Þegar þrjú konungsríki börðust um völdin í Kína á 3. öld eftir Krist fékk hernaðarfræðingurinn Zhuge Liang það hlutverk að útvega á tíu dögum 100.000 örvar, ellegar að vera gerður höfðinu styttri.

Zhuge Liang er þekktur í Kína fyrir öll snillibrögðin sem honum flaug í hug.
Liang lýsti því á hinn bóginn yfir að hann þyrfti aðeins þrjá daga til verksins og lét svo fylla 20 skip af hálmsekkjum og „mönnum“ gerðum úr stráum.
Á þriðja degi lagðist þykk þoka yfir svæðið.
Liang sendi skipin niður eftir á nokkurri, nærri óvinahersveitunum.
Ef marka má sögusagnir á hann að hafa látið menn sína vera með hávaða sem fékk óvinahermennina til að halda að verið væri að ráðast á þá.
Hermennirnir skutu þá örvum úr bogum sínum í átt að skipunum og þegar skipin sneru heim höfðu 100.000 örvar stungist inn í hálminn.