Lifandi Saga

Kynþáttalög mismunuðu þeldökkum áratugum saman

Kynþáttalög mismunuðu þeldökkum áratugum saman Árið 1948 samþykkti hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku ýmis lög um kynþáttaaðskilnað sem kölluðust aðskilnaðarlögin. Aðskilnaðarstefnan var felld úr gildi árið 1990 og fjórum árum síðar var ötulasti andstæðingur aðskilnaðarstefnunnar, Nelson Mandela, kjörinn fyrsti þeldökki forsetinn í Suður-Afríku.

BIRT: 20/10/2023

HVAÐ ER APARTHEID?

Aðskilnaðarlögin sem í heimalandinu kölluðust „apartheid-lögin“, er samheiti yfir kynþáttamismununarlögin sem hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku kom á árið 1948 og giltu til ársins 1994.

 

Orðið „apartheid“ táknar aðskilnað á tungumálinu afrikaans, þ.e. málinu sem afkomendur fyrstu hollensku landnemanna í Suður-Afríku töluðu í landinu.

Á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku gegnsýrði aðskilnaður svartra og hvítra alla þætti samfélagsins – allt frá skólum og veitingastöðum til strætóskýla og heilu hverfanna.

Hugmyndafræðin að baki kynþáttamismununni átti að tryggja algjör yfirráð hvítra í landinu og að þeir réðu einu og öllu í samfélaginu.

 

Eða líkt og ónafngreindur ráðherra í ríkisstjórninni á að hafa sagt árið 1978: „Ef stjórnmál okkar eiga að leiða af sér rökrétta niðurstöðu, verður ekki einn einasti þeldökkur íbúi landsins með suðurafrískan ríkisborgararétt“.

 

Þess ber þó að geta að aðskilnaðarlögin komu ekki flatt upp á þeldökka íbúa landsins, heldur var aðskilnaðarstjórnarfarið bein afleiðing margra alda kúgunar hvíta mannsins á þeim svörtu.

HVAÐ LEIDDI TIL AÐSKILNAÐARSTEFNUNNAR

Aðskilnaðarstefnan var undir áhrifum nasisma

Holland lagði Suður-Afríku undir sig sem nýlendu árið 1652 og hneppti í þrældóm eða myrti stóran hluta upprunalegu íbúanna.

 

Næstu áratugina á eftir settust þúsundir Hollendinga að í Suður-Afríku. Hollendingarnir kölluðust „Búar“ í Suður-Afríku en um 60% hvítra íbúa Suður-Afríku í dag eiga rætur að rekja til Búanna.

„Engin leið er að verjast árásum villtra dýra með berum hnefum“

Nelson Mandela um aðskilnaðarstjórnina

Í upphafi 19. aldar setti Bretland á laggirnar sína eigin nýlendu í Höfðaborg. Bretar afnumdu þrælahald árið 1834 og gerðu verslunarsamninga við innfæddu íbúana.

 

Þetta hugnaðist ekki hollensku Búunum sem höfðu löngum lagt stund á þrælahald og höfðu engan áhuga á að láta svörtum íbúum eftir nokkurt vald.

 

Í því skyni að aðskilja sjálfa sig frá nýju bresku landnemunum fóru Búarnir að kalla sig „Afríkana“, hugtak sem enn loðir við þá.

Árið 1913 samþykktu hvítu höfðingjarnir í Suður-Afríku hin svokölluðu frumbyggjalandslög. Hér dreifðu þeir sjö prósentum af landinu í Suður-Afríku til innfæddra ættbálka (merktir með litum á kortinu), á meðan þeir settust sjálfir að á þeim 93 prósentum sem eftir voru.

Eftir að Búar höfðu lotið í lægra haldi fyrir Bretum í Búastríðinu (1899 til 1902) gáfu Búarnir sig á vald breskum yfirráðum. 

 

Næstu árin eftir það tókst að koma á sáttum og sameiningu hvítu þjóðarbrotanna tveggja í Suður-Afríku. 

 

Árið 1910 samþykkti Bretland, í samráði við Búana, nýja stjórnarskrá fyrir Suðurafríska sambandslýðveldið sem veitti svörtum íbúum landsins nánast engin borgararéttindi.

LESTU EINNIG

Árið 1948 komust Búar til valda í Suður-Afríku, þegar flokkur þeirra, Suðurafríski þjóðarflokkurinn, vann kosningarnar. Búar sem höfðu notið aðstoðar Þjóðverja meðan á Búastríðinu stóð, voru að sumu leyti hliðhollir kynþáttaaðskilnaðarstefnu nasista.

