Lifandi Saga

Kúrekar á öllum sjónvarpsstöðvum

Engin drykkja, ekkert kynlíf og engin dauðsföll – reglurnar voru skýrar þegar vestrar á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar voru annars vegar. Þessar byssuglöðu hetjur réðu engu að síður ríkjum í amerísku sjónvarpi og áhorfendurnir gátu ekki fengið nóg.

BIRT: 14/10/2022

Frá því að fyrsti vestrinn birtist á bandarískum sjónvarpsskjá árið 1949 voru áhorfendur gjörsamlega hugfangnir.

 

Íslendingar á besta aldri muna margir hverjir eftir kanasjónvarpinu sem bauð upp á marga kúrekaþætti eins og t.d. Rawhide, Bonanza og Gunsmoke.

 

Hundruð þátta um kúreka voru framleiddir í Bandaríkjunum á 6. og 7. áratug síðustu aldar og þess má geta að á árinu 1959 voru vikulega sýndir ekki færri en 28 kúrekaþættir á besta senditíma þeirra þriggja sjónvarpsstöðva sem náðust um allt land á þeim tíma.

 

Skammbyssur og kúrekahattar virtust vera rakin leið til vinsælda, ekki eingöngu hvað áhorfendafjölda áhrærði, heldur einnig sölu á leikföngum.

Grípandi þemalag fylgdi alltaf kúrekaseríunum. Eitt þekktasta lagið var úr þáttunum ,,Bonanza" sem voru sýndir á árunum 1959-73.

Í lok sjötta áratugarins voru seld leikföng að andvirði 125 milljóna Bandaríkjadala (jafnvirði um 150 milljarða íslenskra króna í dag) sem tengdust kúrekaþáttum sjónvarpsstöðvanna. Framleiðendur þáttanna skildu ekki einu sinni sjálfir af hverju vinsældirnar stöfuðu.

 

Einn handritshöfundanna hafði þetta að segja:

 

„Ég skil þetta ekki. Hvernig nennir fólk að eyða svo miklum tíma í að horfa á óæðri endann á hestum?“

 

Kannski fólst svarið í því að kúrekarnir höfðuðu til hjartaróta Bandaríkjamanna: Draumsins um víðáttumiklar sléttur og þörfina fyrir að byggja eitthvað upp.

 

Það virtist ekki koma að sök að margir þáttanna væru teknir upp á örfáum dögum fyrir smápeninga og þá virtist það heldur ekki saka að handritin samanstæðu af innantómum frösum og persónurnar ætíð ráðvandir kúrekar, illir indíánar og bjargarlausar konur.

Rösklega eitt hundrað fyrirtæki framleiddu varning undir merkjum kúrekahetjunnar Hopalong Cassidy, m.a. sápur, armbandsúr, hálsbindi, reiðhjól og hnífapör.

Vestrahetja kom á markað með söluvarning 

Stórkostlegar vinsældir vestraþáttanna voru ekki hvað síst leikaranum William Boyd að þakka.

 

Hann hafði leikið kúrekann Hopalong Cassidy í alls 66 kvikmyndum og árið 1948 borgaði hann fyrir réttindin að öllu efni sem gefið hafði verið út í tengslum við hann.

 

Hann kynnti kvikmyndirnar í styttri útgáfum fyrir fulltrúum sjónvarpsstöðvarinnar NBC og áttu þættir þessir eftir að njóta gífurlegra vinsælda.

 

Boyd lét sér fyrstur allra detta í hug að notfæra sér vinsældir sínar til að selja alls kyns varning ætlaðan börnum.

„Death Valley Days“ fjallaði um sögufrægar persónur í Death Valley.

Kúrekaforsetinn öðlaðist vinsældir í sjónvarpi

Þegar kvikmyndaferill Ronalds Reagans fór smám saman að láta undan síga um miðjan sjötta áratuginn leitaði hann á náðir sjónvarpsins og tókst þar að ná til fjöldans sem hinn grófgerði kúreki í mörgum sjónvarpsvestrum.

 

Síðasta hlutverk hans var í þáttaröðinni „Death Valley Days“ á árunum 1964 til 1965.

 

Að því loknu stefndi hann á frama á sviði stjórnmála og var kjörinn ríkisstjóri Kaliforníu árið 1966 og varð síðan forseti Bandaríkjanna á árnum 1981-89.

 

Reagan notfærði sér meðvitað gömlu kúrekaímyndina í kosningabaráttum sínum.

Margir sígildir vestrar voru teknir upp „á staðnum“ í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Margir sígildir vestrar voru teknir upp „á staðnum“ í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Clint Eastwood sló í gegn í þáttaröðinni „Rawhide“ árið 1959. Þegar gerð voru hlé á upptökum á milli þátta, spilaði hann golf við sjálfan sig í eyðimörkinni.

