Search

Hvert fór Austurlandahraðlestin?

Í meira enn 125 ár var hin goðsagnakennda lest tákn um allsnægtir en í desember árið 2009 lagði lestin í sína síðustu ferð.

BIRT: 12/05/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

The Oriental Express var nafnið á járnbrautarleið sem flutti upprunalega evrópska farþega milli Parísar og Istanbúl.

 

Leiðin var stofnsett árið 1883 af Compagnie Internationale des Wagons-Lits en það vildi bjóða yfirstéttinni ferðalag sem einkenndist af lúxus og þægindum.

 

Þess vegna varð The Oriental Express skjótt samheiti fyrir lúxusferðalög.

 

Eftir 1883 var leið lestarinnar breytt, hún lengd mörgum sinnum og önnur fyrirtæki tóku að nota nafnið til að lokka viðskiptavini til sín.

 

Upprunalega leiðin sem var fyrst farin 4. október1883, lá frá París til rúmensku hafnarborgarinnar Giurgiu, með viðkomu í München.

 

Í Rúmeníu héldu farþegarnir með ferju yfir Dóná til Búlgaríu og síðan var haldið áfram með lest til borgarinnar Varna.

 

Þá var farið aftur með ferju sem sigldi síðasta spölinn til Istanbúl. Það var fyrst árið 1889 sem farið var í einni samfelldri lestarferð frá París til Istanbúl.

 

Síðasta eiginlega lúxuslestin með þessu víðfræga nafni hélt frá brautarstöðinni í París til Istanbúl þann 19. maí árið 1977.

 

Eftir það var leiðin stytt hvað eftir annað, þar til síðasta Austurlandahraðlestin fór frá Strasbourg til Vínar í desember 2009.

BIRT: 12/05/2023

HÖFUNDUR: BUE KINDTLER-NIELSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is