundum nefnd hinn illi tvíburi jarðar því hvað stærð varðar líkist hún okkar hnetti, en hefur þó þróast á allt annan máta.

 

Meðan jörðin varð að lífvænlegri vin í sólkerfinu hefur Venus endað sem eins konar helvíti með þykkum lofthjúp úr CO2 ,þungum skýjum úr brennisteinssýru, kæfandi þrýstingi og hita sem nemur allt að 460° á yfirborðinu. Þessi mikli munur á Venus og jörðinni er ein helsta ráðgáta sólkerfisins.

 

Nú hefur teymi stjarnfræðinga fundið mögulega útskýringu – og hún nær allt aftur til bernsku plánetanna.

 

Í hinu unga sólkerfi urðu pláneturnar oft fyrir árekstrum annarra minni hnatta, en sumir þeirra voru þó á stærð við Mars.

Í hinu unga sólkerfi var aragrúi af hnöttum og himintunglum sem skullu jafnan saman.

Til þessa hafa vísindamenn talið að Venus og jörðin hafi orðið fyrir álíka mörgum árekstrum, en með hjálp 4000 tölvulíkana hafa vísindamenn við Univeristy of Arizona í BNA komist að því að á þessu var verulegur munur.

 

Venus tók verstu höggin fyrir jörðina

Líkönin sýna að um helmingur af þeim árekstrum sem jörðin varð fyrir voru einungis minniháttar, þ.e.a.s. þessir framandi hnettir rétt strukust við jörðina. Árekstrarnir hafa dregið úr hraða hnattanna sem síðan hafa færst innar í sólkerfið og skollið á Venusi.

 

Þessi minni hraði hefur haft í för með sér að Venus gleypti í sig alla hnettina og þannig hefur tvíburapláneta okkar tryggt að þessir framandi hnettir gátu ekki skollið aftur á jörðina.

 

Jafnframt hafa þessar ólíku árekstrahrinur leitt af sér mismunandi skiptingu á þeim efnum sem jörðin og Venus hafa fengið frá þessum framandi himintunglum. Við árekstur við jörðina hafa einungis ystu lög framandi hnatta orðið eftir í jörðinni, meðan þyngri innri lög eins og t.d. járnríkir kjarnar enduðu í Venusi.

LESTU EINNIG

Líkönin draga upp mynd af því hvernig Venus hefur orðið fyrir miklu fleiri ofsafengnum árekstrum um jörðina og það kann að eiga sinn þátt í að Venus hefur þróað á allt annan máta.

 

Samkvæmt vísindamönnum kunna allir þessir árekstrar á Venus að útskýra hvers vegna plánetan er ekki með neitt tungl, einnig hvers vegna í henni er ekki að finna segulsvið og eins af hverju hún snýst mun hægar en jörðin – munur sem kann að hafa skipt sköpum fyrir þróunarsögu plánetanna tveggja.  

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JENS E. MATTHIESEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Áhugaverð kenning: Vísindamenn hugsanlega búnir að finna hvað veldur Alzheimer

Maðurinn

Nú geta læknar meðhöndlað svitalykt

Náttúran

Megalodon – stærsti hákarl allra tíma

Maðurinn

Er hægt að gleypa tunguna?

Lifandi Saga

Nú vitum við meira um hvers vegna víkingar hröktust skyndilega frá Grænlandi

Náttúran

Topp 5 – Hvert er minnsta spendýrið?

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is