Maðurinn

Illviðráðanlegur vágestur: Mislingum hefur verið útrýmt í 62% af ríkjum Evrópu

Mislingafaraldrar geisa enn reglulega þó svo að bólusetning gegn þeim hafi verið í boði undanfarna rúma hálfa öld. Við hjá Lifandi vísindum hyggjumst nú útskýra hvers vegna sumir sjúkdómar blossa upp aftur og aftur, þrátt fyrir áralanga baráttu gegn þeim.

BIRT: 16/04/2023

1. Hefur mislingum verið útrýmt?

Upplýsingar frá árinu 2017 frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni herma að alls 33 af 53 Evrópulöndum séu laus við mislinga.

 

Tekist hefur að „uppræta“ sjúkdóminn á Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Hollandi en með því er átt við að mislingafaraldrar hafi ekki geisað í þessum löndum síðastliðin þrjú ár.

 

Engu að síður birtast öðru hverju sjúklingar á sjúkrahúsum landanna með rauða díla um allan líkama en sem dæmi má geta þess að fullorðnir sem ekki hafa verið bólusettir sem börn geta hæglega smitast af sjúkdómnum á ferðalögum erlendis og borið hann með sér heim.

 

 

Á síðustu árum hafa blossað upp mislingar í Evrópulöndum á borð við Rúmeníu, Þýskaland og Pólland   og örfáir smituðust af mislingum hér á landi árið 2019.

 

Frakkland, Ítalíu, Úkraínu og Serbíu er reyndar ekki að finna á lista yfir lönd sem tekist hefur að uppræta sjúkdóminn í, sökum þess að þar hefur ekki tekist að koma í veg fyrir faraldra í þrjú ár í röð.

 

Hvað eru mislingar?

Mislingaveiran veldur háum hita, hósta og ógrynni rauðra díla um allan líkamann og getur sjúkdómurinn þróast yfir í lungnabólgu, niðurgang og lífshættulega heilabólgu.

 

Mislingar stafa af svonefndri morbilli-veiru. Hún dreifir sér með hor eða örsmáum dropum sem hanga í loftinu þegar smitaður einstaklingur hóstar. Sjúkdómurinn er fyrir vikið einkar smitandi.

Mislingaveiran getur hangið í loftinu í allt að tvær klukkustundir eftir að smitaður einstaklingur hefur hóstað eða hnerrað í tilteknu rými.

Fyrir nokkrum árum sýndu bandarískir vísindamenn fram á að mislingar eru ekki einungis lífshættulegur sjúkdómur í sjálfu sér. Hann skaddar að sama skapi ónæmiskerfið í allt að þrjú ár eftir sýkingu.

 

Þetta má einnig orða á þann veg að þeir sem veikjast af mislingum og ná sér af sjálfum sjúkdómnum eiga samt sem áður á hættu að deyja af völdum annarra sýkinga fyrstu árin á eftir.

 

3. Hvernig er unnt að lækna mislinga?

Þau lönd sem tekist hefur að útrýma mislingum geta þakkað bólusetningum árangurinn.

 

Bóluefni gegn mislingum felur í sér veiklaðar veiruagnir sem láta ónæmiskerfið mynda mótefni og minnisfrumur.

 

Mótefnin ráðast til atlögu við veiruna á meðan minnisfrumurnar muna eftir þeim næst.

 

Ef nægilega margir láta bólusetja sig og börn sín myndast það sem kallað er hjarðónæmi sem gerir það að verkum að mislingum er nánast útrýmt í tilteknu þjóðfélagi.

 

Þetta veitir einnig vörn þeim sem eru of veikir eða veiklaðir til að þiggja bólusetningu.

 

Fyrir vikið getur andstaða gegn mislingabólusetningu haft það í för með sér að hjarðónæmið verður að engu og lífshættulegt smit komið upp aftur í löndum sem mislingum hafði verið útrýmt í.

 

Mislingar á undanhaldi

Til allrar hamingju er þróunin jákvæð.

 

Bólusetningar ollu því að andlátum af völdum mislinga fækkaði um 79% á árunum frá 2000 til 2015. Þetta þýddi að 20,3 milljón mannslífum var bjargað.

 

Árið 2016 voru um það bil 85% barna um gjörvallan heim bólusett gegn mislingum áður en þau náðu eins árs aldri. Árið 2000 nam hlutfallið aðeins 73%.

 

Þetta sýna tölur frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO.)

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: RIKKE JEPPESEN

© Wikimedia Commons,

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

Lifandi Saga

Hvenær eignuðumst við grasflatir?

Lifandi Saga

Hvenær eignuðumst við grasflatir?

Lifandi Saga

Hryðjuverk nasista í New Jersey: Feiknarleg sprenging vakti BNA

Lifandi Saga

Hryðjuverk nasista í New Jersey: Feiknarleg sprenging vakti BNA

Menning

Muhammad Ali: Versti andstæðingur hans var BNA 

Tækni

Er gler í rauninni vökvi?

Lifandi Saga

Upphafsár slökkviflugvéla: Óttalausir flugmenn réðust gegn eldinum

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Lifandi Saga

EM í fótbolta: Enginn nennti að verða Evrópumeistari

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Barbie breyttist í hasarhetju

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Lifandi Saga

Hverjir stunduðu djöflasæringar?

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Lifandi Saga

EM í fótbolta: Enginn nennti að verða Evrópumeistari

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Barbie breyttist í hasarhetju

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Lifandi Saga

Hverjir stunduðu djöflasæringar?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Vísindamenn hafa loksins leyst barnadauðaráðgátu.

Heilsa

Vísindamenn hafa loksins leyst barnadauðaráðgátu.

Lifandi Saga

Hin voldugu turnskip Kínverja þoldu hvorki öldugang né vind 

Lifandi Saga

Hin voldugu turnskip Kínverja þoldu hvorki öldugang né vind 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættum við að nota einglyrni?

Náttúran

Tungan kom lífinu upp á þurrlendið

Lifandi Saga

Persneskur kóngur stal borg óvina og endurreisti hana í eigin ríki 

Maðurinn

Viðamikil erfðafræðirannsókn breytir sögu mannsins: Ættartré okkar rifið upp með rótum

Vinsælast

1

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

2

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

3

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

4

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

5

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

6

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

1

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

2

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

3

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

4

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

5

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

6

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Lifandi Saga

Bók frá 1898 sagði fyrir um Titanic-slysið 

Heilsa

Sjö venjur geta dregið verulega úr hættu á þunglyndi

Náttúran

Ofurmeginland gæti útrýmt dýralífi jarðar

Lifandi Saga

Hvenær byrjuðu indíánar að ríða hestum?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Slöngur smakka sig áfram með tungunni, spætan nýtir hana til að sleppa við heilahristing og tunga kamelljónsins nær meiri hröðun en orrustuþota. Í dýraríkinu er tungan fjölnotatól, líkt og svissneskur vashnífur og tryggir tegundinni framhaldslíf.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.