Jól

„Jólin bitna á meltingunni“

Jólin eru tími hjartans en á það einnig við um þarmana? Við skóflum í okkur feitum mat en er það endilega svo slæmt fyrir meltinguna? Við ætlum að einblína á fimm mýtur um áhrif jólafæðunnar á líkamann.

BIRT: 19/12/2023

„Við fáum harðlífi af jólamat“

Feitur jólamatur hægir á meltingunni og getur valdið magaverkjum, brjóstsviða eða í versta falli hægðatregðu.

SATT

Útþaninn magi, brjóstsviði og hægðatregða – allt einkenni jólanna. Flest finnum við aðeins fyrir smávægilegum óþægindum eftir að hafa borðað yfir okkur en þó lenda sumir í því að þurfa að kljást við alvarlega hægðatregðu um jólin.

 

Feit fæðan setur líkamanum hömlur og veldur álagi á meltingarfærin.

 

Fituríkar máltíðir hafa áhrif á þarmastarfsemina og hægja á meltingunni með því að hefta vöðvasamdrátt í bæði maga og görnum.

 

Fæðan dvelur fyrir vikið lengur í meltingarfærunum og það eitt getur haft í för með sér uppþembu, magaverk, brjóstsviða, nábít og harðlífi.

 

Rannsókn á hinum ýmsu áhættuþáttum leiddi í ljós að margföld hætta var á harðlífi þegar neytt hafði verið máltíða sem fólu í sér mettaða fitu sem er einmitt aðalinnihaldsefnið í brúnni sósu, andarbringu, rifjasteik, hamborgarhrygg og sömuleiðis í mörgum eftirréttum.

 

„Hitaeiningarík fæða veldur álagi á líffærin um jólin“

Jólamáltíðir eru sneisafullar af fituríkri fæðu sem pína líkamann til að starfa af fullum krafti. Við það slævast þarmarnir, þrýstingur myndast á magann og fitumyndun verður í lifrinni.

 

1 – Magasýrur valda brjóstsviða

Fiturík fæða staldrar lengur við í maganum. Hægfara tæmingin gerir það að verkum að maginn fyllist og myndar þrýsting á lokunarvöðvann milli vélindans og magans. Þegar þetta gerist kemst magasýra inn í barkann og við finnum fyrir brjóstsviða.

 

2 – Þarmarnir slævast

Hitaeiningarík fæða hefur þau áhrif á þarmana að það hægist á þarmahreyfingunum sem ýta fæðunni áfram með samhæfðum vöðvasamdrætti. Fæðan dvelur fyrir vikið lengur í þörmunum sem haft getur í för með sér hægðatregðu.

 

3 – Lifrin líður fyrir

Þegar ofgnóttar fitu er neytt, frásogast hún í smágörnunum og berst þaðan með blóðinu til lifrarinnar þar sem hún safnast fyrir. Þetta á einkum við um mettuðu fituna sem eykur hættu á stækkun lifrarinnar sem einnig kallast fitulifur.

Tilraunir á dýrum sýndu fram á að fiturík fæða væri helmingi lengur á leiðinni í gegnum meltingarfærin en sú fitusnauða. Auk þess sem vöðvasamdráttur verður slælegri í þörmunum verður minni slímlosun úr þörmunum og hvort tveggja hefur áhrif á hægaganginn í meltingunni.

 

Skortur á slími gerir það að verkum að fæðan rennur ekki áreynslulaust gegnum meltingarveginn og þetta kann að leiða af sér harðlífi.

 

Auk þess sem jólamatur inniheldur mikla fitu, er hann að sama skapi trefjasnauður og það eitt hægir enn frekar á meltingunni. Hitaeiningaríkur matur sem felur í sér mikla fitu og lítið af trefjum, leiðir jafnframt af sér óheilnæma þarmaflóru sem kann að hægja á meltingunni og hafa í för með sér hægðatregðu.

„Brún sósa er skelfileg hitaeiningasynd“

Brún sósa er langt frá því að vera mesti hitaeiningagjafi á jólakræsinganna.

RANGT

Brún sósa felur að öllu jöfnu í sér smjör, rjóma og fitu úr kjötinu. Hún er sneisafull af hitaeiningum.

 

Þess vegna hefur brún sósa orð á sér fyrir að vera versti löstur jólamatarborðsins en þó svo að sósan hennar ömmu sé í raun feit, þá borðum við að öllu jöfnu ekki nema u.þ.b. 100 g á mann eða það sem samsvarar 85-90 hitaeiningum.

