Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Tilviljanakennt slys á sjúkrahúsi í Kanada varð til þess að opna leið lækna að áður óþekktum heimi. Í ljós kom að heil runa óvæntra atburða á sér stað í heilanum fyrstu sekúndurnar eftir að hjartað hættir að slá.

BIRT: 29/03/2024

Sterkir ljósblossar við endann á dimmum göngum, leiftursnöggt yfirlit yfir helstu augnablik ævinnar og sú tilfinning að verið sé að yfirgefa líkamann og svífa yfir honum líkt og gervihnöttur.

 

Síðustu sekúndur ævinnar hafa verið sveipaðar mikilli dulúð.

 

Við vitum enn ekki fyrir víst nákvæmlega hvað gerist í heilanum. Nú hefur samt í fyrsta sinn tekist að mæla í smáatriðum heilastarfsemina hjá deyjandi einstaklingi.

 

Í ljós kom að í heilanum fer af stað heil skipulögð runa kemískra taugaboða sem fara af stað um leið og síðasti andardrátturinn er dreginn. Hugsanlega fær hinn deyjandi að sjá samsafn af bestu augnablikum ævinnar fljúga fram hjá, líkt og við þekkjum úr heimi kvikmyndanna.

LESTU EINNIG

Sorglegur atburður veitir innsýn í hulinn heim

Vísindamennirnir gerðu þessa uppgötvun þegar þeir fyrir algera tilviljun urðu vitni að sorglegum atburði á sjúkrahúsi í Bresku Kólumbíu í Kanada. Þar hafði 87 ára gamall sjúklingur fengið flogakast eftir aðgerð og höfðu læknarnir tengt rafskaut við hársvörð hans til að geta fylgst grannt með rafboðum heilans í svokölluðu heilariti (EEG).

 

Til allrar óhamingju versnaði ástand sjúklingsins meðan á þessu stóð og hann lést skyndilega af völdum hjartaáfalls.

 

Þetta gerði það að verkum að læknarnir öðluðust innsýn inn í hulinn heim. Jafnvel þótt læknar hafi áður gert einfaldar heilaritsmælingar á mannsheilanum á mörkunum á milli lífs og dauða, var þetta í fyrsta sinn sem þeir höfðu tækifæri til að fylgjast með umskiptunum á svo nákvæman máta.

Þessi 87 ára gamli Kanadabúi hafði orðið fyrir blóðuppsöfnun milli höfuðkúpunnar og heilans sökum þess að hann datt og lést skömmu síðar af völdum hjartaáfalls. Á myndinni má sjá sneiðmynd af heila mannsins fyrir aðgerðina (A og B) og að henni lokinni (C og D).

Heilinn fer í gegnum helstu atburði ævinnar

Læknunum tókst að taka upp 900 sekúndna myndskeið af heila deyjandi mannsins.

 

Mælingarnar leiddu í ljós hvernig starfsemi heilabylgnanna sem tengjast draumum og minningum, þ.e. svonefndra gammabylgna, jókst 30 sekúndum fyrir og 30 sekúndum eftir síðasta hjartsláttinn.

 

Heilabylgjur tákna samanlagða rafræna starfsemi heilans í milljörðum af taugafrumum. Það er svo bæði tíðni bylgnanna og styrkur þeirra sem gefa til kynna með hvers kyns meðvitund einstaklingurinn er.

 

Gammabylgjurnar sem eru með tíðni á bilinu 30 til 100 hertz, eru sú tegund heilabylgna sem hafa hæstu tíðnina. Það eru jafnframt gammabylgjur sem vísindamenn oftast mæla þegar tilraunaþátttakendur í ólíkum tilraunum eru beðnir um að kalla fram minningar.

 

Rafskautin námu hins vegar einnig aðrar tegundir af heilabylgjum, m.a. alfabylgjur. Það er einmitt samspil þessara tveggja tegunda af heilabylgjum sem gerði vísindamönnunum kleift að kanna hvað átti sér stað í heila deyjandi mannsins:

 

„Tengslin á milli alfa- og gammastarfsemi eiga þátt í að kalla fram minningar í heilbrigðum tilraunaþátttakendum. Fyrir vikið er einnig áhugavert að velta því fyrir sér hvort starfsemin kunni að leiða í ljós síðasta „innlit í lífið“, það sem á sér stað þegar viðkomandi er að draga andann í hinsta sinn“, skrifa vísindamennirnir í rannsókn sinni.

Straumur jóna tryggir taugaboð í heila

Heilafruma orsakar taugaboð innan í sér með því að láta rafhlaðnar jónir streyma inn í frumuna. Þegar taugaboðið berst gegnum frumuna senda svonefndar jónadælur jónirnar út aftur og fruman verður tilbúin til að senda frá sér nýtt taugaboð.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock, © Frontiers in Aging Neuroscience

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.