Mafíuforingi kyrkti óléttar konur og leysti börn upp í sýru

Óhugnanleg röð morða kom mafíuforingjanum Matteo Denaro sem nýlega var handsamaður á toppinn hjá Cosa Nostra mafíunni. Meira að segja gælunafnið sem aðrir mafíósar gáfu honum kom frá þekktu teiknimyndaillmenni.

BIRT: 26/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Sumarið 1988 er 26 ára karlmaður færður á lögreglustöðina í smábænum Castelvetrano á Sikiley sem liggur djúpt inni í mafíusvæðinu. Enn eitt morð hefur verið framið í þessu litla bæjarfélagi og lögreglan yfirheyrir unga manninn um hvort hann hafi séð eða heyrt eitthvað. Hins vegar fullvissar hann vantrúaða lögreglumennina:

 

„Mér finnst bara gaman að vera bóndi, ég hef ekkert með mafíuna að gera“.

 

En Matteo Messina Denaro er langt í frá að vera bara einfaldur bóndi. Hann lærði að nota byssu 14 ára og framdi sitt fyrsta morð þegar hann var 18 ára. Faðir hans er meira að segja mafíuforingi í Castelvetrano og góðkunningi lögreglunnar. Nú stjórnar Denaro sínu eigin útibúi mafíunnar á staðnum með nokkra vitorðsmenn undir sinni stjórn. Lögreglan getur hins vegar ekki sannað neitt og verður að sleppa honum. Heimsókn þessi var í eina skiptið sem Denaro steig fæti inn í lögreglustöð þar til hann var loks handtekinn 16. janúar 2023 eftir 30 ár á flótta.

Denaro var þekktur sem öðruvísi mafíósi sem stundaði ekki hefðbundnar og íhaldssamar dyggðir Sikileyjar. Hann elskaði dýra bíla, fatnað frægra hönnuða og konur.

Mafíuforinginn drap hvern á fætur öðrum

Matteo Messina Denaro er í dag talinn æðsti leiðtogi sikileysku mafíunnar, þekkt sem Cosa Nostra, og leið hans á toppinn er lituð af einu fyrirbæri – morðum. Talið er að Denaro hafi persónulega myrt 50 manns og fyrirskipað morð á mun fleiri manneskjum. Hann öðlaðist hið ógnvænlega orðspor sitt sérstaklega eftir að hann myrti mafíuforingjann Vincenzo Milazzo árið 1992 og kyrkti ólétta kærustu hans.

 

Denaro er einnig sagður hafa rænt 11 ára syni annars mafíósa og haldið honum föngnum í tvö ár til að letja föðurinn frá samstarfi við lögregluna. Á endanum var sonurinn engu að síður drepinn og leystur upp í sýru.

 

Meðal hinna mafíósanna varð Denaro þekktur sem Diabolik. Nafnið kom frá þekktri ítalskri teiknimyndapersónu – þjófi sem flúði alltaf yfirvöld og drap andstæðinga sína miskunnarlaust með hnífi.

 

Sjálfur var Denaro stoltur af afrekum sínum: „Ég hef fyllt heilan kirkjugarð einn,“ er hann sagður hafa sagt, að sögn fyrrverandi mafíósa.

Myndband: Matteo Denaro fluttur á brott af lögreglu

Hinn sextugi mafíuforingi var handtekinn skammt frá sínu gamla heimili á Sikiley.

Árið 1992 samþykkti mafíuforinginn einnig morð á tveimur ríkissaksóknurum, Giovanni Falcone og Paolo Borsellino sem höfðu gert það að markmiði sínu að berjast við mafíuna á Ítalíu. Morðin voru skipuð af Salvatore Riina, æðsta leiðtoga mafíunnar og voru upphafið að hömlulausu stríði Cosa Nostra gegn ítalska ríkinu sem m.a. leiddi til þess að Denaro skipulagði sprengjuárásir í Flórens, Mílanó og Róm sem drápu 10 og særðu 93.

 

En ríkisstjórnin barðist hart á móti og handtók Riina 15. janúar 1993. Lögreglan var einnig á hælum Denaro sem fór í felur og varð eftirlýstasti maður Ítalíu.

 

Þegar Salvatore Riina lést í fangelsi árið 2017 varð Denaro sá síðasti eftirlifandi af gömlu mafíuforingjunum og tók við embætti æðsta leiðtoga Cosa Nostra. En svo lagði ríkisstjórnin allt í að handsama hann og þann 16. janúar 2023 tókst það loksins – nákvæmlega 30 árum eftir að gamli yfirmaður hans og kennari Salvatore Riina var handtekinn.

BIRT: 26/02/2023

HÖFUNDUR: Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Corriere della Sera. © Angela & Luciana Giussani, Corriere della Sera

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is