LESTU EINNIG

Óháð því hvort boðið er upp á hamborgarhrygg sem felur í sér 216 hitaeiningar í hverjum 100 g, hangikjöt með 207 hitaeiningum eða önd sem getur innihaldið allt að 400 hitaeiningar í 100 g, þá er enn ekki búið að bera fram þann mat sem inniheldur flestar hitaeiningar.

 

Eftirréttirnir eru nefnilega barmafullir af hitaeiningum og sömu sögu er að segja af konfekti, smákökum, marsípangóðgæti og ýmsu sætmeti sem borið er fram með kaffinu. Brún sósa er hátíð í samanburði.

„Síðbúnar máltíðir eru meira fitandi“

Mörg jólamatarboð hefjast seint að deginum og þetta hróflar við líkamsklukkunni sem er ekki stillt með það fyrir augum að melta mat seint að kvöldi.

SATT

Jólamatarátið stendur yfirleitt langt fram á kvöld og oft eru eftirréttirnir ekki bornir fram fyrr en eftir kl. 20. Þetta kærir líkaminn sig ekkert sérlega vel um. Heilsa okkar líður nefnilega ekki einungis fyrir hvað við borðum, heldur einnig hvenær.

 

Á undanförnum áratugum hafa vísindamenn fyrir alvöru áttað sig á mikilvægi líkamsklukkunnar hvað áhrærir inntöku matar.

 

Margir vísindamenn telja að megrunarkúrar ættu að taka mið af því hvenær fólk borðar, ekki síður en hvað það innbyrðir.

 

Líkamsklukkan fylgir sólarhringnum og samræmir ótalmörg ferli líkamans, þar með talið meltinguna, efnaskiptin og blóðsykurmagnið, við tímabil sólarhringsins.

LESTU EINNIG

Í milljónir ára hefur líkaminn vanist því að innbyrða fæðuna á björtum tímabilum sólarhringsins og að fasta í myrkri sem útskýrir jafnframt hvers vegna okkur gefst verr að vinna úr fæðunni seint um kvöld.

 

Þess má t.d. geta að insúlínframleiðsla líkamans er þó nokkuð minni seint á kvöldin og á nóttinni og fyrir vikið helst hátt blóðsykurmagn lengi eftir að við innbyrðum síðbúna kvöldmáltíð.

 

Ef blóðsykurmagnið helst hátt yfir langan tíma kann það að hafa í för með sér sýkingu í líkamanum og aukna holdmyndun. Vísindamenn hafa jafnframt gert sér grein fyrir að sé hitaeininga neytt seint að deginum eru auknar líkur á að þær setjist fyrir á líkamanum.

 

Í megrunarátaki sem stóð yfir í tólf vikur, léttust þeir þátttakendur tilraunarinnar meira sem innbyrtu flestallar hitaeiningarnar á morgnana heldur en hinir sem innbyrtu flestar hitaeiningarnar um kvöldmatarleytið, þrátt fyrir að báðir hópar fengju sama hitaeiningafjöldann.

„Við þurfum að hlaupa 10 km til að brenna einni jólamáltíð“

Sé ætlunin að brenna allri jólamáltíðinni, þarf að hlaupa minnst 20 km.

RANGT

Tíu kílómetra hlaup til að brenna einni jólamáltíð hljómar lygilega en í raun réttri dugar það ekki til. Ein staðgóð jólamáltíð felur gjarnan í sér 800 hitaeiningar.

 

Við það bætist svo eftirréttur, smákökur, öl og vín. Samanlagt förum við létt með að innbyrða alls 2.000 hitaeiningar aðfangadagskvöld.

 

Lauslega áætlað brennum við 65 hitaeiningum fyrir hvern kílómetra sem við hlaupum og því má sjá að við þyrftum að hlaupa alls 30 km til að brenna öllum 2.000 hitaeiningunum.

62 kg manneskja þarf að ganga í kringum jólatréð í 13,5 tíma til að brenna jólamáltíðinni.

Brennslan er þó háð nokkrum þáttum. Þungt fólki brennir fleiri hitaeiningum og svo skiptir hraði, undirlag og veður einnig máli.