 

Eftir kosningasigurinn innleiddi nýja ríkisstjórnin í Suður-Afríku aðskilnaðarstefnu sem reyndi ekki einu sinni að dylja hrifningu sína á nasistastjórninni sem nýverið hafði verið við lýði í Þýskalandi.

Á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku gegnsýrði aðskilnaður svartra og hvítra alla þætti samfélagsins – allt frá skólum og veitingastöðum til strætóskýla og heilu hverfanna.

Aðskilnaðarstefnan

Frá árinu 1910 og langt fram á níunda áratug síðustu aldar, innleiddu stjórnvöld í Suður-Afríku röð laga sem mismunuðu þeldökkum og tryggðu hvítum efnahagsleg og pólitísk yfirráð.

Hér fylgir yfirlit yfir helstu lög aðskilnaðarstefnunnnar:
  • South Africa Act, 1909: Fyrsta stjórnarskrá Suður-Afríku, sem kvað á um að landinu skyldi stjórnað af alhvítu þingi.

 

  • Natives Land Act, 1913: Lög um að 93 prósent lands í Suður-Afríku tilheyrði hvítum minnihluta landsins. Þeldökkir áttu aðeins tilkall til sjö prósenta lands.

 

  • Natives (Urban Areas) Act (þéttbýli), 1923: Sett í lög að mismunandi hópar ættu að búa á mismunandi stöðum í borgum og að svartir þyrftu að hafa sérstakt leyfi til að búa í borgunum.

 

  • Native Laws Amendment Act, 1937: Útvíkkun á gildandi lögum sem kröfðust þess að svartir hefðu meðferðis vegabréf til ferðalaga utan svæða sem þeim hafði verið úthlutað. Allt að 800.000 blökkumenn voru handteknir á hverju ári fyrir að brjóta þessi lög.

 

  • Prohibition of Mixed Marriages Act, 1949: Lögin bönnuðu hjónabönd fólks af mismunandi kynþáttum.

 

  • Group Areas Act, 1950: Gerðu það að verkum að  lög um kynþáttaaðskilnað gilti í Suður-Afríku allri þ.e. bæði þéttbýli og dreifbýli. Hvert einasta svæði á kortinu var því skipt eftir því hverjir fengu að búa þar og hverjir þurftu að hafa vegabréf til að fá að vera á hverju svæði fyrir sig, til dæmis vegna vinnu.

 

  • Immorality Ammendment Act, 1950: Kynferðisleg samskipti fólks af mismunandi kynþáttum voru bönnuð.

 

  • Reservation of Separate Amenities Act, 1953: Lögboðið að hvítir og svartir ættu að vera aðskildir á opinberum stöðum eins og rútum, almenningsgörðum o.s.frv.

 

  • Separate Representation of Voters Act, 1956: Lögin sviptu þeldökkum kosningarétti.

 

  • Bantu Homelands Citizenship Act, 1970: Lögin kváðu á um að allir svartir Suður-Afríkubúar ættu að vera ríkisborgarar í svokölluðu heimalandi. Þeir voru því ekki formlega ríkisborgarar Suður-Afríku sem þýddi að yfirvöld áttu auðveldara með að svipta þá réttindum sínum.

 

  • South African Constitution, 1983: Stækkun stjórnarskrárinnar í Suður-Afríku kom á fót sérstökum þjóðþingum fyrir hvíta, litaða og asíska Suður-Afríkubúa, en ekki fyrir svarta, sem opinberlega voru ekki lengur Suður-Afríkubúar, heldur ríkisborgarar eigin „heimalanda“.

HVERNIG VAR FYRIR SVARTA AÐ BÚA VIÐ AÐSKILNAÐARSTEFNUNA?

Mótmæli enduðu í blóðbaði

Aðskilnaðarstefnan fól í sér löglega kynþáttamismunun. Kerfið fól það í sér að svörtum var bannað að búa á svæðum þar sem meirihluti íbúanna var hvítur.

 

Svörtum var enn fremur bannað með lögum að ganga í hjónaband með hvítum og þeir máttu hvorki borða, drekka né baða sig á sömu stöðum og hvítir íbúar landsins.

 

Á árunum upp úr 1950 hófu svartir íbúar landsins að setja upp götuvirki undir stjórn elsta stjórnmálaafls þeldökkra í landinu, Afríska þjóðarráðsins (ANC). Þeir sniðgengu verslanir í eigu hvítra, lögðu niður vinnu og fóru í friðsamlegar mótmælagöngur.

69 þeldökkir karlar, konur og börn voru myrt á grimmilegan hátt af lögreglu í friðsamlegum mótmælum í suðurafríska bænum Sharpeville árið 1960.

