Náttúran

Kóralrif endurlífguð í súrefnistjöldum

Ný tækni á að blása lífi í kóralrif heimsins með því koma rannsóknastofulirfum fyrir á deyjandi kóralrifjum.

BIRT: 22/09/2023

Einu sinni á ári halda kórallarnir mökunarhátíð.

 

Skömmu eftir fullt tungl stíga milljónir smárra hrogna upp frá kóralrifinu líkt og snjókoma sem fellur upp.

 

Kórallarnir eru tvíkynja og í þessu hrognaskýi eru því bæði egg- og sáðfrumur. Á yfirborði sjávar blandast leysast hrognaskýin sundur og síðan sameinast egg- og sáðfrumur frá mismunandi kóralrifjum.

 

En nú, á tímum loftslagsbreytinga ofveiða og súrnunar hafanna, verða þessa mökunarhátíðir æ tilkomuminni. Meira en 60% af kóralrifjunum eru ýmist í hættu eða útdauð.

 

Vísindamenn vinna þess vegna að því að hjálpa til við fjölgun kórallanna. Á stóra Ástralíurifinu (Great Barrier Reef) hefur sjávarlíffræðingurinn Peter Harrison hjá Southern Cross-háskóla nú í fyrsta sinn hjálpað nýrri kynslóð kóralla að ná fótfestu skammt frá Heroneyju.

 

Aðferðin er ný og gæti orðið mörgum fleiri kóralrifjum til bjargar.

 

Harrison ræktaði lirfur í milljónatali í rannsóknastofu sinni. Í stað þess að láta þær vaxa þar áfram kom hann þeim fyrir beint á rifinu í eins konar súrefnistjaldi. Hann notaði 100 fermetra net til að halda lirfunum niðri meðan þær voru að ná festu ofan á dauðum kóröllum.

 

Í framtíðinni er þó ætlunin að nota bæði miklu fleiri og miklu stærri net, enda teygja rifin sig yfir meira 344.000 ferkílómetra.

 

Kórallirfur fjöldaframleiddar

Með því að safna egg- og sáðfrumum úr kórallahrygningum í rannsóknastofum geta vísindamenn framleitt mikinn fjölda af lirfum. Þegar þeim er komið fyrir á deyjandi kóralrifi myndast nýir kórallar.


Líffræðingar safna upp 30 kóralbrúskum með 15-20 sm þroskuðum kóröllum, sem settir eru hver í sitt ker. Þegar hrognin verða rauðgul og bleik er hrygningarþroska náð.

Kórallarnir gjóta.

Kórallararnir hrygna að næturlagi og vísindamennirnir ná miklu magni af egg- og sáðfrumum úr vatninu. Lirfurnar klekjast í öðru keri.

Lirfunum sleppt á skemmt kóralrif. Net heldur lirfunum niðri og ver þær í fimm daga, þar til þær hafa náð góðri festu.

Átta mánuðum síðar hafa kórallarnir þroskast. Á áður eyðilögðu rifi eru nýjir, smásæir kórallar að vaxa.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANTJE GERD PEDERSEN & JAKOB ESPERSEN

© GARY CRANITCH/QUEENSLAND MUSEUM

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

Heilsa

Langvinnur hósti er ef til vill arfgengur

Tækni

Þvinguð ófrjósemisaðgerð átti að uppræta heimsk börn

Maðurinn

Hvernig meðhöndla menn kviðslit?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is