Eyðimerkurhitinn kom róti á tilfinningarnar

Vestrana þurfti að taka upp á skömmum tíma og þeir urðu helst að vera ódýrir í framleiðslu.

 

Þess vegna völdu framleiðendurnir að taka þá upp í eyðimörkinni í Kaliforníu, skammt frá kvikmyndaverunum í Los Angeles.

 

Margir leikarar lýstu því svo að góður andi hefði myndast þegar slökkt var á upptökuvélunum en þegar langur og leiðinlegur biðtími blandaðist við eyðimerkurhitann og vænan skammt af áfengi var reyndar voðinn vís.

 

Förðunarmeistarinn Kenneth Chase lýsti því þannig að aukaleikarar og áhættuleikarar hefðu iðulega lent í slagsmálum á milli atriða, oft farðaðir og klæddir leikbúningum.

Í ,,Rawhide" er m.a. hægt að sjá Clint Eastwood syngja.

Þó svo að allir væru vopnaðir byssum voru flestir bardagar útkljáðir með hnefunum.

Sjaldan hleypt af skammbyssunum

Sjónvarpsstöðvarnar óttuðust að efni þeirra yrði sett á bannlista og fóru fyrir vikið eftir ströngum siðareglum sem þær ákvörðuðu sjálfar í stéttarsamtökum sínum, „Television Code“.

 

Vestraþrjótarnir urðu að vera auðsýnilega illir og par mátti ekki fara saman upp í rúm.

 

Drykkja var bönnuð og þá var ekki vel séð að gera gys að trúmálum. Ofbeldi skyldi halda í lágmarki og fyrir bragðið voru þorpararnir sjaldnast drepnir í vestrunum, heldur var byssan einfaldlega skotin úr höndunum á þeim.

Börn gátu hæglega horft á nýjan vestra á hverjum degi, þ.e. ef foreldrarnir leyfðu.

Sjónvarpsgagnrýnendur þoldu ekki vestrana

Bandarískir vestrar voru einkum hugsaðir fyrir börn og ef marka má sjónvarpsrýni (árið 1959) var ekki óalgengt að „vöggu ungabarnsins væri ýtt upp að sjónvarpstækinu“ þegar kúrekarnir birtust á skjánum.

 

Flestum gagnrýnendum var í nöp við þetta léttvæga skemmtiefni sem þeir sögðu vera á góðri leið með að forheimska ungu kynslóðina.

Kúrekar á skjánum allt kvöldið

Vestrar voru ávallt á dagskrá á besta senditíma. Engin stöð lagði þó meiri áherslu á þessa tegund þátta en eigendur ABC-sjónvarpsstöðvarinnar en þess má geta að stöðin var í eigu Walts Disneys.

 

Árið 1959 voru fimm kúrekaþáttaraðir á dagskrá allt kvöldið, frá kl. 19 til kl. 22.30, hver í kjölfarið á annarri!

 

Á laugardögum bitust tvær aðrar stöðvar um áhorfendurna, CBS og NBC. Þær sýndu ýmist tvo eða þrjá vestra á besta senditíma, án þess þó að þættirnir sköruðust

 

Sunnudagsþættir ABC-sjónvarpsstöðvarinnar á árinu 1959

Colt .45: Kl. 19.00-19.30

Maverick: Kl. 19.30-20.30

The Lawman: Kl. 20.30-21.00

The Rebel: Kl. 21.00 -21.30

Indíánar í bandarískum vestrum voru sjaldnast leiknir af innfæddum Ameríkönum.

Kvikmynda- og sjónvarpsfyrirtækin áttu sín eigin utanhúss- og innanhússleiktjöld.

Hægt var að nota leiktjöldin hvað eftir annað

Ein veigamesta ástæða þess að unnt var að framleiða vestra með svo ódýrum hætti sem raun bar vitni, var að framleiðslufyrirtækin áttu sína eigin bæi í „villta vestrinu“.

 

Mörg þessara leiktjalda voru áratuga gömul en með örlitlum breytingum og nýju sjónarhorni upptökuvélanna var unnt að endurnýta leiktjöldin í ótalmörgum myndum, m.a. má geta þess að vestraborg kvikmyndafyrirtækisins Paramount í grennd við Agoura Hills var reist fyrir þögla mynd árið 1927 en sama borg var notuð fyrir upptökur á HBO-þáttaröðinni „Westworld“ árið 2016.

 

Tveimur árum seinna brann kúrekaþorpið til grunna í einum af mörgum skógareldum í Kaliforníu.

Aðalpersónurnar í „Maverick“ voru þekktar fyrir að vera með svartan og hvítan hatt.

