Tækni

Kólumbus sigldi eftir lífshættulegu ímyndunarkorti

Í könnunarleiðangri sínum til Ameríku hafði Kristófer Kólumbus meðferðis sjókort sem var svo lélegt að það hefði getað kostað hann allt. Skekkjurnar á kortinu höfðu nánast leitt til uppreisnar.

BIRT: 09/09/2023

Árið 1492 sagði Kólumbus áhöfn sinni að ferðin yfir Atlantshafið tæki einungis þrjár til fjórar vikur. Siglingin átti þó eftir að taka minnst helmingi lengri tíma og níutíu manna áhöfn hans hótaði ítrekað að gera uppreisn um borð og snúa skipinu við.

 

Ástæðan var fyrst og fremst sjókort sem Kólumbus hafði meðferðis, kort sem stjörnufræðingurinn Paolo Toscanelli frá Flórens hafði sent honum árið 1474.

 

„Fyrirhuguð ferð er ekki einungis gerleg heldur er hún jafnframt trúverðug og mun í sannleika sagt færa þér virðingu og ómælt fé“, lofaði Toscanelli í bréfi sínu.

Á sjókorti Toscanellis var urmull af ímynduðum eyjum en hins vegar vantaði heimsálfuna Ameríku alveg á kortið. Á kortinu hér má sjá hvernig heimsálfunni hefur verið komið fyrir undir korti Toscanellis (í gráum lit).

Flórensbúinn hafði, líkt og Kólumbus, fyrst reynt að útskýra fyrir konungi Portúgals að skip gætu siglt í vesturátt til að komast til Indlands, umfram það að sigla alla leiðina suður fyrir Afríku.

 

Skeikaði um 15.600 km

Toscanelli hafði vitneskju sína frá einum helsta landfræðingi fornaldarinnar, Strabon (63 f.Kr.-24 e.Kr.) en verk hans voru enduruppgötvuð á 15. öld. Kort Toscanellis hafði einnig að geyma heiti eyja sem enginn á fornöld kunni skil á, auk þess sem hann reiknaði stærð Asíu ranglega út og gerði heimsálfuna 8.000 km of langa.

 

Kólumbus áleit fyrir vikið fjarlægðina frá Kanaríeyjum til Chippangu en það heiti notaði Marcó Póló yfir Japan, nema einungis 4.400 km. Kort Toscanellis sýnir urmul eyja á leiðinni þar sem hann gæti fengið vistir.

 

Raunveruleg vegalengd milli Kanaríeyja og Japans er í raun tæpir 20.000 km þannig að Chippangu var sýnt þar sem Mexíkó er í raun.

Þegar Kólumbus lenti á Bahamaeyjum í Karíbahafi sendi hann sennilega vinsamlega hugsun til Toscanelli, sem hafði þrátt fyrir allt gefið honum kjark til að fara yfir Atlantshafið.

Kólumbus áleit eyna Antillia, miðja vegu til Chippangu, myndu reynast sér gagnlega. Á miðöldum voru sagðar sögur um Antillia sem sjö biskupar áttu að hafa flúið til þegar múslímar lögðu Spán undir sig á 8. öld.

 

Þegar Spánverjar gerðu Kólumbus út í könnunarleiðangurinn fann hann aftur á móti aldrei þessa goðsagnakenndu eyju sem kallaðist Antillia en rakst hins vegar á eyjarnar á Karíbahafi. Kólumbus var sannfærður um að eyjarnar væru hluti af Indlandi og nefndi íbúana þess vegna indíána.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN FLOTT

© Metropolitan Museum of Art/Wikimedia Commons. © Bartholomew, J. G./Wikimedia Commons. © L. Prang & Co., Boston/Wikimedia Commons.

Jörðin

Hnattræn hlýnun veldur meiri ókyrrð í lofti

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Tækni

Rafhlaða sem má innbyrða

Tækni

Rafhlaða sem má innbyrða

Lifandi Saga

Áhugamenn finna ótrúlega fjársjóði

Heilsa

Heilaboðin að baki langvinnum sársauka ráðin

Náttúran

Frostið skapar listaverk í náttúrunni

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Læknisfræði

Ný tækni græðir sár þrefalt hraðar

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Læknisfræði

Ný tækni græðir sár þrefalt hraðar

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Nærri önnur hver dýrategund í hættu

Náttúran

Nærri önnur hver dýrategund í hættu

Náttúran

Hvað er þungt vatn?

Náttúran

Hvað er þungt vatn?

Lifandi Saga

Umdeilt starf dóttur nasista

Lifandi Saga

Sameinuðu þjóðirnar risu upp úr ösku seinni heimstyrjaldarinnar

Lifandi Saga

Hvenær hafa fiskikvótar leitt til stríðs? 

Maðurinn

Hvernig starfar minnið?

Vinsælast

1

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

2

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

3

Læknisfræði

D-vítamín ver gegn sjálfsofnæmissjúkdómum

4

Heilsa

Gull afhjúpar krabbamein

5

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

6

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

1

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

2

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

3

Heilsa

Gull afhjúpar krabbamein

4

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

5

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

6

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Menning

Hvers vegna hefur talan sjö svona töfrandi merkingu?

Heilsa

Er lausasölulyf þitt hrein lyfleysa? Fræðimenn efast

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Alheimurinn

Svarthol rekið á flótta

Maðurinn

Verða konur hrukkóttari en karlar?

Jörðin

Sveiflur háloftastrauma gætu drekkt Skandinavíu

Lifandi Saga

Hvenær hættum við að nota brjóstmæður? 

Lifandi Saga

Agatha Christie hverfur sporlaust

Jörðin

Eldfjöll þöktu jörðina kvikasilfri

Lifandi Saga

Fyrsta bólusetningin vakti skelfingu meðal Breta

Jörðin

Fjallgöngumenn í lífsháska: Háskaför á Everest

Lifandi Saga

Hvernig voru skildir víkinga?

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Hundurinn minn veltir sér upp úr alls kyns rusli, olíu sem hellst hefur niður, fiskúrgangi eða dýraskít. Hver er ástæðan?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.