Einu sinni á ári halda kórallarnir mökunarhátíð.
Skömmu eftir fullt tungl stíga milljónir smárra hrogna upp frá kóralrifinu líkt og snjókoma sem fellur upp.
Kórallarnir eru tvíkynja og í þessu hrognaskýi eru því bæði egg- og sáðfrumur. Á yfirborði sjávar blandast leysast hrognaskýin sundur og síðan sameinast egg- og sáðfrumur frá mismunandi kóralrifjum.
En nú, á tímum loftslagsbreytinga ofveiða og súrnunar hafanna, verða þessa mökunarhátíðir æ tilkomuminni. Meira en 60% af kóralrifjunum eru ýmist í hættu eða útdauð.
Vísindamenn vinna þess vegna að því að hjálpa til við fjölgun kórallanna. Á stóra Ástralíurifinu (Great Barrier Reef) hefur sjávarlíffræðingurinn Peter Harrison hjá Southern Cross-háskóla nú í fyrsta sinn hjálpað nýrri kynslóð kóralla að ná fótfestu skammt frá Heroneyju.
Aðferðin er ný og gæti orðið mörgum fleiri kóralrifjum til bjargar.
Harrison ræktaði lirfur í milljónatali í rannsóknastofu sinni. Í stað þess að láta þær vaxa þar áfram kom hann þeim fyrir beint á rifinu í eins konar súrefnistjaldi. Hann notaði 100 fermetra net til að halda lirfunum niðri meðan þær voru að ná festu ofan á dauðum kóröllum.
Í framtíðinni er þó ætlunin að nota bæði miklu fleiri og miklu stærri net, enda teygja rifin sig yfir meira 344.000 ferkílómetra.
Kórallirfur fjöldaframleiddar
Með því að safna egg- og sáðfrumum úr kórallahrygningum í rannsóknastofum geta vísindamenn framleitt mikinn fjölda af lirfum. Þegar þeim er komið fyrir á deyjandi kóralrifi myndast nýir kórallar.
Líffræðingar safna upp 30 kóralbrúskum með 15-20 sm þroskuðum kóröllum, sem settir eru hver í sitt ker. Þegar hrognin verða rauðgul og bleik er hrygningarþroska náð.
Kórallarnir gjóta.
Kórallararnir hrygna að næturlagi og vísindamennirnir ná miklu magni af egg- og sáðfrumum úr vatninu. Lirfurnar klekjast í öðru keri.
Lirfunum sleppt á skemmt kóralrif. Net heldur lirfunum niðri og ver þær í fimm daga, þar til þær hafa náð góðri festu.
Átta mánuðum síðar hafa kórallarnir þroskast. Á áður eyðilögðu rifi eru nýjir, smásæir kórallar að vaxa.