 

Ef við hlaupum á móti vindinum eyðum við meiri orku en ef við hlaupum undan vindi. Þegar við hlaupum upp í móti brennum við að sama skapi meiri orku en á jafnsléttu. Sá sem vegur 100 kg og hleypur á útopnu upp í móti gæti verið að brenna 80-90 hitaeiningum á hvern kílómetra. Við þessar tilteknu aðstæður þyrfti hlauparinn að hlaupa u.þ.b. 20 km til að brenna allri jólamáltíðinni.

 

Þá má einnig setja reikningsdæmið upp þannig að einstaklingur sem vegur 62 kg gæti brennt öllum 2.000 hitaeiningunum með því að ganga í kringum jólatréð í 13,5 klst. á hraða sem nemur 3 km/klst.

„Rauðvín bætir meltingu feitrar fæðu“

Pólýfenól í rauðvíni getur gagnast meltingunni en lykillinn að gagnlegu áhrifunum er að magninu sé stillt í hóf.

SUMPART SATT

Rauðvín hæfir ekki einvörðungu bragðinu af jólamatnum heldur gagnast það jafnframt meltingunni. Rauðvín hefur að geyma pólýfenól úr hýði vínberjanna en um er að ræða tegund andoxunarefna sem gagnast meltingunni og vinnur bug á mörgum neikvæðum afleiðingum þess að snæða feitan mat og að borða of mikið.

 

Andoxunarefnin vernda frumur í magaveggnum, svo og í garnaveggjunum, auk þess sem þau koma í veg fyrir oxun í meltingarveginum. Oxaðar fitusýrur geta í versta falli haft í för með sér æxli og æðakölkun.

 

Pólýfenól sér enn fremur til þess að meira köfnunarefnisoxíð myndist í maganum sem gerir það að verkum að það slaknar á vöðvunum í magaveggnum. Þannig verður meltingin betri.

 

Þessi náttúrulegu andoxunarefni í rauðvíni hafa að sama skapi í för með sér minna kólesterólmagn, bætt blóðstreymi og minni hættu á offitu, sykursýki, krabbameini, taugasjúkdómum, svo og hjarta- og æðasjúkdómum.

Rauðvín getur bætt heilsuna

Ef við drekkum of mörg rauðvínsglös hefur áfengið í víninu ertandi áhrif á líkamann en ef við höldum okkur við tvö glös með máltíðinni gera rauð vínberin í raun gagn.

 

1 – Andoxunarefni vernda frumurnar

Rauðvín inniheldur andoxunarefni sem verja okkur gegn því álagi af völdum oxunar sem myndast þegar við innbyrðum mikla fitu. Álag af völdum oxunar getur haft í för með sér krabbamein í meltingarveginum.

 

2 – Vöðvar slakna

Pólýfenól í rauðvíni örvar frumur í maganum til að mynda köfnunarefnisdíoxíð. Við það slaknar á vöðvunum í maganum og við verðum færari um að melta fæðuna.

 

3 – Fleiri gagnlegar bakteríur berast í þarmana

Pólýfenól rauðvínsins eykur fjölbreytni gagnlegra þarmagerla. Heilnæm og fjölbreytt samsetning þarmagerlanna verndar okkur gegn ýmsum sjúkdómum og ýmiss konar ofnæmi.

Sé jólamatnum skolað niður með einu eða tveimur rauðvínsglösum getur það gagnast meltingarfærunum en verði glösin of mörg hefur vínið þveröfug áhrif. Mikið magn áfengis getur haft í för með sér flökurleika, uppköst og magasár, því áfengið hefur ertandi áhrif á þarmaveggina og eyðileggur slímhimnu magans.

 

Löskuð slímhimna gerir magann viðkvæman gegn súrum og tærandi meltingarvökvanum sem getur í versta falli leitt af sér magasár.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

Shutterstock,

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Tækni

Ferðin að botni hafsins

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Tækni

Ferðin að botni hafsins

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Vinsælast

1

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

2

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

3

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

4

Tækni

Ferðin að botni hafsins

5

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

6

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

1

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

2

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

3

Tækni

Ferðin að botni hafsins

4

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

5

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

6

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Vísindamenn hyggjast byggja nýja hraðbraut sem getur fengið bíla til að svífa af stað á allt að 1.000 km/klst. – og á sama tíma flytja loftslagsvænt vetni og rafmagn fyrir grænt orkunet framtíðar. Tæknin er þegar til staðar.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is