Óskir um endurbætur mættu miklum hrottaskap af hálfu yfirvalda og lögreglu. Mótmælendur voru barðir og þeim varpað í fangelsi.

 

Árið 1960 myrti hvíta lögreglan í Suður-Afríku 69 þeldökka karla, konur og börn sem mótmæltu aðskilnaðarstefnunni í bænum Sharpeville.

 

Blóðbaðið hrinti af stað alþjóðlegri gagnrýni á aðskilnaðarstefnuna sem átti svo eftir að aukast til muna næstu áratugina.

HVAÐA HLUTVERKI GEGNDI NELSON MANDELA Á TÍMUM AÐSKILNAÐARSTEFNUNNAR?

Meðal mótmælendanna í Sharpeville var Nelson Mandela, einn af helstu leiðtogum Afríska þjóðarráðsins.

 

Eftir blóðbaðið í Sharpeville breytti Nelson Mandela um stefnu en hann hafði til þessa aðhyllst friðsamleg mótmæli sem breyttust þarna í ofbeldisfull skemmdarverk gegn ríkisstjórninni.

Nelson Mandela greiðir atkvæði í lýðræðislegum kosningum árið 1994.

Líkt og Nelson Mandela sjálfur orðaði það: „Engin leið er að verjast árásum villtra dýra með berum hnefum“.

 

Árið 1962 var Nelson Mandela, þá 44 að aldri, hnepptur í varðhald og dæmdur í fimm ára fangavist fyrir skemmdarverk í hæstarétti landsins. Þremur árum síðar var dómnum breytt í ævilangt fangelsi.

 

Fangelsun Nelsons Mandela vakti gríðarmikla athygli um gjörvallan heim og mótmælin gegn aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku jukust um heim allan.

 

Árið 1973 fordæmdu Sameinuðu þjóðirnar aðskilnaðarstjórnina opinberlega.

HVENÆR LAUK AÐSKILNAÐARSTEFNUNNI?

Illur andi aðskilnaðarstefnunnar enn á sveimi

Fallið var frá aðskilnaðarstefnunni opinberlega árið 1991 en viðræðurnar voru þegar hafnar ári áður.

 

Hinn 1. febrúar 1990 nam síðasti hvíti forseti landsins, F.W. de Klerk, bannið gegn Afríska þjóðarráðinu úr gildi og náðaði Nelson Mandela skilyrðislaust.

 

Fjórum árum síðar, 10. maí 1994, bar Mandela sigur úr býtum í forsetakosningunum fyrir hönd Afríska þjóðarráðsins og var kjörinn fyrsti þeldökki forseti landsins, þá 75 ára að aldri.

 

Þó svo að aðskilnaðarstefnan hafi verið numin úr gildi fyrir 30 árum er enn gerður mikill greinarmunur á hvítum og svörtum í Suður-Afríku.

 

Þegar aðskilnaðarstefnan var lögð af stóð til að færa 30 hundraðshluta af landareignum hvítra aftur í hendur svartra. Í dag hafa innan við tíu hundraðshlutar verið afhentir svarta meirihlutanum.

 

Fátækt er enn sem áður fyrst og fremst vandamál svörtu íbúanna og árið 2018 lýsti Alþjóðabankinn því yfir að hvergi í heimi ríkti jafnmikill ójöfnuður og einmitt í Suður-Afríku.

Fimm mikilvægar persónur á tímum aðskilnaðarstefnunnar

1. Nelson Mandela

Barðist fyrir frelsi þeldökkra með Afríska þjóðarráðinu, í varðhaldi frá 1962 til 1990 og kjörinn fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku frá 1994 til 1999.

 

2. F.W. de Klerk

Síðasti forseti aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku. Náðaði Nelson Mandela árið 1994 og hlaut friðarverðlaun Nóbels ásamt Mandela.

 

3. Desmond Tutu

Fyrsti þeldökki erkibiskupinn í Suður-Afríku sem varð þekktur fyrir friðsamleg mótmæli gegn aðskilnaðarstefnunni. Fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1984.

 

4. Hendrik Verwoerd

Forsætisráðherra Suður-Afríku á árunum 1958 til 1966. Hann var kallaður hönnuðurinn á bak við aðskilnaðarstefnuna.

 

5. Helen Suzman

Helsti hvíti andstæðingur aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku. Hún var kjörin á þing árið 1953 og var allt til ársins 1961 eini frjálslyndi meðlimur stjórnarandstöðunnar. Hún var tvisvar sinnum tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

© Shutterstock. © Dewet. © Mary Alexander/southafrica-info.com. © Paul Weinberg. © African National Congress Archives. © Paul Weinberg

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

4

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is