Vondi karlinn var með svartan hatt

Strax á dögum þöglu myndanna datt kvikmyndaframleiðendum í hug snjallráð sem gerði gestum kvikmyndahúsanna kleift að greina í sundur vonda karlinn og þann góða: Hetjurnar voru með hvíta kúrekahatta og þrjótarnir gengu með svarta.

 

Þessi sama táknfræði var nýtt í mörgum sjónvarpsvestrum en þar gátu persónurnar raunar verið flóknari en sem svo og t.d. voru harðsvíraðir mannaveiðarar, með hjartað á réttum stað, hafðir með dökka hatta.

Bret Maverick  úr þáttunum ,,Maverick" var ein vinsælasta kúrekastjarnan.

John Wayne var einn þeirra leikara sem aldrei gengu til liðs við sjónvarpsstöðvarnar.

Kvikmyndafyrirtækin öttu kappi við sjónvarpið

Allar götur frá þriðja áratug 20. aldar var minnst fjórða hver kvikmynd í Bandaríkjunum vestri.

 

Þegar sjónvarpið hélt innreið sína á bandarísk heimili á sjötta áratugnum stóð einkaleyfi kúrekanna skyndilega höllum fæti og nú neyddust kvikmyndafyrirtækin til að bítast um gesti kvikmyndahúsanna.

 

Lausnin var fólgin í dýrum, listrænum og metnaðarfullum kúrekamyndum, auk þess að hamra á því í auglýsingum að sjónvarpsvestrar væru ekkert annað en ódýrar eftirlíkingar af vestrum kvikmyndahúsanna.

 

Í auglýsingu fyrir kvikmyndina „Cowboy“ (1958) er maður nokkur látinn vera svo vonsvikinn yfir fyrirsjáanlegri atburðarásinni í sjónvarpinu að hann hrópar upphátt: „Ég er svo þreyttur á barnalegum vestrum!“

 

Þó svo að kvikmyndafyrirtækin yrðu almennt fyrir tekjuskerðingu, héldu vestrarnir áfram að vera góð tekjulind, jafnvel fram á sjötta áratuginn.

Burt Reynolds lék m.a. í þáttunum „Gunsmoke“

Burt Reynolds lék m.a. í þáttunum „Gunsmoke“

Vestrar voru einnig fyrir fullorðna

Árið 1955 varð breyting á vestrunum en það ár var farið að gera vestra fyrir fullorðna áhorfendur.

 

Einn þessara þátta var „Gunsmoke“ sem öðlaðist miklar vinsældir, vann til mikilsvirtra verðlauna og entist á skjánum í ein 20 ár.

 

Þegar framleiðslu þáttanna var hætt höfðu verið gerðir alls 635 þættir og telst þáttaröðin því vera ein sú lengsta í sögu sjónvarpsins.

Barbara Stanwyck lék gjarnan sjálfstæða konu sem braut í bága við hefðbundin kynhlutverk.

Konurnar skyldu helst vera nauðstaddar

Persónur sjónvarpsvestranna voru í flestum tilvikum karlkyns og konur voru mjög sjaldan í aðalhlutverki.

 

Þess í stað voru laglegar konur ráðnar í einn og einn þátt, þar sem þær lentu iðulega í erfiðleikum sem hetjan svo bjargaði þeim úr og oftast felldu þau tvö svo hugi saman.

 

Hinn sígildi kúreki dvaldi þó aldrei lengi á sama stað, heldur reið áfram á vit nýrra ævintýra í næsta þætti.

Í kvikmyndinni „Blazing Saddles“ kom greinilega fram hversu mikill kynþáttahroki einkenndi samfélög vestranna.

Grínmynd markaði endalokin

Upp úr 1970 voru vestrar að líða undir lok en lokahnykkurinn var gamanmynd Mels Brooks, „Blazing Saddles“ sem frumsýnd var árið 1974.

 

Fyrst allra vestra gerði myndin átakanlegt grín að öllum frösum vestranna og örfáum árum eftir frumsýningu myndarinnar má segja að vestrar hafi verið horfnir úr bandarísku sjónvarpi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Bue-Kindtler-Nielsen

ABC Television,© Christie's Images Limited/Scala Archives & Bernard Hoffman/Getty Images,© Getty Images,© CBS Photo Archive/Getty Images,© CBS Photo Archive/Getty Images,© RichLegg/Getty Images,© Moviestore Collection Ltd/Imageselect,© ABC Television,© Warner Brothers Studio,© Allan Grant/Getty Images,© CBS Photo Archive/Getty Images,© Warner Brothers Studio,© Imageselect,© rchive Photos/Stringer/Getty Images,

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.