Lifandi Saga

Landstjóri stöðvar nornaveiðar

Þegar ásakanir um galdra valda usla í Salem í ensku nýlendunni Massachusetts, hefur Phips landstjóri réttarrannsókn. En þegar málið fer úr böndunum og eiginkona hans liggur undir grun, segir hann stopp. Í bréfi til hirðarinnar útskýrir landstjórinn gang mála.

BIRT: 29/04/2023

Boston, Nýja-Englandi, 21/2 1693

 

Til hans hágöfgi, jarlsins af Nottingham, Whitehall, London

 

Yðar hágöfgi

 

Með skipstjóranum á skipinu Samuel and Henry hef ég þegar sent munnlega frásögn af því að þegar ég kom hér í nýlenduna voru fangelsin full af fólki sem grunað var um galdra.

 

Ég skýrði einnig frá því að á þeim tíma bárust mér fjölmargar kvartanir frá fólki sem var hrjáð af göldrum og nafngreindi kvalara sína. Þar eð klögumálum fjölgaði dag frá degi skipaði ég, að beiðni ráðs landstjóra og varalandstjóra, laganefnd sem gæti upplýst þessi mál.

 

Varalandstjórinn stýrði nefndinni en aðra meðlimi valdi ég meðal hinna bestu og skynsömustu manna sem ég gat fundið. Ég treysti því þess vegna að rétturinn myndi skipa þessum málum á réttan hátt.

Jarlinn af Nottingham.

Daniel Finch (1647-1730) var utanríkisráðherra konungs og nýlendurnar í Ameríku heyrðu undir hann.

Einmitt á þessum tíma yfirgaf ég borgina til að taka við stjórninni í austurhluta nýlendunnar þar sem Frakkar og indíánar gerðu árásir á þá bæi sem voru næstir landamærunum.

 

Þegar ég kom til baka alllöngu síðar, var ljóst að fólk var mjög óánægt með framgöngu réttarins. 20 manneskjur höfðu verið dæmdar og teknar af lífi, þótt margir teldu margt af þessu fólki hafa verið saklaust.

 

Sönnunin fór þannig fram: Hinn grunaði og sá sem hafði ásakað hann eða hana fyrir galdra komu fyrir dóminn.

 

Ef ásakandinn féll á gólfið og engdist þar um af sársauka allt þar til hinn grunaði snerti við honum eða henni, taldi rétturinn sökina hafa sannast.

 

Til viðbótar þurfti ásakandinn að sverja þess eið að hinn grunaði stæði að kvölunum og að hafa með eigin augum séð andlegan tvífara hins grunaða yfirgefa líkamann og ráðast að sér.

 

Þegar ég rannsakaði málið sögðu dómararnir þetta vera fyrsta skrefið í dómsrannsókninni en til viðbótar hefðu þeir mannlegar sannanir fyrir því að það fólk sem þeir dæmdu væri í raun sekt um galdra.

 

Smám saman sannfærðist ég þó um að Djöfullinn geti líka dulbúið sig sem sakleysingja. Meðal hinna ákærðu var fólk sem ég veit að er saklaust.

 

Margt fólk hefur verið úthrópað sem nornir eða galdramenn þótt það njóti almennrar virðingar og álits.

 

Þrátt fyrir þetta hélt vararíkisstjórinn óhikað áfram að beita sömu aðferðum – sem vakti vaxandi hræðslu og óróleika almennings.

 

Óánægjan hélt áfram að breiðast út þar til ég stöðvaði þessi réttarhöld. Sú ákvörðun mín helgaðist af því að ég vissi að margt saklaust fólk myndi týna lífinu ef þessum sömu aðferðum yrði beitt áfram.

 

Þá sátu að minnsta kosti 50 manns í fangelsi við óboðlegar aðstæður, kulda og allsleysi.

 

Í mörgum tilvikum var vitnisburðurinn um andlegan tvífara eina sönnunin fyrir sekt þess fólks sem dæmt var.

 

Mikið skorti á fullnægjandi ástæður fyrir handtöku og ég fékk þess vegna sumt af þessu fólki látið laust gegn viðvörun.

 

Ég bað dómarana einnig að finna aðrar aðferðir til að hægt væri að sleppa fólki og koma þannig í veg fyrir að það dæi í fangelsinu.

„. Margt fólk hefur verið úthrópað sem nornir eða galdramenn þótt það njóti almennrar virðingar og álits.“

W. Phips

Sumir dómararnir lýstu sig nú sammála því að aðferðirnar hefðu verið of harkalegar og réttarhöld ekki byggð á nægilega traustum grunni.

