Maðurinn

Illviðráðanlegur vágestur: Mislingum hefur verið útrýmt í 62% af ríkjum Evrópu

Mislingafaraldrar geisa enn reglulega þó svo að bólusetning gegn þeim hafi verið í boði undanfarna rúma hálfa öld. Við hjá Lifandi vísindum hyggjumst nú útskýra hvers vegna sumir sjúkdómar blossa upp aftur og aftur, þrátt fyrir áralanga baráttu gegn þeim.

BIRT: 16/04/2023

1. Hefur mislingum verið útrýmt?

Upplýsingar frá árinu 2017 frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni herma að alls 33 af 53 Evrópulöndum séu laus við mislinga.

 

Tekist hefur að „uppræta“ sjúkdóminn á Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Hollandi en með því er átt við að mislingafaraldrar hafi ekki geisað í þessum löndum síðastliðin þrjú ár.

 

Engu að síður birtast öðru hverju sjúklingar á sjúkrahúsum landanna með rauða díla um allan líkama en sem dæmi má geta þess að fullorðnir sem ekki hafa verið bólusettir sem börn geta hæglega smitast af sjúkdómnum á ferðalögum erlendis og borið hann með sér heim.

 

 

Á síðustu árum hafa blossað upp mislingar í Evrópulöndum á borð við Rúmeníu, Þýskaland og Pólland   og örfáir smituðust af mislingum hér á landi árið 2019.

 

Frakkland, Ítalíu, Úkraínu og Serbíu er reyndar ekki að finna á lista yfir lönd sem tekist hefur að uppræta sjúkdóminn í, sökum þess að þar hefur ekki tekist að koma í veg fyrir faraldra í þrjú ár í röð.

 

Hvað eru mislingar?

Mislingaveiran veldur háum hita, hósta og ógrynni rauðra díla um allan líkamann og getur sjúkdómurinn þróast yfir í lungnabólgu, niðurgang og lífshættulega heilabólgu.

 

Mislingar stafa af svonefndri morbilli-veiru. Hún dreifir sér með hor eða örsmáum dropum sem hanga í loftinu þegar smitaður einstaklingur hóstar. Sjúkdómurinn er fyrir vikið einkar smitandi.

Mislingaveiran getur hangið í loftinu í allt að tvær klukkustundir eftir að smitaður einstaklingur hefur hóstað eða hnerrað í tilteknu rými.

Fyrir nokkrum árum sýndu bandarískir vísindamenn fram á að mislingar eru ekki einungis lífshættulegur sjúkdómur í sjálfu sér. Hann skaddar að sama skapi ónæmiskerfið í allt að þrjú ár eftir sýkingu.

 

Þetta má einnig orða á þann veg að þeir sem veikjast af mislingum og ná sér af sjálfum sjúkdómnum eiga samt sem áður á hættu að deyja af völdum annarra sýkinga fyrstu árin á eftir.

 

3. Hvernig er unnt að lækna mislinga?

Þau lönd sem tekist hefur að útrýma mislingum geta þakkað bólusetningum árangurinn.

 

Bóluefni gegn mislingum felur í sér veiklaðar veiruagnir sem láta ónæmiskerfið mynda mótefni og minnisfrumur.

 

Mótefnin ráðast til atlögu við veiruna á meðan minnisfrumurnar muna eftir þeim næst.

 

Ef nægilega margir láta bólusetja sig og börn sín myndast það sem kallað er hjarðónæmi sem gerir það að verkum að mislingum er nánast útrýmt í tilteknu þjóðfélagi.

 

Þetta veitir einnig vörn þeim sem eru of veikir eða veiklaðir til að þiggja bólusetningu.

 

Fyrir vikið getur andstaða gegn mislingabólusetningu haft það í för með sér að hjarðónæmið verður að engu og lífshættulegt smit komið upp aftur í löndum sem mislingum hafði verið útrýmt í.

 

Mislingar á undanhaldi

Til allrar hamingju er þróunin jákvæð.

 

Bólusetningar ollu því að andlátum af völdum mislinga fækkaði um 79% á árunum frá 2000 til 2015. Þetta þýddi að 20,3 milljón mannslífum var bjargað.

 

Árið 2016 voru um það bil 85% barna um gjörvallan heim bólusett gegn mislingum áður en þau náðu eins árs aldri. Árið 2000 nam hlutfallið aðeins 73%.

 

Þetta sýna tölur frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO.)

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: RIKKE JEPPESEN

© Wikimedia Commons,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is