 

Þeir gáfu til kynna að þeir vildu beita öðrum aðferðum ef til nýrra réttarhalda kæmi.

 

Þegar hr. Increase Mather og allmargir aðrir kirkjunnar menn lýstu því yfir að þeir væru nú einnig komnir á þá skoðun að Djöfullinn gæti dulbúist sem sakleysingi og þannig valdið kvölum fólks, var þar með úr sögunni að hægt væri að dæma fólk á grundvelli þeirra sýna sem fólk taldi sig sjá.

 

Á þessum grundvelli leyfði ég sérstök réttarhöld í Salem í Essexsýslu á þriðja degi janúarmánaðar með vararíkisstjórann í sæti aðaldómara.

 

Við réttarhöldin var nýju aðferðunum beitt og af 52 ákærðum voru allir sýknaðir nema þrír.

 

Dómsmálaráðherra konungs tjáði mér að enginn munur væri á málsatvikum þeirra þriggja og hinna sem sýknaðir voru. Hann taldi allt eins hægt að sýkna hina þrjá dæmdu og alla hina.

 

Vararíkisstjórinn undirritaði hins vegar strax tilkynningu um að taka skyldi af lífi fólkið sem dæmt var ásamt fimm sem áður höfðu hlotið dóma.

 

Með tilliti til þess hvernig staðið var að fyrri réttarhöldum frestaði ég aftökunum þar til konungleg yfirvöld hefðu verið látin vita.

 

Vararíkisstjórinn reiddist frestuninni mjög og blindaður af heift neitaði hann að taka sæti sitt við réttarhöldin í Charlestown.

 

Nú kom í ljós að hann hafði – án minnar vitundar og samþykkis – þegar gefið út tilskipun sem heimilaði honum að leggja hald á jarðnæði, fasteignir og persónulega muni hinna dæmdu.

 

Að endir skyldi bundinn á beitingu hinna óheppilegu aðferða, leysti upp það svarta ský sem hékk yfir þessu héraði og hefði getað valdið allsherjareyðileggingu.

 

Sú ógn sem skapaðist af Djöflinum hafði grimmileg áhrif á líf og eignir margra af undirsátum Hans Hátignar.

 

Illmælgin skaðaði orðspor margra af virðulegustu íbúunum og truflaði og seinkaði stjórnarathöfnum konunglegra yfirvalda.

 

Allt þetta hefur valdið mér miklu hugarangri en nú berast mér engin ný klögumál. Þar sem áður ríkti sundrung og tortryggni vegna þessara mála, ríkir nú á ný ró og samlyndi.

 

Yðar hátignar trúasti og auðmýksti þjónn

William Phips

William Phips

Æviskeið:

1651-1695

 

Þjóðerni:

Amerískt.

 

Störf:

Skipasmiður, fjársjóðsleitari og landstjóri í ensku nýlendunni Massachusetts í Norður-Ameríku.

 

Maki: Mary Spencer Hull. Þau ættleiddu einn dreng.

 

Þekktur fyrir:

Jakob konungur annar aðlaði Phips 1687, eftir að hann bjargaði miklum fjársjóðum úr flaki spænska skipsins Nuestra Senora de la Conception. Nú er hans einkum minnst sem landstjórans að baki hinum frægu galdraréttarhöldum í Salem.

Eftirskrift:

Enginn var dæmdur til dauða fyrir galdra eftir að William Phips sendi þetta bréf og þremur mánuðum seinna var flestum dæmdum og grunuðum sleppt úr fangelsi.

 

Alls sættu 200 ákærum, nær 80% konur og 20 voru tekin af lífi. 2001 samþykkti ríkisþing Massachusetts yfirlýsingu um sakleysi allra sem dæmd voru.

 

Salem er enn þekkt sem „nornabærinn“.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN

© The Picture Art Collection/Imageselect

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

NÝJASTA NÝTT

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Vinsælast

1

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

2

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

5

Maðurinn

3 ókostir við greind

6

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

1

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

2

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Lifandi Saga

Edmund Kemper: Hrottafenginn raðmorðingi var vinur lögreglunnar

Lifandi Saga

Hver fékk fyrsta rauða spjaldið?

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Jafnvel þótt aðeins minnstu kjarnorkuveldin tækju upp á því að nota vopnabúrið sitt hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir plánetuna okkar. Lítil ísöld skapaðist, uppskerubrestur yrði um heim allan og baráttan um fæðuna myndi hefjast.

Menning og saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.